Pepsi pantar 100 Tesla trukka Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2017 10:10 Flutningabíll Tesla hefur fengið góðar móttökur og pantanirnar hlaðast inn. Þeim fer óðum fjölgandi fyrirtækjunum sem pantað hafa hinn nýkynnta flutningabíl Tesla og í pöntunarbókina bættist PepsiCo í vikunni. Er pöntun þeirra uppá 100 trukka sú stærsta sem borist hefur Tesla það sem komið er. Alls eru pantanirnar nú komnar í 1.230 trukka og því verður í miklu að snúast hjá Tesla að hafa uppí pantanir á þessum rafmagnaða og óvenjulega flutningabíl. Næst stærsta pöntunin sem Tesla hefur borist er 50 trukka pöntun Sysco Corporation. PepsiCo er með 10.000 stóra flutningabíla í sinni þjónustu svo með tilkoma 100 Tesla rafmagnstrukka væri þó aðeins 1% flutningaflota þeirra rafmagnsdrifinn. Heildarsala stórra flutningabíla í Bandaríkjunum á hverju ári er um 260.000 bílar svo þó Tesla hafi borist 1.230 pantanir er það nánast eins og dropi í hafi hvað heildarsöluna varðar og næði ekki hálfu prósenti þó svo Tesla tækist að afgreiða alla þessa 1.230 trukka á einu ári. Tesla flutningabíllinn á að hafa 800 kílómetra drægi og kemst því hæglega langar dagleiðir á bandarískum þjóðvegum. Tesla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent
Þeim fer óðum fjölgandi fyrirtækjunum sem pantað hafa hinn nýkynnta flutningabíl Tesla og í pöntunarbókina bættist PepsiCo í vikunni. Er pöntun þeirra uppá 100 trukka sú stærsta sem borist hefur Tesla það sem komið er. Alls eru pantanirnar nú komnar í 1.230 trukka og því verður í miklu að snúast hjá Tesla að hafa uppí pantanir á þessum rafmagnaða og óvenjulega flutningabíl. Næst stærsta pöntunin sem Tesla hefur borist er 50 trukka pöntun Sysco Corporation. PepsiCo er með 10.000 stóra flutningabíla í sinni þjónustu svo með tilkoma 100 Tesla rafmagnstrukka væri þó aðeins 1% flutningaflota þeirra rafmagnsdrifinn. Heildarsala stórra flutningabíla í Bandaríkjunum á hverju ári er um 260.000 bílar svo þó Tesla hafi borist 1.230 pantanir er það nánast eins og dropi í hafi hvað heildarsöluna varðar og næði ekki hálfu prósenti þó svo Tesla tækist að afgreiða alla þessa 1.230 trukka á einu ári. Tesla flutningabíllinn á að hafa 800 kílómetra drægi og kemst því hæglega langar dagleiðir á bandarískum þjóðvegum.
Tesla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent