Aron Örn Stefánsson bætti árangur sinn í 50 metra skriðsundi um sjö hundraðshluta úr sekúndu þegar hann synti í undanrásum á EM í 25 metra laug í Kaupmannahöfn í morgun. Aron synti á 22,47 sekúndum.
Auk þess að bæta sinn besta tíma færðist Aron nær Íslandsmeti Árna Más Árnasonar sem er 22,29 sekúndur.
Þessi tími dugði Aroni þó ekki til að komast í undanúrslitin. Hann endaði í 62. sæti af 79 keppendum. Aron keppir í sinni bestu grein, 100 metra skriðsundi, á morgun.
Kristinn Þórarinsson keppti í 200 metra fjórsundi í morgun. Hann synti á 2:01,95 og varð í 41. sæti af 51 keppenda.
Aron Örn færðist nær Íslandsmetinu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn


Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn



Fleiri fréttir
