Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2017 11:08 Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu. Kunz er hér í dómsal í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen en hann bar vitni í málinu þar sem hann lagði mat á áverka Birnu Brjánsdóttur. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær en úrskurður héraðsdóms lá fyrir í lok síðustu viku. Maðurinn er 22 ára gamall og grunaður um að tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustuna sína aðfaranótt sunnudagsins 3. desember í húsi í Holtunum í Reykjavík. Er maðurinn sakaður um að hafa tekið konuna, sem er 27 ára gömul, hengingartaki þar til hún missti meðvitund. Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu en hann var fenginn til að meta áverka konunnar auk þess sem áverkavottorð frá Landspítalanum liggur fyrir. Þá segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, að ýmislegt annað bendi til þess að maðurinn hafi beitt konuna því ofbeldi sem hann er grunaður um. Sætir maðurinn nú gæsluvarðhaldi í annað sinn en nokkrum dögum áður en héraðsdómur úrskurðaði hann í varðhald í lok síðustu viku hafði Hæstiréttur hafnað kröfu lögreglunnar um að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í tæplega tveggja vikna varðhald. Hann var því látinn laus en yfirheyrður á fimmtudaginn í liðinni viku og handtekinn að lokinni skýrslutöku. Tók dómari sér sólarhrings frest til að kveða upp úrskurð sinn og féllst svo á kröfu lögreglunnar sem Hæstiréttur hefur nú staðfest. Guðmundur Páll segir að rannsókn málsins sé vel á veg komin og að hún sé á lokastigi. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir en játning liggur ekki fyrir í málinu. Guðmundur Páll kveðst eiga von á því að málið verði sent til héraðssaksóknara í síðasta lagi eftir helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær en úrskurður héraðsdóms lá fyrir í lok síðustu viku. Maðurinn er 22 ára gamall og grunaður um að tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustuna sína aðfaranótt sunnudagsins 3. desember í húsi í Holtunum í Reykjavík. Er maðurinn sakaður um að hafa tekið konuna, sem er 27 ára gömul, hengingartaki þar til hún missti meðvitund. Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu en hann var fenginn til að meta áverka konunnar auk þess sem áverkavottorð frá Landspítalanum liggur fyrir. Þá segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, að ýmislegt annað bendi til þess að maðurinn hafi beitt konuna því ofbeldi sem hann er grunaður um. Sætir maðurinn nú gæsluvarðhaldi í annað sinn en nokkrum dögum áður en héraðsdómur úrskurðaði hann í varðhald í lok síðustu viku hafði Hæstiréttur hafnað kröfu lögreglunnar um að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í tæplega tveggja vikna varðhald. Hann var því látinn laus en yfirheyrður á fimmtudaginn í liðinni viku og handtekinn að lokinni skýrslutöku. Tók dómari sér sólarhrings frest til að kveða upp úrskurð sinn og féllst svo á kröfu lögreglunnar sem Hæstiréttur hefur nú staðfest. Guðmundur Páll segir að rannsókn málsins sé vel á veg komin og að hún sé á lokastigi. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir en játning liggur ekki fyrir í málinu. Guðmundur Páll kveðst eiga von á því að málið verði sent til héraðssaksóknara í síðasta lagi eftir helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20
Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01
Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00