Sekt Securitas lækkuð um 40 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2017 12:38 Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas. vísir/Pjetur Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um fjörutíu milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins og fyrir að hafa veitt Samkeppniseftirlitnu ófullnægjandi upplýsingar við rannsókn málsins. Þetta er niðurstaða endurupptöku eftirlitsins á máli fyrirtækisins.Árið 2014 sektaði Samkeppniseftirlitið Securitas um áttatíu milljónir en var það mat eftirlitsins að einkakaupasamningar Securitas með binditíma til þriggja ára með ákvæðum sem skapa aukna tryggð viðskiptavina við fyrirtækið var ólögmæt að mati eftirlitsins sem birti ákvörðun sína í dag. Securitas gerði samninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn, en samningarnir fólu í sér að viðskiptavinunum var óheimilt að eiga viðskipti við aðra þjónustuaðila um nokkurra ára skeið. Var þessi niðurstaða kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var óskað eftir endurupptöku málsins. Lagði Securitas fram ný gögn sem lágu ekki fyrir þegar Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun sína. Féllst eftirlitið á endurupptöku málsins og er því nú lokið með sátt á milli Securitas og Samkeppniseftirlitsins. Securitas fellst á að hafa með þessum samningum gengið gegn samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Jafnframt mun Securitas ráðast í aðgerðir til þess að tryggja að samningar þeirra við viðskiptavini hindri ekki samkeppni. Mun Securitas meðal annars endurskoða alla viðskiptasamninga fyrirtækisins. Þá hefur Securitas fallist á að upplýsingagjöf fyrirtæksins við fyrri rannsókn hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem upplýsingaskylduákvæði samkeppnislaga leggur á fyrirtæki. Vegna þessa brota greiðir Securitas samtals 40 milljónir króna en nánari upplýsingar um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér. Neytendur Tengdar fréttir Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um fjörutíu milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins og fyrir að hafa veitt Samkeppniseftirlitnu ófullnægjandi upplýsingar við rannsókn málsins. Þetta er niðurstaða endurupptöku eftirlitsins á máli fyrirtækisins.Árið 2014 sektaði Samkeppniseftirlitið Securitas um áttatíu milljónir en var það mat eftirlitsins að einkakaupasamningar Securitas með binditíma til þriggja ára með ákvæðum sem skapa aukna tryggð viðskiptavina við fyrirtækið var ólögmæt að mati eftirlitsins sem birti ákvörðun sína í dag. Securitas gerði samninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn, en samningarnir fólu í sér að viðskiptavinunum var óheimilt að eiga viðskipti við aðra þjónustuaðila um nokkurra ára skeið. Var þessi niðurstaða kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var óskað eftir endurupptöku málsins. Lagði Securitas fram ný gögn sem lágu ekki fyrir þegar Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun sína. Féllst eftirlitið á endurupptöku málsins og er því nú lokið með sátt á milli Securitas og Samkeppniseftirlitsins. Securitas fellst á að hafa með þessum samningum gengið gegn samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Jafnframt mun Securitas ráðast í aðgerðir til þess að tryggja að samningar þeirra við viðskiptavini hindri ekki samkeppni. Mun Securitas meðal annars endurskoða alla viðskiptasamninga fyrirtækisins. Þá hefur Securitas fallist á að upplýsingagjöf fyrirtæksins við fyrri rannsókn hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem upplýsingaskylduákvæði samkeppnislaga leggur á fyrirtæki. Vegna þessa brota greiðir Securitas samtals 40 milljónir króna en nánari upplýsingar um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér.
Neytendur Tengdar fréttir Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19