Sekt Securitas lækkuð um 40 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2017 12:38 Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas. vísir/Pjetur Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um fjörutíu milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins og fyrir að hafa veitt Samkeppniseftirlitnu ófullnægjandi upplýsingar við rannsókn málsins. Þetta er niðurstaða endurupptöku eftirlitsins á máli fyrirtækisins.Árið 2014 sektaði Samkeppniseftirlitið Securitas um áttatíu milljónir en var það mat eftirlitsins að einkakaupasamningar Securitas með binditíma til þriggja ára með ákvæðum sem skapa aukna tryggð viðskiptavina við fyrirtækið var ólögmæt að mati eftirlitsins sem birti ákvörðun sína í dag. Securitas gerði samninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn, en samningarnir fólu í sér að viðskiptavinunum var óheimilt að eiga viðskipti við aðra þjónustuaðila um nokkurra ára skeið. Var þessi niðurstaða kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var óskað eftir endurupptöku málsins. Lagði Securitas fram ný gögn sem lágu ekki fyrir þegar Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun sína. Féllst eftirlitið á endurupptöku málsins og er því nú lokið með sátt á milli Securitas og Samkeppniseftirlitsins. Securitas fellst á að hafa með þessum samningum gengið gegn samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Jafnframt mun Securitas ráðast í aðgerðir til þess að tryggja að samningar þeirra við viðskiptavini hindri ekki samkeppni. Mun Securitas meðal annars endurskoða alla viðskiptasamninga fyrirtækisins. Þá hefur Securitas fallist á að upplýsingagjöf fyrirtæksins við fyrri rannsókn hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem upplýsingaskylduákvæði samkeppnislaga leggur á fyrirtæki. Vegna þessa brota greiðir Securitas samtals 40 milljónir króna en nánari upplýsingar um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér. Neytendur Tengdar fréttir Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um fjörutíu milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins og fyrir að hafa veitt Samkeppniseftirlitnu ófullnægjandi upplýsingar við rannsókn málsins. Þetta er niðurstaða endurupptöku eftirlitsins á máli fyrirtækisins.Árið 2014 sektaði Samkeppniseftirlitið Securitas um áttatíu milljónir en var það mat eftirlitsins að einkakaupasamningar Securitas með binditíma til þriggja ára með ákvæðum sem skapa aukna tryggð viðskiptavina við fyrirtækið var ólögmæt að mati eftirlitsins sem birti ákvörðun sína í dag. Securitas gerði samninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn, en samningarnir fólu í sér að viðskiptavinunum var óheimilt að eiga viðskipti við aðra þjónustuaðila um nokkurra ára skeið. Var þessi niðurstaða kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var óskað eftir endurupptöku málsins. Lagði Securitas fram ný gögn sem lágu ekki fyrir þegar Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun sína. Féllst eftirlitið á endurupptöku málsins og er því nú lokið með sátt á milli Securitas og Samkeppniseftirlitsins. Securitas fellst á að hafa með þessum samningum gengið gegn samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Jafnframt mun Securitas ráðast í aðgerðir til þess að tryggja að samningar þeirra við viðskiptavini hindri ekki samkeppni. Mun Securitas meðal annars endurskoða alla viðskiptasamninga fyrirtækisins. Þá hefur Securitas fallist á að upplýsingagjöf fyrirtæksins við fyrri rannsókn hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem upplýsingaskylduákvæði samkeppnislaga leggur á fyrirtæki. Vegna þessa brota greiðir Securitas samtals 40 milljónir króna en nánari upplýsingar um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér.
Neytendur Tengdar fréttir Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19