Allt að fimmtán milljarða innspýting Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. desember 2017 06:00 Oddvitar stjórnarflokkana á góðri stundu í Ráðherrabústaðnum. vísir/eyþór Gert er ráð fyrir allt að fimmtán milljarða innspýtingu í rekstur bæði heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins umfram það sem stefnt var að með fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar í nýju fjárlagafrumvarpi. Það verður lagt fram á fimmtudaginn. Töluverð útgjöld eru einnig ætluð í samgöngumál auk þess sem efla á löggæslu og bæta þjónustu víða um land fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Innspýtingin fer í hina opinberu heilbrigðisþjónustu; Landspítalann, heilsugæsluna og hinar almennu sjúkrastofnanir um landið,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og bætir við: „Þessi hluti af almannaþjónustunni hefur þurft að bíða allt of lengi og fólk hefur þurft að hlaupa hraðar og gera meira í allri heilbrigðisþjónustunni allt frá hruni og í rauninni lengur. Þannig að það er kominn tími til að þessir innviðir fari að finna fyrir því að okkur er að ganga betur.“ Svandís hyggst leita eftir samvinnu við menntamálaráðherra um málefni Landspítalans. „Það má ekki gleyma því að Landspítalinn er háskólasjúkrahús þannig að þetta er menntastofnun líka og við þurfum að búa vel að vísindastarfi og rannsóknum. Að þessum þætti þurfum við að vinna saman, við menntamálaráðherra,“ segir Svandís. Menntamálaráðherra tekur heils hugar undir þessi orð Svandísar og segir brýnt að taka upp þverfarlega samvinnu varðandi rannsóknir og þróun á þessum vettvangi. „Það verður stóraukin áhersla á menntamál í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. „Áherslan verður á háskólastigið, framhaldsskólastigið, verk- og iðnnám. Þessi ríkisstjórn ætlar sér að skapa hagkerfi sem er drifið áfram af verk- og hugviti.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira
Gert er ráð fyrir allt að fimmtán milljarða innspýtingu í rekstur bæði heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins umfram það sem stefnt var að með fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar í nýju fjárlagafrumvarpi. Það verður lagt fram á fimmtudaginn. Töluverð útgjöld eru einnig ætluð í samgöngumál auk þess sem efla á löggæslu og bæta þjónustu víða um land fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Innspýtingin fer í hina opinberu heilbrigðisþjónustu; Landspítalann, heilsugæsluna og hinar almennu sjúkrastofnanir um landið,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og bætir við: „Þessi hluti af almannaþjónustunni hefur þurft að bíða allt of lengi og fólk hefur þurft að hlaupa hraðar og gera meira í allri heilbrigðisþjónustunni allt frá hruni og í rauninni lengur. Þannig að það er kominn tími til að þessir innviðir fari að finna fyrir því að okkur er að ganga betur.“ Svandís hyggst leita eftir samvinnu við menntamálaráðherra um málefni Landspítalans. „Það má ekki gleyma því að Landspítalinn er háskólasjúkrahús þannig að þetta er menntastofnun líka og við þurfum að búa vel að vísindastarfi og rannsóknum. Að þessum þætti þurfum við að vinna saman, við menntamálaráðherra,“ segir Svandís. Menntamálaráðherra tekur heils hugar undir þessi orð Svandísar og segir brýnt að taka upp þverfarlega samvinnu varðandi rannsóknir og þróun á þessum vettvangi. „Það verður stóraukin áhersla á menntamál í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. „Áherslan verður á háskólastigið, framhaldsskólastigið, verk- og iðnnám. Þessi ríkisstjórn ætlar sér að skapa hagkerfi sem er drifið áfram af verk- og hugviti.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira