Alfreð: Má ekki gleyma hversu gott maður hefur það Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. desember 2017 15:00 Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason segist vita af áhuga nokkurra stærri liða, en hann sé ekkert að hugsa sér til hreyfings frá Augsburg. Hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í gær. „Að sjálfsögðu finn ég fyrir áhuga. Sérstaklega í byrjun [tímabilsins], það byrjaði mjög vel hjá mér, og hjá liðinu. Það var athygli á liðinu líka, við vorum hjá 9 af hverjum 10 sérfræðingum liðið sem mundi lenda í neðsta sæti og pottþétt falla,“ sagði Alfreð. „Auðvitað er það þannig að ef maður er að skora mörk fær maður athygli frá fjölmiðlum og ég er bara mjög sáttur með hvernig þetta tímabil er búið að þróast.“ Augsburg er í sjöunda sæti þýsku Bundesligunnar, hefði komist upp í fjórða sæti um helgina hefði Hertha Berlin ekki náð að jafna í uppbótartíma og stela tveimur stigum af liðinu. Alfreð segir liðið spila skemmtilegan bolta þar sem skapast mikið af færum og hann njóti þess að spila með liðinu. „Ég kom til Augsburg til að fá stöðugleika í minn feril. Var búinn að vera stutt hjá Sociedad, eitt ár, og hálft ár á láni hjá Olympiacos, svo mig langaði að koma hingað og eiga allavega eitt-tvö mjög stöðug tímabil og sanna mig í topp 4 deild í Evrópu.“ „Ég er búinn að upplifa það svo oft að vera að skipta um félag að ég er ekki einu sinni að pæla í því. Ég nýt mín mjög vel hérna, er með mjög góða stöðu hjá klúbbnum, spila alla leiki og er vara fyrirliði í ár. Maður má ekki gleyma því hversu gott maður hefur það, það er alltaf áhætta í því að skipta um félag og ég get ekki sagt ég sé að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði landsliðsmaðurinn. Hjörtur gat ekki sleppt honum úr símanum án þess að spurja út í Heimsmeistaramótið næsta sumar. „Riðillinn hefði vissulega getað verið betri. Fengum eitt af sterkari liðunum úr potti eitt og helvítis Króatana, við erum nú búnir að tala nóg um þá. Þeir voru svona einn af þessum mótherjum sem maður vildi ekki lenda á móti. Þeir eru góðir og erfiðir viðureignar og við vitum hvernig Balkaninn fer allar leiðir til að tryggja sér sigur.“ „Nígeríu veit ég eiginlega ekkert um. Ég gef mér það að þeir séu mjög íþróttamannlega vaxnir og sterkir og stórir.“ „Þetta verður svipað og að mæta Portúgal og Ronaldo. Öll pressan er á þeim, ég þekki einn leikmann sem spilar með argentínska landsliðinu og hann var að lýsa því fyrir mér hvernig það er þegar þeir eru að spila, það er ótrúleg pressa á þessu liði. Leikmenn njóta þess ekki að spila fyrir landsliðið,“ sagði Alfreð Finnbogason. HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason segist vita af áhuga nokkurra stærri liða, en hann sé ekkert að hugsa sér til hreyfings frá Augsburg. Hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í gær. „Að sjálfsögðu finn ég fyrir áhuga. Sérstaklega í byrjun [tímabilsins], það byrjaði mjög vel hjá mér, og hjá liðinu. Það var athygli á liðinu líka, við vorum hjá 9 af hverjum 10 sérfræðingum liðið sem mundi lenda í neðsta sæti og pottþétt falla,“ sagði Alfreð. „Auðvitað er það þannig að ef maður er að skora mörk fær maður athygli frá fjölmiðlum og ég er bara mjög sáttur með hvernig þetta tímabil er búið að þróast.“ Augsburg er í sjöunda sæti þýsku Bundesligunnar, hefði komist upp í fjórða sæti um helgina hefði Hertha Berlin ekki náð að jafna í uppbótartíma og stela tveimur stigum af liðinu. Alfreð segir liðið spila skemmtilegan bolta þar sem skapast mikið af færum og hann njóti þess að spila með liðinu. „Ég kom til Augsburg til að fá stöðugleika í minn feril. Var búinn að vera stutt hjá Sociedad, eitt ár, og hálft ár á láni hjá Olympiacos, svo mig langaði að koma hingað og eiga allavega eitt-tvö mjög stöðug tímabil og sanna mig í topp 4 deild í Evrópu.“ „Ég er búinn að upplifa það svo oft að vera að skipta um félag að ég er ekki einu sinni að pæla í því. Ég nýt mín mjög vel hérna, er með mjög góða stöðu hjá klúbbnum, spila alla leiki og er vara fyrirliði í ár. Maður má ekki gleyma því hversu gott maður hefur það, það er alltaf áhætta í því að skipta um félag og ég get ekki sagt ég sé að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði landsliðsmaðurinn. Hjörtur gat ekki sleppt honum úr símanum án þess að spurja út í Heimsmeistaramótið næsta sumar. „Riðillinn hefði vissulega getað verið betri. Fengum eitt af sterkari liðunum úr potti eitt og helvítis Króatana, við erum nú búnir að tala nóg um þá. Þeir voru svona einn af þessum mótherjum sem maður vildi ekki lenda á móti. Þeir eru góðir og erfiðir viðureignar og við vitum hvernig Balkaninn fer allar leiðir til að tryggja sér sigur.“ „Nígeríu veit ég eiginlega ekkert um. Ég gef mér það að þeir séu mjög íþróttamannlega vaxnir og sterkir og stórir.“ „Þetta verður svipað og að mæta Portúgal og Ronaldo. Öll pressan er á þeim, ég þekki einn leikmann sem spilar með argentínska landsliðinu og hann var að lýsa því fyrir mér hvernig það er þegar þeir eru að spila, það er ótrúleg pressa á þessu liði. Leikmenn njóta þess ekki að spila fyrir landsliðið,“ sagði Alfreð Finnbogason.
HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn