Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Birgittu Haukdal Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2017 20:30 Vinsældir Birgittu virðast aldrei dvína. Vísir / Skjáskot af timarit.is Það er ekki um það deilt, söngkonan Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir hefur verið ein skærasta stjarna Íslands síðan hún vakti lukku með hljómsveitinni Írafári í kringum aldamótin 2000. Greinilegt er að Írafár á enn dyggan aðdáendahóp því uppselt er á tuttugu ára afmælistónleika sveitarinnar í Hörpu 2. júní á næsta ári. Voru viðtökurnar við tónleikunum svo góðar að bætt var við öðrum tónleikum seinna sama kvöld. Lífið ákvað því að kíkja í minningakistuna og grafa upp hluti sem fólk er kannski búið að gleyma á farsælum ferli Birgittu. Birgitta var svo sannarlega stjarna morgundagsins.Vísir / Skjáskot af timarit.is 1. Byrjaði allt á Broadway Birgitta er frá Húsavík, fædd 28. júlí árið 1979. Hún tók þátt í tónlistarbylgjunni í kringum áramótin 2000 þar sem tónlistarmenn af landsbyggðinni gerðu allt vitlaust í poppsenunni. Birgitta vakti fyrsta athygli fyrir sönghæfileika sína í keppninni Stjörnur morgundagsins sem fór fram á Hótel Íslandi árið 1996, þá aðeins sautján ára gömul. Þar vakti hún mikla lukku og komst í undanúrslit, en meðal keppenda í hæfileikakeppninni voru Game Tíví-gúrúinn Ólafur Þór Jóelsson og söngkonan Soffía Sigríður Karlsdóttir. Í framhaldinu fékk Birgitta stór söngverkefni, til dæmis í ABBA-sýningu á Hótel Íslandi sem var gríðarlega vinsæl. Meðal annarra stjarna sem tóku þátt í því verkefni voru Jónsi í svörtum fötum og Eurovision-farinn Kristján Gíslason. Birgittu var oft líkt við Pocahontas.Vísir / Skjáskot af timarit.is 2. Flétturnar frægu Það má segja að árið 2003 hafi verið eitt það stærsta á ferli Birgittu. Hún var til að mynda valin söngkona ársins og kynþokkafyllsti popparinn á Hlustendaverðlaunum FM957 og poppstjarna ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þá var hún í öðru sæti í vali um kynþokkafyllstu konuna á RÁS2, á eftir sjónvarpskonunni, og nú aðstoðarkonu Bjarna Benediktssonar, Svanhildi Hólm. Reyndar var staðan í valinu eins árið 2004. Og svo má ekki gleyma því að Birgitta fór fyrir Íslands hönd í Eurovision þetta ár með lagið Open Your Heart, eða Segðu mér allt. Birgitta stóð sig með sóma í Riga í Lettlandi og endaði í áttunda sæti. Um þetta leyti var einnig skrifað mikið um tísku og fatasmekk Birgittu, og var hún meðal annars talin hafa haft þau áhrif að fléttur komust aftur í tísku. Hver man ekki eftir Birgittu dúkkunni?Vísir / Skjáskot af timarit.is 3. Siv, Jóhannes í Bónus eða Birgitta? Árið 2004 gerðist það svo að sérstök Birgittu dúkka, í Bratz-anda, var sett á markað. Dúkkan var framleidd í Kína og seld í Hagkaupum. Salan gekk ekki sem skyldi og fór dúkkan í massavís á útsölu tveimur árum seinna. Þá var verðið á dúkkunni fimm hundruð krónur en var upphaflega verðlögð á tæplega fjögur þúsund krónur. Þessa frammistöðu dúkkunar er hugsanlega hægt að rekja til þess að það var mál manna að Kínverjarnir hefðu staðið sig illa í að apa eftir andliti Birgittu. Töldu sumir á þessum tíma að dúkkan væri líkari Siv Friðleifsdóttur og Jóhannesi í Bónus en Birgittu sjálfri. Birgitta var sammála því að dúkkan líktist henni ekki, þó hún talaði eilítið undir rós í viðtali við DV í nóvember 2004. „Það er örugglega ekki einfalt að gera nákvæma eftirmynd af fólki,“ sagði hún. Auðvitað var Birgitta vinsælust á Íslendingabók eins og alls staðar annars staðar.Vísir / Skjáskot af timarit.is 4. Eftirsótt ætt Sama ár og Birgittu-dúkkan var sett á markað, árið 2004, gafst almenningi möguleiki á að fletta upp á Íslendingabók á netinu og rekja ættir sínar. Þvílík gleði.Skjáskot af timarit.is Vefsíðan vakti gríðarlega lukku og var mikið notuð. Margir notuðu síðuna til að kanna hvort þeir væru skyldir frægum Íslendingum og kemur kannski ekki á óvart að mest var leitað af skyldleika við Birgittu nokkra Haukdal, eins og sagt var frá í DV í apríl 2005. Næstir á eftir henni í röðinni voru Bubbi Morthens og Björgúlfur Guðmundsson. 5. Hannaði debetkortið sjálf Og út af því að frægðarsól Birgittu virtist bara rísa og rísa, var hún fengin á allar mögulegar og ómögulegar uppákomur til að kynna hinar ýmsu vörur og þjónustu fyrirtækja. Dæmi um þetta eru persónugerðu debetkortin, sem fyrir löngu eru gleymd og grafin. Þau voru þannig úr garði gerð að eigendur debetkorta gátu hannað kortin sjálfir með myndum úr eigin safni eða úr myndabanka. Kortin voru frumsýnd árið 2005 og hver fékk fyrsta kortið? Jú, Birgitta Haukdal. Tónlist Tengdar fréttir Birgitta er í skýjunum með viðbrögðin: „Gleðisprengja í hjartað“ Uppselt varð á afmælistónleika Írafárs næsta sumar og þurfti að bæta við aukatónleikum. 14. desember 2017 08:30 „Þetta á að vera mega Írafársupplifun“ Aðdáendur Írafárs geta nú tekið gleðidans því að hljómsveitin ætlar að koma aftur saman eftir 12 ára hlé. Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs, segir sveitina vera byrjaða að æfa og rifja upp gamla takta. 8. desember 2017 06:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30 5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Ásdísi Rán Þegar "femínistar“ mótmæltu fegurðarsamkeppni Ísdrottningarinnar. 4. desember 2017 19:30 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Það er ekki um það deilt, söngkonan Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir hefur verið ein skærasta stjarna Íslands síðan hún vakti lukku með hljómsveitinni Írafári í kringum aldamótin 2000. Greinilegt er að Írafár á enn dyggan aðdáendahóp því uppselt er á tuttugu ára afmælistónleika sveitarinnar í Hörpu 2. júní á næsta ári. Voru viðtökurnar við tónleikunum svo góðar að bætt var við öðrum tónleikum seinna sama kvöld. Lífið ákvað því að kíkja í minningakistuna og grafa upp hluti sem fólk er kannski búið að gleyma á farsælum ferli Birgittu. Birgitta var svo sannarlega stjarna morgundagsins.Vísir / Skjáskot af timarit.is 1. Byrjaði allt á Broadway Birgitta er frá Húsavík, fædd 28. júlí árið 1979. Hún tók þátt í tónlistarbylgjunni í kringum áramótin 2000 þar sem tónlistarmenn af landsbyggðinni gerðu allt vitlaust í poppsenunni. Birgitta vakti fyrsta athygli fyrir sönghæfileika sína í keppninni Stjörnur morgundagsins sem fór fram á Hótel Íslandi árið 1996, þá aðeins sautján ára gömul. Þar vakti hún mikla lukku og komst í undanúrslit, en meðal keppenda í hæfileikakeppninni voru Game Tíví-gúrúinn Ólafur Þór Jóelsson og söngkonan Soffía Sigríður Karlsdóttir. Í framhaldinu fékk Birgitta stór söngverkefni, til dæmis í ABBA-sýningu á Hótel Íslandi sem var gríðarlega vinsæl. Meðal annarra stjarna sem tóku þátt í því verkefni voru Jónsi í svörtum fötum og Eurovision-farinn Kristján Gíslason. Birgittu var oft líkt við Pocahontas.Vísir / Skjáskot af timarit.is 2. Flétturnar frægu Það má segja að árið 2003 hafi verið eitt það stærsta á ferli Birgittu. Hún var til að mynda valin söngkona ársins og kynþokkafyllsti popparinn á Hlustendaverðlaunum FM957 og poppstjarna ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þá var hún í öðru sæti í vali um kynþokkafyllstu konuna á RÁS2, á eftir sjónvarpskonunni, og nú aðstoðarkonu Bjarna Benediktssonar, Svanhildi Hólm. Reyndar var staðan í valinu eins árið 2004. Og svo má ekki gleyma því að Birgitta fór fyrir Íslands hönd í Eurovision þetta ár með lagið Open Your Heart, eða Segðu mér allt. Birgitta stóð sig með sóma í Riga í Lettlandi og endaði í áttunda sæti. Um þetta leyti var einnig skrifað mikið um tísku og fatasmekk Birgittu, og var hún meðal annars talin hafa haft þau áhrif að fléttur komust aftur í tísku. Hver man ekki eftir Birgittu dúkkunni?Vísir / Skjáskot af timarit.is 3. Siv, Jóhannes í Bónus eða Birgitta? Árið 2004 gerðist það svo að sérstök Birgittu dúkka, í Bratz-anda, var sett á markað. Dúkkan var framleidd í Kína og seld í Hagkaupum. Salan gekk ekki sem skyldi og fór dúkkan í massavís á útsölu tveimur árum seinna. Þá var verðið á dúkkunni fimm hundruð krónur en var upphaflega verðlögð á tæplega fjögur þúsund krónur. Þessa frammistöðu dúkkunar er hugsanlega hægt að rekja til þess að það var mál manna að Kínverjarnir hefðu staðið sig illa í að apa eftir andliti Birgittu. Töldu sumir á þessum tíma að dúkkan væri líkari Siv Friðleifsdóttur og Jóhannesi í Bónus en Birgittu sjálfri. Birgitta var sammála því að dúkkan líktist henni ekki, þó hún talaði eilítið undir rós í viðtali við DV í nóvember 2004. „Það er örugglega ekki einfalt að gera nákvæma eftirmynd af fólki,“ sagði hún. Auðvitað var Birgitta vinsælust á Íslendingabók eins og alls staðar annars staðar.Vísir / Skjáskot af timarit.is 4. Eftirsótt ætt Sama ár og Birgittu-dúkkan var sett á markað, árið 2004, gafst almenningi möguleiki á að fletta upp á Íslendingabók á netinu og rekja ættir sínar. Þvílík gleði.Skjáskot af timarit.is Vefsíðan vakti gríðarlega lukku og var mikið notuð. Margir notuðu síðuna til að kanna hvort þeir væru skyldir frægum Íslendingum og kemur kannski ekki á óvart að mest var leitað af skyldleika við Birgittu nokkra Haukdal, eins og sagt var frá í DV í apríl 2005. Næstir á eftir henni í röðinni voru Bubbi Morthens og Björgúlfur Guðmundsson. 5. Hannaði debetkortið sjálf Og út af því að frægðarsól Birgittu virtist bara rísa og rísa, var hún fengin á allar mögulegar og ómögulegar uppákomur til að kynna hinar ýmsu vörur og þjónustu fyrirtækja. Dæmi um þetta eru persónugerðu debetkortin, sem fyrir löngu eru gleymd og grafin. Þau voru þannig úr garði gerð að eigendur debetkorta gátu hannað kortin sjálfir með myndum úr eigin safni eða úr myndabanka. Kortin voru frumsýnd árið 2005 og hver fékk fyrsta kortið? Jú, Birgitta Haukdal.
Tónlist Tengdar fréttir Birgitta er í skýjunum með viðbrögðin: „Gleðisprengja í hjartað“ Uppselt varð á afmælistónleika Írafárs næsta sumar og þurfti að bæta við aukatónleikum. 14. desember 2017 08:30 „Þetta á að vera mega Írafársupplifun“ Aðdáendur Írafárs geta nú tekið gleðidans því að hljómsveitin ætlar að koma aftur saman eftir 12 ára hlé. Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs, segir sveitina vera byrjaða að æfa og rifja upp gamla takta. 8. desember 2017 06:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30 5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Ásdísi Rán Þegar "femínistar“ mótmæltu fegurðarsamkeppni Ísdrottningarinnar. 4. desember 2017 19:30 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Birgitta er í skýjunum með viðbrögðin: „Gleðisprengja í hjartað“ Uppselt varð á afmælistónleika Írafárs næsta sumar og þurfti að bæta við aukatónleikum. 14. desember 2017 08:30
„Þetta á að vera mega Írafársupplifun“ Aðdáendur Írafárs geta nú tekið gleðidans því að hljómsveitin ætlar að koma aftur saman eftir 12 ára hlé. Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs, segir sveitina vera byrjaða að æfa og rifja upp gamla takta. 8. desember 2017 06:30
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30
5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Ásdísi Rán Þegar "femínistar“ mótmæltu fegurðarsamkeppni Ísdrottningarinnar. 4. desember 2017 19:30