Juku eigin skyldur en lækkuðu leiguverðið Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Heilbrigðisstofnunin hefur talsverðar tekjur af hverri framkvæmdri aðgerð fyrirtækisins Gravitas. vísir/pjetur Stuttu eftir að leigusamningur var undirritaður milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og einkafyrirtækisins Gravitas um leigu á skurðstofu til að framkvæma magabands- og magaermaraðgerðir var samningnum breytt, skyldur HSS auknar í samningnum en leigan um leið lækkuð. Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Einkafyrirtækið Gravitas framkvæmir magabands- og magaermaraðgerðir á einstaklingum í yfirvigt. Voru gerðar um 330 aðgerðir á síðasta ári og er fjöldinn í ár svipaður að sögn Halldórs. Í upphaflegum samningi greiddi fyrirtækið 100 þúsund krónur á aðgerð en fimm mánuðum seinna hafði leigan lækkað í 80 þúsund á hverja aðgerð. „Það er alveg ljóst að HSS er ekki að greiða með þessari starfsemi,“ segir Halldór. „Þegar við skoðum málið heildrænt erum við að nýta þá aðstöðu sem fyrir er, fá fyrir það greitt sem stendur fyllilega undir því sem við setjum í samninginn. Einnig verður til fjármagn sem við getum nýtt í annan rekstur. Því er það ábati fyrir okkur hjá HSS. Vonir standa til að þessi starfsemi eflist og eru viðræður í gangi við fleiri einkaaðila um að nýta aðstöðuna.“ Í maí árið 2015 er gerður samningur við fyrirtækið þar sem skyldur HSS eru listaðar. Auk aðgangs að húsnæði er hjúkrunarfræðingur HSS í vinnu á aðgerðadag sem sinnir móttöku og útskrift allan daginn og annar starfsmaður sinnir sótthreinsun. Auk þess skal HSS annast þrif á skurðstofugangi en ekki á skurðstofu. Greiddi Gravitas 100 þúsund krónur til HSS fyrir hverja aðgerð. Í október sama ár er samningurinn framlengdur. Kemur þar fram að fyrri samningur gildi en jafnframt eru skyldur HSS auknar. Annar hjúkrunarfræðingur er að störfum frá HSS í fjóra tíma á dag og á heilbrigðisstofnunin að annast aukalega þrif á skurðstofu fyrir hverja vinnulotu, útvega margnota tau á skurðstofu, fatnað á sjúklinga og annast þrif á því sem og að kaupa stærri skjá á skurðstofu samkvæmt beiðni Gravitas. Auk þess er verðið lækkað niður í 80 þúsund krónur á hverja skurðaðgerð. Einstaklingar sem ákveða að undirgangast þessar aðgerðir greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð kostar hálfa aðra milljón króna. Ekki náðist í Auðun Sigurðsson, eiganda Gravitas, við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Stuttu eftir að leigusamningur var undirritaður milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og einkafyrirtækisins Gravitas um leigu á skurðstofu til að framkvæma magabands- og magaermaraðgerðir var samningnum breytt, skyldur HSS auknar í samningnum en leigan um leið lækkuð. Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Einkafyrirtækið Gravitas framkvæmir magabands- og magaermaraðgerðir á einstaklingum í yfirvigt. Voru gerðar um 330 aðgerðir á síðasta ári og er fjöldinn í ár svipaður að sögn Halldórs. Í upphaflegum samningi greiddi fyrirtækið 100 þúsund krónur á aðgerð en fimm mánuðum seinna hafði leigan lækkað í 80 þúsund á hverja aðgerð. „Það er alveg ljóst að HSS er ekki að greiða með þessari starfsemi,“ segir Halldór. „Þegar við skoðum málið heildrænt erum við að nýta þá aðstöðu sem fyrir er, fá fyrir það greitt sem stendur fyllilega undir því sem við setjum í samninginn. Einnig verður til fjármagn sem við getum nýtt í annan rekstur. Því er það ábati fyrir okkur hjá HSS. Vonir standa til að þessi starfsemi eflist og eru viðræður í gangi við fleiri einkaaðila um að nýta aðstöðuna.“ Í maí árið 2015 er gerður samningur við fyrirtækið þar sem skyldur HSS eru listaðar. Auk aðgangs að húsnæði er hjúkrunarfræðingur HSS í vinnu á aðgerðadag sem sinnir móttöku og útskrift allan daginn og annar starfsmaður sinnir sótthreinsun. Auk þess skal HSS annast þrif á skurðstofugangi en ekki á skurðstofu. Greiddi Gravitas 100 þúsund krónur til HSS fyrir hverja aðgerð. Í október sama ár er samningurinn framlengdur. Kemur þar fram að fyrri samningur gildi en jafnframt eru skyldur HSS auknar. Annar hjúkrunarfræðingur er að störfum frá HSS í fjóra tíma á dag og á heilbrigðisstofnunin að annast aukalega þrif á skurðstofu fyrir hverja vinnulotu, útvega margnota tau á skurðstofu, fatnað á sjúklinga og annast þrif á því sem og að kaupa stærri skjá á skurðstofu samkvæmt beiðni Gravitas. Auk þess er verðið lækkað niður í 80 þúsund krónur á hverja skurðaðgerð. Einstaklingar sem ákveða að undirgangast þessar aðgerðir greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð kostar hálfa aðra milljón króna. Ekki náðist í Auðun Sigurðsson, eiganda Gravitas, við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira