„Þetta er kerfisstjórn“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2017 20:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að „pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. Þetta sagði hann í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra nú í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina ekki vera ríkisstjórn stórra ákvarðana og sömuleiðis sé hún ekki umbótastjórn. „Þetta er kerfisstjórn,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. „En réttlætingin er sú að kalla þetta stöðugleikastjórn sem vilji ekki takast á við stór pólitísk álitamál. Hún ætlar að útdeila peningum í núverandi kerfi og láta svo kerfið um að stjórna.“ Sigmundur byrjaði ræðu sína á því að hrósa Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sérstaklega fyrir að hafa unnið mikið þrekvirki. Henni hafi tekist að beygja bakland eigin flokks til að starfa með Sjálfstæðisflokknum og það væri mikið þrekvirki. Þá notaði hann tækifærið einnig til þess að skjóta á sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn. „Það er óþarfi að hrósa ráðherranum sérstaklega fyrir að ná þriðja flokknum með enda hafði hann, eins og ráðherrann vissi, auglýst sig á brunaútsölu frá því eftir þar síðustu kosningar.“ Þá sagði hann að Framsóknarflokkurinn virtist ekki hafa fengið nein af sínum sérstöku kosningamálum inn í stjórnarsáttmálann. Sömu sögu væri að segja af Sjálfstæðisflokknum.Sendi Sigurði og Bjarna tóninn Sigmundur sagði þá Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson, formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, telja sjálfa sig best fallna til þess að tryggja pólitískan stöðugleika hér á landi. Þrátt fyrir að þeir hefðu áður setið í ríkisstjórn með þrettán þingmanna meirihluta og gefist upp á henni. „Stjórn sem hafði skilað mesta og hraðasta efnahagslega viðsnúningi sem sést hefur. Stjórn sem var að vinna að gríðarlega stórum hagsmunamálum þjóðarinnar. Þegar þeir gáfust upp.“ Þar var Sigmundur að rifja upp þegar ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var slitið í kjölfar þess að í ljós kom að fjölskylda Sigmundar, sem þá var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, átti eigur í skattaskjóli. „Við skulum rifja upp fyrir hverjum þeir félagar gáfust upp. Þeir gáfust upp fyrir nákvæmlega sömu vinstri græningjum og þeir liggja nú flatir fyrir í stjórnarsamstarfi.“Það þarf að róa Sigmundur sagði einnig að á næstunni myndum við eflaust „heyra áframhaldandi frasaflóð til að réttlæta tilvist þessarar ríkisstjórnar“. Stjórnmál ættu þó ekki bara að snúast um að segja hluti sem hljómi vel og eftirláta kerfi rekstur samfélagsins. Stjórnmál snerust um að stjórna. „Að þora að taka ákvarðanir, leggja sig undir og taka afleiðingunum og gera þetta allt sem fulltrúi kjósenda en ekki sem eigandi vinstrafylgis eða hægrafylgis. Það dugar ekki að sitja bara kyrr til að forðast að rugga bátnum. Það þarf líka að róa. Það þarf að taka ákvarðanir.“ Að lokum óskaði Sigmundur ríkisstjórninni velfarnaðar í því að taka stórar ákvarðanir sem nýtast munu samfélaginu vel og að taka leiðsögn og ábendingum um hvernig gera mætti hlutina betur. Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína. 14. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15 „Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að „pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. Þetta sagði hann í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra nú í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina ekki vera ríkisstjórn stórra ákvarðana og sömuleiðis sé hún ekki umbótastjórn. „Þetta er kerfisstjórn,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. „En réttlætingin er sú að kalla þetta stöðugleikastjórn sem vilji ekki takast á við stór pólitísk álitamál. Hún ætlar að útdeila peningum í núverandi kerfi og láta svo kerfið um að stjórna.“ Sigmundur byrjaði ræðu sína á því að hrósa Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sérstaklega fyrir að hafa unnið mikið þrekvirki. Henni hafi tekist að beygja bakland eigin flokks til að starfa með Sjálfstæðisflokknum og það væri mikið þrekvirki. Þá notaði hann tækifærið einnig til þess að skjóta á sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn. „Það er óþarfi að hrósa ráðherranum sérstaklega fyrir að ná þriðja flokknum með enda hafði hann, eins og ráðherrann vissi, auglýst sig á brunaútsölu frá því eftir þar síðustu kosningar.“ Þá sagði hann að Framsóknarflokkurinn virtist ekki hafa fengið nein af sínum sérstöku kosningamálum inn í stjórnarsáttmálann. Sömu sögu væri að segja af Sjálfstæðisflokknum.Sendi Sigurði og Bjarna tóninn Sigmundur sagði þá Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson, formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, telja sjálfa sig best fallna til þess að tryggja pólitískan stöðugleika hér á landi. Þrátt fyrir að þeir hefðu áður setið í ríkisstjórn með þrettán þingmanna meirihluta og gefist upp á henni. „Stjórn sem hafði skilað mesta og hraðasta efnahagslega viðsnúningi sem sést hefur. Stjórn sem var að vinna að gríðarlega stórum hagsmunamálum þjóðarinnar. Þegar þeir gáfust upp.“ Þar var Sigmundur að rifja upp þegar ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var slitið í kjölfar þess að í ljós kom að fjölskylda Sigmundar, sem þá var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, átti eigur í skattaskjóli. „Við skulum rifja upp fyrir hverjum þeir félagar gáfust upp. Þeir gáfust upp fyrir nákvæmlega sömu vinstri græningjum og þeir liggja nú flatir fyrir í stjórnarsamstarfi.“Það þarf að róa Sigmundur sagði einnig að á næstunni myndum við eflaust „heyra áframhaldandi frasaflóð til að réttlæta tilvist þessarar ríkisstjórnar“. Stjórnmál ættu þó ekki bara að snúast um að segja hluti sem hljómi vel og eftirláta kerfi rekstur samfélagsins. Stjórnmál snerust um að stjórna. „Að þora að taka ákvarðanir, leggja sig undir og taka afleiðingunum og gera þetta allt sem fulltrúi kjósenda en ekki sem eigandi vinstrafylgis eða hægrafylgis. Það dugar ekki að sitja bara kyrr til að forðast að rugga bátnum. Það þarf líka að róa. Það þarf að taka ákvarðanir.“ Að lokum óskaði Sigmundur ríkisstjórninni velfarnaðar í því að taka stórar ákvarðanir sem nýtast munu samfélaginu vel og að taka leiðsögn og ábendingum um hvernig gera mætti hlutina betur.
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína. 14. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15 „Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína. 14. desember 2017 19:00
Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15
„Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00