Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2017 20:15 Formaður Samfylkingarinnar segir það sorglegt að Bjarni Benediktsson taki við fjármálaráðuneytinu á ný Vísir/Hann Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. Þá segir hann nauðsynlegt að bæta strax kjör fátækra barna á Íslandi og að sorglegt sé að Bjarni Benediktsson taki við fjármálaráðuneytinu á ný. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Loga í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. „Þau eru fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald í málum sem þarfnast umbóta: Um ónýtan gjaldmiðil, háa vexti, óréttlæti í sjávarútvegi, einokun í landbúnaði og úrelta stjórnarskrá,“ sagði Logi um hina títtræddu breidd ríkisstjórnarsamstarfsins. „Viðhorf þeirra til sameiginlegra auðlinda almennings er svo kórónað í stjórnarsáttmálanum, með leyfi forseta: „Eftir því sem fiskeldinu vex fiskur um hrygg þarf að ræða framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku vegna leyfisveitinga.“ Það á sem sagt að gefa takmarkaðar auðlindir.” Hann sagði jafnframt að traustið sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vill endurheimta sé best að endurheimta með baráttu gegn þeirri spilling, leyndarhyggju og frændhygli sem hafi orðið tveimur síðustu ríkisstjórnum að falli. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Loga í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. „Það hyggjast Vinstri græn gera með því að leiða aðal leikarana úr tveimur síðustu harmleikjum á sviðið á ný; meira eða minna í sömu hlutverkum.“Dapurlegt að treysta Sigríði fyrir málefnum flóttamanna Hann segir ekki trúverðugt að fela Bjarna Benediktssyni endurskipulagningu bankanna og þá segir hann einnig vonbrigði að Sigríður Andersen skuli leidd aftur til valda. Hann segir hana hafa tekið flokk sinn fram yfir almenning í málum er varða uppreist æru. „Dapurlegt að treysta henni fyrir málefnum flóttamanna,” sagði Logi. „Nei herra forseti, þetta samstarf mun ekki endurreisa traust á íslenskum stjórnmálum en líklega hitti hæstvirtur forsætisráðherra þó naglann á höfuðið þegar hún sagði í ræðunni að „þetta væri svolítið óvenjuleg nálgun“.“ Þá gerði Logi samtakamátt kvenna að umræðuefni sínu, rétt eins og forsætisráðherra. „Hann teiknar upp skýra og afar ógeðfellda mynd af árþúsunda gamalli karlamenningu sem stendur í veginum fyrir jafnrétti kynjanna. Það er auðvitað nauðsynlegt að ráðast í stórsókn gegn kynbundnu ofbeldi, en ekki síður kerfislægri niðurlægingu, mismunun og ókurteisi gegn konum, sem eitra allt daglegt líf, jafnvel án þess að við karlar gerum okkur fyllilega grein fyrir því,” sagði Logi sem ítrekaði að ekki mætti gleyma því að mörg erfiðustu og mikilvægustu störf samfélagsins, sem nær eingöngu eru unnin af konum, eru láglaunastörf. „Nægir að nefna fiskvinnslu- og ræstingakonur, sjúkraliða, kennara. Þetta er því miður engin tilviljun, heldur karlægt gildismat og afar skýr birtingarmynd kynjamisréttis og ójöfnuðar í samfélaginu. Og á þessu fordæmalitla hagvaxtarskeiði ætti baráttan fyrir jafnrétti kynjanna, og gegn misskiptingu einmitt að vera megin viðfangsefni stjórnvalda.”Ríkisstjórnin ætli að setjast í sófann og éta úr ísskápnum Þá sagði hann að á toppi hagsveiflu sé besti tíminn til að auka tekjur og jafna kjörin. „Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að setjast í sófann, éta úr ísskápnum og hirða ekki um að fara út og draga björg í bú. Líklega nóg til að þeirra mati. Afleiðingum þess er velt yfir á næstu ríkisstjórn. Hækkun skatts á fjármagnstekjur mun litlu sem engu skila vegna nýrrar reiknireglu. Lækka á neðra þrep tekjuskatts, sem færir þeim tekjuhæstu þrefalt meira í vasann en öðrum á lágmarkslaunum. Fólki sem getur með engu móti náð endum saman.” Hann sagði að hægt sé að hefjast strax handa til að bæta hag fátækra barna í stað þess að gera úttekt á kjörum tekjulægstu hópa í samfélaginu, líkt og segir í stjórnarsáttmálanum. „Við vitum nákvæmlega hvar skórinn kreppir og þekkjum vel leiðir til að losa um hann. Hækka þarf barna- og vaxtabætur, ásamt grunnlífeyri aldraðra og öryrkja. Lítið er minnst á þetta í stjórnarsáttmálanum og engar hækkanir í fjárlögum. Sama á við um innflytjendur og fólk á flótta. Umfram allt verður að ráðast í stórátak í húsnæðismálum. Því miður snýr umfjöllun ríkisstjórnarinnar helst að því að þrengja lánsmöguleika ungs fólks.“ Hann sagði að rétt sé hjá forsætisráðherra að Íslendingar eigi að gleðjast yfir því sem vel gengur en að daglega birtist óhuggulegar andstæður á Íslandi. „Eldri hjón sitja fyrir framan arineld í rándýru einbýlishúsi og skrifa jólakort meðan gömul kona hýrist í kjallaraholu og veltir því fyrir sér hvort hún eigi að greiða rafmagnsreikninginn eða sækja sér læknishjálpar. Miðaldra kall sankar að sér íbúðum til að leigja á gróðavæddum skortmarkaði, meðan annar heldur upp á fimmtugsafmælið sitt í húsbíl í Laugardal og vonar að nóttin verði ekki köld. Útsjónasamur auðkýfingur andar léttar í lok dags eftir að hafa komið peningunum sínum fyrir á Panama en lítill strákur fær ekki bestu mögulegu lyf vegna þess að það vantar tugi milljarða af týndu fé í samneysluna. Ung fjölskylda, með börn, situr í þotu á leið til Þýskalands í aðventuferð. Fáum sætum aftar er ungur maður, veik ófrísk kona og lítið barn þeirra á leið burt úr öryggi, út í óvissuna, vegna þess að Ísland hafði ekki tök á því að veita þeim skjól. Lítill strákur fer að sofa á Þorláksmessukvöldi, fullur tilhlökkunar. Hann er sannfærður um að Kertasníkir verður rausnarlegur morguninn eftir og vonast svo eftir leikjatölvu í jólagjöf. Bekkjarfélagi hans skríður upp í rúmið sitt á sama tíma, veit að hann fær ekkert í skóinn og sofnar með kvíðatilfinningu vegna jólanna.“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. Þá segir hann nauðsynlegt að bæta strax kjör fátækra barna á Íslandi og að sorglegt sé að Bjarni Benediktsson taki við fjármálaráðuneytinu á ný. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Loga í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. „Þau eru fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald í málum sem þarfnast umbóta: Um ónýtan gjaldmiðil, háa vexti, óréttlæti í sjávarútvegi, einokun í landbúnaði og úrelta stjórnarskrá,“ sagði Logi um hina títtræddu breidd ríkisstjórnarsamstarfsins. „Viðhorf þeirra til sameiginlegra auðlinda almennings er svo kórónað í stjórnarsáttmálanum, með leyfi forseta: „Eftir því sem fiskeldinu vex fiskur um hrygg þarf að ræða framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku vegna leyfisveitinga.“ Það á sem sagt að gefa takmarkaðar auðlindir.” Hann sagði jafnframt að traustið sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vill endurheimta sé best að endurheimta með baráttu gegn þeirri spilling, leyndarhyggju og frændhygli sem hafi orðið tveimur síðustu ríkisstjórnum að falli. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Loga í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. „Það hyggjast Vinstri græn gera með því að leiða aðal leikarana úr tveimur síðustu harmleikjum á sviðið á ný; meira eða minna í sömu hlutverkum.“Dapurlegt að treysta Sigríði fyrir málefnum flóttamanna Hann segir ekki trúverðugt að fela Bjarna Benediktssyni endurskipulagningu bankanna og þá segir hann einnig vonbrigði að Sigríður Andersen skuli leidd aftur til valda. Hann segir hana hafa tekið flokk sinn fram yfir almenning í málum er varða uppreist æru. „Dapurlegt að treysta henni fyrir málefnum flóttamanna,” sagði Logi. „Nei herra forseti, þetta samstarf mun ekki endurreisa traust á íslenskum stjórnmálum en líklega hitti hæstvirtur forsætisráðherra þó naglann á höfuðið þegar hún sagði í ræðunni að „þetta væri svolítið óvenjuleg nálgun“.“ Þá gerði Logi samtakamátt kvenna að umræðuefni sínu, rétt eins og forsætisráðherra. „Hann teiknar upp skýra og afar ógeðfellda mynd af árþúsunda gamalli karlamenningu sem stendur í veginum fyrir jafnrétti kynjanna. Það er auðvitað nauðsynlegt að ráðast í stórsókn gegn kynbundnu ofbeldi, en ekki síður kerfislægri niðurlægingu, mismunun og ókurteisi gegn konum, sem eitra allt daglegt líf, jafnvel án þess að við karlar gerum okkur fyllilega grein fyrir því,” sagði Logi sem ítrekaði að ekki mætti gleyma því að mörg erfiðustu og mikilvægustu störf samfélagsins, sem nær eingöngu eru unnin af konum, eru láglaunastörf. „Nægir að nefna fiskvinnslu- og ræstingakonur, sjúkraliða, kennara. Þetta er því miður engin tilviljun, heldur karlægt gildismat og afar skýr birtingarmynd kynjamisréttis og ójöfnuðar í samfélaginu. Og á þessu fordæmalitla hagvaxtarskeiði ætti baráttan fyrir jafnrétti kynjanna, og gegn misskiptingu einmitt að vera megin viðfangsefni stjórnvalda.”Ríkisstjórnin ætli að setjast í sófann og éta úr ísskápnum Þá sagði hann að á toppi hagsveiflu sé besti tíminn til að auka tekjur og jafna kjörin. „Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að setjast í sófann, éta úr ísskápnum og hirða ekki um að fara út og draga björg í bú. Líklega nóg til að þeirra mati. Afleiðingum þess er velt yfir á næstu ríkisstjórn. Hækkun skatts á fjármagnstekjur mun litlu sem engu skila vegna nýrrar reiknireglu. Lækka á neðra þrep tekjuskatts, sem færir þeim tekjuhæstu þrefalt meira í vasann en öðrum á lágmarkslaunum. Fólki sem getur með engu móti náð endum saman.” Hann sagði að hægt sé að hefjast strax handa til að bæta hag fátækra barna í stað þess að gera úttekt á kjörum tekjulægstu hópa í samfélaginu, líkt og segir í stjórnarsáttmálanum. „Við vitum nákvæmlega hvar skórinn kreppir og þekkjum vel leiðir til að losa um hann. Hækka þarf barna- og vaxtabætur, ásamt grunnlífeyri aldraðra og öryrkja. Lítið er minnst á þetta í stjórnarsáttmálanum og engar hækkanir í fjárlögum. Sama á við um innflytjendur og fólk á flótta. Umfram allt verður að ráðast í stórátak í húsnæðismálum. Því miður snýr umfjöllun ríkisstjórnarinnar helst að því að þrengja lánsmöguleika ungs fólks.“ Hann sagði að rétt sé hjá forsætisráðherra að Íslendingar eigi að gleðjast yfir því sem vel gengur en að daglega birtist óhuggulegar andstæður á Íslandi. „Eldri hjón sitja fyrir framan arineld í rándýru einbýlishúsi og skrifa jólakort meðan gömul kona hýrist í kjallaraholu og veltir því fyrir sér hvort hún eigi að greiða rafmagnsreikninginn eða sækja sér læknishjálpar. Miðaldra kall sankar að sér íbúðum til að leigja á gróðavæddum skortmarkaði, meðan annar heldur upp á fimmtugsafmælið sitt í húsbíl í Laugardal og vonar að nóttin verði ekki köld. Útsjónasamur auðkýfingur andar léttar í lok dags eftir að hafa komið peningunum sínum fyrir á Panama en lítill strákur fær ekki bestu mögulegu lyf vegna þess að það vantar tugi milljarða af týndu fé í samneysluna. Ung fjölskylda, með börn, situr í þotu á leið til Þýskalands í aðventuferð. Fáum sætum aftar er ungur maður, veik ófrísk kona og lítið barn þeirra á leið burt úr öryggi, út í óvissuna, vegna þess að Ísland hafði ekki tök á því að veita þeim skjól. Lítill strákur fer að sofa á Þorláksmessukvöldi, fullur tilhlökkunar. Hann er sannfærður um að Kertasníkir verður rausnarlegur morguninn eftir og vonast svo eftir leikjatölvu í jólagjöf. Bekkjarfélagi hans skríður upp í rúmið sitt á sama tíma, veit að hann fær ekkert í skóinn og sofnar með kvíðatilfinningu vegna jólanna.“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira