Um er að ræða bárujárnsklætt timburhús á steyptum kjallara en í umsögn um húsið segir að flatarmálið sé 94,7 fermetrar auk fimmtán fermetra geymsluskúrs á lóðinni sem er sagður lélegur.
Er húsið sagt barn síns tíma og að það þarfnist verulegrar lagfæringar. Er staðsetningin á húsinu jafnframt sögð áhugaverð.

