Bandaríkin saka Írana um að útvega Hútum vopn Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2017 22:32 Nikki Haley á blaðamannafundinum í kvöld. Vísir/AFP Bandaríkin opinberuðu í dag hluta eldflauga sem Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði vera sönnun þess að Íranar útveguðu Hútum í Jemen vopn. Það væri bersýnilegt brot gegn kjarnorkusáttmálanum svokallaða og það væri einnig brot á ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Annarri eldflauginni var skotið á loft frá Jemen í nóvember og á alþjóðlegan flugvöll í Sádi-Arabíu. Bandaríkin sýndu einnig hluta dróna og and-skriðdrekavopns sem Sádar eiga að hafa fundið í Jemen.Íranar neita því að útvega Hútum vopn og segja hinar meintu sannanir vera tilbúnar. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran sendi einnig frá sér tíst nú í kvöld þar sem hann birti mynd af Haley við hlið mynd af Colin Powell frá árinu 2003. Powell, sem var þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem hann staðhæfði að Bandaríkin vissu til þess að stjórnvöld Saddam Hussein byggju yfir efnavopnum í Írak. Skömmu seinna gerðu Bandaríkin innrás í Írak þar sem engin efnavopn fundust. Seinna kom í ljós að Írakar höfðu ekki framleitt efnavopn.When I was based at the UN, I saw this show and what it begat... pic.twitter.com/2sAsMB6o4m — Javad Zarif (@JZarif) December 14, 2017 Bandaríkin geta ekki sagt með vissu hvenær umrædd vopn voru flutt til Jemen og þar af leiðandi til Húta. Sömuleiðis er ekki vitað hvenær þeim var beitt. Haley sagðist þó fullviss um að vopnin hefðu komið frá Íran. „Þau voru framleidd í Íran, send frá Íran og gefin af Írönum,“ sagði Haley á blaðamannafundi í kvöld. Fyrir rúmum tveimur árum hófu Hútar uppreisn gegn stjórnvöldum Jemen. Sádar, Sameinuðu Arabísku furstadæmin og önnur ríki hafa stutt stjórnvöld Jemen og Íranar hafa verið sakaðir um að styðja Húta. Hailey sagði í kvöld að sýning hennar væri liður í áætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að mynda bandalag til að berjast gegn auknum áhrifum Íran í Mið-Austurlöndum. Meðal þess sem Bandaríkin segja að sanni að vopnin komi frá Íran eru merki þarlendra vopnaframleiðenda og hönnun vopnanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30 Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10 Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Bandaríkin opinberuðu í dag hluta eldflauga sem Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði vera sönnun þess að Íranar útveguðu Hútum í Jemen vopn. Það væri bersýnilegt brot gegn kjarnorkusáttmálanum svokallaða og það væri einnig brot á ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Annarri eldflauginni var skotið á loft frá Jemen í nóvember og á alþjóðlegan flugvöll í Sádi-Arabíu. Bandaríkin sýndu einnig hluta dróna og and-skriðdrekavopns sem Sádar eiga að hafa fundið í Jemen.Íranar neita því að útvega Hútum vopn og segja hinar meintu sannanir vera tilbúnar. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran sendi einnig frá sér tíst nú í kvöld þar sem hann birti mynd af Haley við hlið mynd af Colin Powell frá árinu 2003. Powell, sem var þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem hann staðhæfði að Bandaríkin vissu til þess að stjórnvöld Saddam Hussein byggju yfir efnavopnum í Írak. Skömmu seinna gerðu Bandaríkin innrás í Írak þar sem engin efnavopn fundust. Seinna kom í ljós að Írakar höfðu ekki framleitt efnavopn.When I was based at the UN, I saw this show and what it begat... pic.twitter.com/2sAsMB6o4m — Javad Zarif (@JZarif) December 14, 2017 Bandaríkin geta ekki sagt með vissu hvenær umrædd vopn voru flutt til Jemen og þar af leiðandi til Húta. Sömuleiðis er ekki vitað hvenær þeim var beitt. Haley sagðist þó fullviss um að vopnin hefðu komið frá Íran. „Þau voru framleidd í Íran, send frá Íran og gefin af Írönum,“ sagði Haley á blaðamannafundi í kvöld. Fyrir rúmum tveimur árum hófu Hútar uppreisn gegn stjórnvöldum Jemen. Sádar, Sameinuðu Arabísku furstadæmin og önnur ríki hafa stutt stjórnvöld Jemen og Íranar hafa verið sakaðir um að styðja Húta. Hailey sagði í kvöld að sýning hennar væri liður í áætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að mynda bandalag til að berjast gegn auknum áhrifum Íran í Mið-Austurlöndum. Meðal þess sem Bandaríkin segja að sanni að vopnin komi frá Íran eru merki þarlendra vopnaframleiðenda og hönnun vopnanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30 Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10 Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30
Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10
Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18
Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00
Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22