Brak úr öryggisgirðingu kastaðist yfir leigubíl Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2017 13:56 Ökumaður bíls, sem grunaður er um ölvun við akstur, ók á girðinguna eftir að hafa teygti sig í veski sem hann missti á gólfið. Vísir/Ernir Litlu mátti mun að illa færi þegar brak úr öryggisgirðingu sem aðskilur akbrautir á Miklubraut kastaðist í leigubíl aðfaranótt síðastliðins sunnudag. Atvikið þegar ökumaður á leið vestur á Miklubraut, milli Stakkahlíðar og Lönguhlíðar, ók á öryggisgirðinguna. Leigubíll sem var á leið austur á Miklubraut með farþega fékk brakið úr girðingunni yfir sig en samkvæmt heimildum Vísis mátti litlu muna að illa færi. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að engin slys hafi orðið á fólki.Teygði sig eftir veski sem hann missti í gólfiðÖkumaður bílsins sem ók á öryggisgirðinguna er grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn gaf lögreglu þá útskýringu að hann hefði misst sjónar af veginum þegar hann teygði sig eftir veski sem hann hafði misst í gólfið. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú að því að taka þessar öryggisgirðingar niður. Barst tilkynning í dag frá Vegagerðinni þess efnis að unnið yrði að því að taka þessar girðingar sem aðskilja akbrautar á Miklubraut frá svæðinu við Snorrabraut til austurs í átt að Lönguhlíð. Vegna þess verður hraði um vinnusvæðið lækkaður niður í fimmtíu kílómetra á klukkustund og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar.Frá vettvangi banaslyssins á Miklubraut í nóvember síðastliðnum.VísirGirðingarnar þykja hættulegarGirðingar af þessari tegund þykja hættulegar, sem sannaðist nýverið þegar bíl var ekið utan í eina slíka á Miklubraut til móts við Skeifuna með þeim afleiðingum að ökumaðurinn kastaðist út og hafnaði á öryggisgirðingu, þar sem hann beið bana. Vegagerðin ákvað að fjarlægja girðingarnar eftir umrætt banaslys. Girðingarnar voru settar upp til að varna því að gangandi vegfarendur reyni að komast yfir hættulegur og umferðarmiklar götur. Vegagerðin taldi að vegrið beggja vegna girðinganna kæmi í veg fyrir að hætta stafaði af þeim fyrir akandi vegfarendur en annað kom í ljós. Er unnið að því að finna viðeigandi lausn sem mun varna því að vegfarendur reyni að komast yfir hættulegar og umferðarmiklar götur. Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin fjarlægir járngirðingar eftir banaslys á Miklubraut Töldu þær öruggar samhliða vegriðum, en svo reyndist ekki að sögn Vegagerðarinnar. 27. nóvember 2017 19:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Litlu mátti mun að illa færi þegar brak úr öryggisgirðingu sem aðskilur akbrautir á Miklubraut kastaðist í leigubíl aðfaranótt síðastliðins sunnudag. Atvikið þegar ökumaður á leið vestur á Miklubraut, milli Stakkahlíðar og Lönguhlíðar, ók á öryggisgirðinguna. Leigubíll sem var á leið austur á Miklubraut með farþega fékk brakið úr girðingunni yfir sig en samkvæmt heimildum Vísis mátti litlu muna að illa færi. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að engin slys hafi orðið á fólki.Teygði sig eftir veski sem hann missti í gólfiðÖkumaður bílsins sem ók á öryggisgirðinguna er grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn gaf lögreglu þá útskýringu að hann hefði misst sjónar af veginum þegar hann teygði sig eftir veski sem hann hafði misst í gólfið. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú að því að taka þessar öryggisgirðingar niður. Barst tilkynning í dag frá Vegagerðinni þess efnis að unnið yrði að því að taka þessar girðingar sem aðskilja akbrautar á Miklubraut frá svæðinu við Snorrabraut til austurs í átt að Lönguhlíð. Vegna þess verður hraði um vinnusvæðið lækkaður niður í fimmtíu kílómetra á klukkustund og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar.Frá vettvangi banaslyssins á Miklubraut í nóvember síðastliðnum.VísirGirðingarnar þykja hættulegarGirðingar af þessari tegund þykja hættulegar, sem sannaðist nýverið þegar bíl var ekið utan í eina slíka á Miklubraut til móts við Skeifuna með þeim afleiðingum að ökumaðurinn kastaðist út og hafnaði á öryggisgirðingu, þar sem hann beið bana. Vegagerðin ákvað að fjarlægja girðingarnar eftir umrætt banaslys. Girðingarnar voru settar upp til að varna því að gangandi vegfarendur reyni að komast yfir hættulegur og umferðarmiklar götur. Vegagerðin taldi að vegrið beggja vegna girðinganna kæmi í veg fyrir að hætta stafaði af þeim fyrir akandi vegfarendur en annað kom í ljós. Er unnið að því að finna viðeigandi lausn sem mun varna því að vegfarendur reyni að komast yfir hættulegar og umferðarmiklar götur.
Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin fjarlægir járngirðingar eftir banaslys á Miklubraut Töldu þær öruggar samhliða vegriðum, en svo reyndist ekki að sögn Vegagerðarinnar. 27. nóvember 2017 19:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Vegagerðin fjarlægir járngirðingar eftir banaslys á Miklubraut Töldu þær öruggar samhliða vegriðum, en svo reyndist ekki að sögn Vegagerðarinnar. 27. nóvember 2017 19:40