Afhentu fjölskyldum átta langveikra barna 233 þúsund króna styrki í Lindakirkju Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 22:51 Frá afhendingu styrkjanna í Lindakirkju í Kópavogi fyrr í dag. Vísir/Stefán Karlsson Góðgerðafélagið Bumbuloni veitti í dag fjölskyldum átta langveikra barna styrki í Lindakirkju í Kópavogi. Hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur og var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, viðstaddur þegar styrkirnir voru afhentir. Ásdís Arna Gottskálksdóttir er stofnandi félagsins en hún átti átti langveikan son, Björgvin Arnar Atlason sem lést aðeins sex ára að aldri árið 2013. Hún heldur minningu hans á lofti með því að styrkja fjölskyldur sem eru í sömu sporum og hún var í sá sínum tíma. Fréttablaðið ræddi við Ásdísi í nóvember síðastliðnum en þar sagði Ásdís að ekki hafi amað að Björgvini þegar hann fæddist, hann dafnaði vel en um sex mánaða aldurinn fór hann að léttast og átti erfitt með að drekka.Ásdís Arna Gottskálksdóttir.Vísir/Eyþór ÁrnasonKom í ljós að Björgvin var með alvarlegan hjartagalla og varð hann að fara strax í aðgerð úti í Boston í Bandaríkjunum. Hann gekkst undir þrjár hjartaþræðingar og tvær opnar hjartaaðgerðir til að stöðva leka milli hjartahólfa. Björgvin varð sífellt veikari með aldrinum en þegar hann orðinn sex ára kom í ljós að hann var með sjaldgæfan bandvefssjúkdóm, acromicric dysplasia, sem aðeins sextíu börn í heiminum hafa greinst með.Teikning Björgvins prýðir kortin sem Bumbuloni selur til styrkar fjölskyldum langveikra barna.Vísir/EyþórFyrir tveimur árum lét Ásdís prenta jólakort með mynd eftir Björgvin sem hún seldi vinum og vandamönnum og fékk svo góðar viðtökur að hún gat styrkt þrjár fjölskyldur langveikra barna um 233 þúsund krónur hverjar. Í fyrra bættust við merkimiðar og nú í ár tækifæriskort. Salan gekk vel í ár ásamt því að fyrirtæki styrktu málefnið. Náðist því að styrka átta fjölskyldur langveikra barna, en hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur frá félaginu.Ásdís ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni fyrir skemmstu og má heyra viðtalið hér fyrir neðan: Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Góðgerðafélagið Bumbuloni veitti í dag fjölskyldum átta langveikra barna styrki í Lindakirkju í Kópavogi. Hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur og var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, viðstaddur þegar styrkirnir voru afhentir. Ásdís Arna Gottskálksdóttir er stofnandi félagsins en hún átti átti langveikan son, Björgvin Arnar Atlason sem lést aðeins sex ára að aldri árið 2013. Hún heldur minningu hans á lofti með því að styrkja fjölskyldur sem eru í sömu sporum og hún var í sá sínum tíma. Fréttablaðið ræddi við Ásdísi í nóvember síðastliðnum en þar sagði Ásdís að ekki hafi amað að Björgvini þegar hann fæddist, hann dafnaði vel en um sex mánaða aldurinn fór hann að léttast og átti erfitt með að drekka.Ásdís Arna Gottskálksdóttir.Vísir/Eyþór ÁrnasonKom í ljós að Björgvin var með alvarlegan hjartagalla og varð hann að fara strax í aðgerð úti í Boston í Bandaríkjunum. Hann gekkst undir þrjár hjartaþræðingar og tvær opnar hjartaaðgerðir til að stöðva leka milli hjartahólfa. Björgvin varð sífellt veikari með aldrinum en þegar hann orðinn sex ára kom í ljós að hann var með sjaldgæfan bandvefssjúkdóm, acromicric dysplasia, sem aðeins sextíu börn í heiminum hafa greinst með.Teikning Björgvins prýðir kortin sem Bumbuloni selur til styrkar fjölskyldum langveikra barna.Vísir/EyþórFyrir tveimur árum lét Ásdís prenta jólakort með mynd eftir Björgvin sem hún seldi vinum og vandamönnum og fékk svo góðar viðtökur að hún gat styrkt þrjár fjölskyldur langveikra barna um 233 þúsund krónur hverjar. Í fyrra bættust við merkimiðar og nú í ár tækifæriskort. Salan gekk vel í ár ásamt því að fyrirtæki styrktu málefnið. Náðist því að styrka átta fjölskyldur langveikra barna, en hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur frá félaginu.Ásdís ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni fyrir skemmstu og má heyra viðtalið hér fyrir neðan:
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira