Fjórði stærsti dagur ársins á bráðamóttökunni í gær Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 19:00 Mikið hefur verið um hálkuslys síðustu daga. Vísir/Daníel Síðustu dagar hafa verið annasamir á bráðadeild landspítalans. Alls komu 157 sjúklingar á deildina í gær og er það langt yfir meðaltali. Deildarstjóri bráða- og göngudeildar segir að mikið hafi verið um beinbrot og hálkuslys. Á venjulegum degi koma um 100 sjúklingar á bráða- og göngudeild landspítalans. Í gær voru þeir 157 og milli 8 og 16 í dag komu 88 manns. „Það er búið að vera mikið um hálkuslys. Þetta var fjórði stærsti dagurinn á árinu hjá okkur í gær í aðkomutölum. Það var mikið um brot og áverka. Einhverjir sem þurftu í aðgerð og það hélt bara áfram í dag,“ segir Bryndís Guðjónsdóttir, deildastjóri bráða- og göngudeildar, í samtali við Vísi.Er fólk að slasa sig alvarlega? „Já það er hægt að segja það. Það eru beinbrot og mikið um úlnliðsbrot. Mörg af þeim þarf að toga í og setja í réttar skorður. Þetta er heilmikið inngrip og mikið tjón fyrir fólk.“Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri bráða- og göngudeildar.Vísir/PjeturBryndís segir að komutölur á bráðadeildina taki alltaf kipp þegar hálkan lætur kræla á sér. Nánast sé hægt að sjá hversu annasamur dagurinn verður á veðurspám dagsins. „Sérstaklega þessir fyrstu hálkudagar. Það var strax núna í október þegar fyrsta hálkan kom, þá var mjög stór dagur. Þá voru yfir 130 manns að koma til okkar dag eftir dag. 160 var það mesta en eins og ég segi, þetta er alltaf þegar hálkan kemur.“ Hún segir að bæði sé um að ræða bílslys, aftanákeyrslur sem og slys þar sem fólk hreinlega dettur í hálku. „Það er bara að brýna fyrir fólki að nota mannbrodda, á svona dögum þá er það hreinlega það eina sem virkar.“ Heilbrigðismál Veður Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið annasamir á bráðadeild landspítalans. Alls komu 157 sjúklingar á deildina í gær og er það langt yfir meðaltali. Deildarstjóri bráða- og göngudeildar segir að mikið hafi verið um beinbrot og hálkuslys. Á venjulegum degi koma um 100 sjúklingar á bráða- og göngudeild landspítalans. Í gær voru þeir 157 og milli 8 og 16 í dag komu 88 manns. „Það er búið að vera mikið um hálkuslys. Þetta var fjórði stærsti dagurinn á árinu hjá okkur í gær í aðkomutölum. Það var mikið um brot og áverka. Einhverjir sem þurftu í aðgerð og það hélt bara áfram í dag,“ segir Bryndís Guðjónsdóttir, deildastjóri bráða- og göngudeildar, í samtali við Vísi.Er fólk að slasa sig alvarlega? „Já það er hægt að segja það. Það eru beinbrot og mikið um úlnliðsbrot. Mörg af þeim þarf að toga í og setja í réttar skorður. Þetta er heilmikið inngrip og mikið tjón fyrir fólk.“Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri bráða- og göngudeildar.Vísir/PjeturBryndís segir að komutölur á bráðadeildina taki alltaf kipp þegar hálkan lætur kræla á sér. Nánast sé hægt að sjá hversu annasamur dagurinn verður á veðurspám dagsins. „Sérstaklega þessir fyrstu hálkudagar. Það var strax núna í október þegar fyrsta hálkan kom, þá var mjög stór dagur. Þá voru yfir 130 manns að koma til okkar dag eftir dag. 160 var það mesta en eins og ég segi, þetta er alltaf þegar hálkan kemur.“ Hún segir að bæði sé um að ræða bílslys, aftanákeyrslur sem og slys þar sem fólk hreinlega dettur í hálku. „Það er bara að brýna fyrir fólki að nota mannbrodda, á svona dögum þá er það hreinlega það eina sem virkar.“
Heilbrigðismál Veður Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira