Forseti Íslands: Rétturinn til ágreinings undirstaða frjálsra þjóða Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2017 20:30 Forseti Íslands ítrekaði við þingsetningu í dag að rétturinn til ágreinings væri undirstaða frjálsra þjóða og þjóðþinga en hvatti þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu engu að síður til að virða skoðanir hver annars. Þjóðin ætti líka að standa saman um að segja hingað og ekki lengra varðandi kynferðisáreitni og ofbeldi. Tæpar tólf vikur eru liðnar frá því þingi var frestað rétt upp úr miðnætti hinn 26. september eftir að Björt framtíð hafi sprengt ríkisstjórnina aðfaranótt 15 september. Og í dag tæpum sjö vikum eftir kosningar var Alþingi tilbúið til að hefja störf að nýju. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti Alþingi í dag venju samkvæmt. En að loknu ávarpi hans til þingmanna var forseti Alþingis kjörinn og kosið í nefndir þingsins. „Fulltrúaþingið þarf eftir föngum að endurspegla fjölbreytni samfélagsins og þingmenn þurfa að takast á með rökum strauma og stefnur. Leiðir til framfara. Rétturinn til ágreinings og ósættis er í raun undirstaða frjálsra samfélaga, frjálsra þjóðþinga,“ sagði Guðni meðal annars í ávarpi sínu. Hins vegar sagði forsetinn ýmsa óttast nú á tímum internetsins að sífellt fleiri festust í viðjum fordóma og falskra frétta. Þótt flestir nýttu samfélagsmiðla sómasamlega kynnu sumir sér ekki hóf. „En ég trúi því og treysti að sú sé raunin hér á Íslandi, hér í þingsal, að við viljum ekki kalla alla sem eru okkur ósammála illmenni. Að við viljum hlusta á fólk og meta skoðanir þess, frekar en að tortryggja þá sem hafa skipað sér í annan flokk og gefa okkur fyrir fram að úr þeirri áttinni sé einskis góðs að vænta,“ sagði forsetinn. Guðni gerði „metoo“ átakið að umtalsefni. Íslendingar hefðu oft nýtt mátt samstöðunnar til að mynda þegar náttúruhamfarir herjuðu á landið og gætu nýtt samtakamáttinn á öllum sviðum. Flokkadrættir ættu ekki við í baráttunni gegn kynferðisáreitni og ofbeldi. „Þrátt fyrir allt okkar ósætti, allar okkar ólíku hugsjónir, skulum við standa saman um grundvöll okkar samfélags. Réttarríki og mannréttindi. Víðsýni, umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi. Samkennd og samúð, jafnrétti, velferð og vernd allra gegn hvers kyns ofríki og aðkasti,“ sagði Guðni og endaði á því að biðja aðalþingmenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum. „Heill forseta vorum og fósturjörð, Íslandi lifi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eins og hefðin býður við þetta tilefni og stýrði síðan fjórföldu húrrahrópi þingmanna.Öryrkjar minntu á sig með Skerðingarspilinu Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands ásamt hópi félagsmanna bandalagsins afhenti þingflokksformönnum á Alþingi í dag sextíu og þrjú eintök að sérstöku borðspili þar sem öryrkjar geta aldrei unnið. Spilið minnir um margt á Matador og spilaði hópur öryrkja spilið á Austurvelli á meðan þingsetningin fór fram. Spilið er kallað “Skerðingarspilið” sem segir mikið um hug öryrkja til aðgerða stjórnvalda. „Það versta sem gerist er að þú lendir ekki bara í fangelsi, þú lendir í fátækragildrunni. Þaðan kemstu illmögulega aftur,“ sagði Þuríður Harpa þegar hún afhenti Skerðingarspilið á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar Sjá meira
Forseti Íslands ítrekaði við þingsetningu í dag að rétturinn til ágreinings væri undirstaða frjálsra þjóða og þjóðþinga en hvatti þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu engu að síður til að virða skoðanir hver annars. Þjóðin ætti líka að standa saman um að segja hingað og ekki lengra varðandi kynferðisáreitni og ofbeldi. Tæpar tólf vikur eru liðnar frá því þingi var frestað rétt upp úr miðnætti hinn 26. september eftir að Björt framtíð hafi sprengt ríkisstjórnina aðfaranótt 15 september. Og í dag tæpum sjö vikum eftir kosningar var Alþingi tilbúið til að hefja störf að nýju. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti Alþingi í dag venju samkvæmt. En að loknu ávarpi hans til þingmanna var forseti Alþingis kjörinn og kosið í nefndir þingsins. „Fulltrúaþingið þarf eftir föngum að endurspegla fjölbreytni samfélagsins og þingmenn þurfa að takast á með rökum strauma og stefnur. Leiðir til framfara. Rétturinn til ágreinings og ósættis er í raun undirstaða frjálsra samfélaga, frjálsra þjóðþinga,“ sagði Guðni meðal annars í ávarpi sínu. Hins vegar sagði forsetinn ýmsa óttast nú á tímum internetsins að sífellt fleiri festust í viðjum fordóma og falskra frétta. Þótt flestir nýttu samfélagsmiðla sómasamlega kynnu sumir sér ekki hóf. „En ég trúi því og treysti að sú sé raunin hér á Íslandi, hér í þingsal, að við viljum ekki kalla alla sem eru okkur ósammála illmenni. Að við viljum hlusta á fólk og meta skoðanir þess, frekar en að tortryggja þá sem hafa skipað sér í annan flokk og gefa okkur fyrir fram að úr þeirri áttinni sé einskis góðs að vænta,“ sagði forsetinn. Guðni gerði „metoo“ átakið að umtalsefni. Íslendingar hefðu oft nýtt mátt samstöðunnar til að mynda þegar náttúruhamfarir herjuðu á landið og gætu nýtt samtakamáttinn á öllum sviðum. Flokkadrættir ættu ekki við í baráttunni gegn kynferðisáreitni og ofbeldi. „Þrátt fyrir allt okkar ósætti, allar okkar ólíku hugsjónir, skulum við standa saman um grundvöll okkar samfélags. Réttarríki og mannréttindi. Víðsýni, umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi. Samkennd og samúð, jafnrétti, velferð og vernd allra gegn hvers kyns ofríki og aðkasti,“ sagði Guðni og endaði á því að biðja aðalþingmenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum. „Heill forseta vorum og fósturjörð, Íslandi lifi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eins og hefðin býður við þetta tilefni og stýrði síðan fjórföldu húrrahrópi þingmanna.Öryrkjar minntu á sig með Skerðingarspilinu Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands ásamt hópi félagsmanna bandalagsins afhenti þingflokksformönnum á Alþingi í dag sextíu og þrjú eintök að sérstöku borðspili þar sem öryrkjar geta aldrei unnið. Spilið minnir um margt á Matador og spilaði hópur öryrkja spilið á Austurvelli á meðan þingsetningin fór fram. Spilið er kallað “Skerðingarspilið” sem segir mikið um hug öryrkja til aðgerða stjórnvalda. „Það versta sem gerist er að þú lendir ekki bara í fangelsi, þú lendir í fátækragildrunni. Þaðan kemstu illmögulega aftur,“ sagði Þuríður Harpa þegar hún afhenti Skerðingarspilið á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar Sjá meira