Margir kallaðir en fáir útvaldir til formennsku í nefndum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. desember 2017 21:56 Jón Gunnarsson þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og að ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstöðuflokkarnir hittast í fyrramálið til að ákveða hvort þeir taka boði meirihlutans um formennsku í Umhverfis- og samgöngunefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Velferðarnefnd. Kosið verður í fastanefndir þingsins á fyrsta þingfundi nýs þings á fimmtudag. Ekki er einhugur meðal stjórnarandstöðuflokkanna um formennsku í þessum nefndum en það eru þrír stærstu flokkarnir sem eiga tilkall til þeirra; Miðflokkurinn, Samfylking og Píratar. Bæði Píratar og Samfylking vilja stýra stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.Líkleg formannsefni Miðflokksmenn vilja hins vegar gjarnan stýra umhverfis- og samgöngunefnd og hafa þar bæði verið nefndir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason. Formannsefni nefnda hjá Pírötum og Samfylkingu eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Ef stjórnarandstaðan þekkist boð meirihlutans um formennsku í téðum nefndum tekur Sjálfstæðisflokkurinn að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins; Allsherjar- og menntamálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í einni nefnd; Fjárlaganefnd og verður Willum Þór Þórsson formaður þeirrar nefndar. Vinstri græn fá sömuleiðis formennsku í einni nefnd; Atvinnuveganefnd og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður þeirrar nefndar.Jón líklegur í formennsku Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Verði formannsstólar flokksins aðeins þrír eins og allt bendir til, koma minnst sex þingmenn sterklega til greina en í þingflokknum eru fimm fráfarandi formenn fastanefnda, auk Jóns Gunnarssonar sem missti ráðherraembætti sitt við stjórnarskiptin. Hann þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann hlýtur að koma sterklega til greina sem formaður þingnefndar. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur í tvígang stigið til hliðar sem ráðherraefni í þágu vonarstjörnu flokksins, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur en fékk formennsku í fjárlaganefnd að launum á nýliðnu kjörtímabili.Ítrekuð gagnrýni Páls Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi hefur heldur ekki fengið ráðherrastól og hefur ítrekað gagnrýnt að kjördæmið hafi ekki haft ráðherra hálfu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Brynjar Níelsson bauð Sigríði Á Andersen oddvitasæti sitt í Reykjavíkurkjördæmi suður í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Margir töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður varð dómsmálaráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann var gerður að formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í staðinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrði allsherjar- og menntamálanefnd á síðasta kjörtímabili og erfitt verður að ganga fram hjá henni við ákvörðun um formennsku í þeirri nefnd, enda bæði ritari flokksins og starfandi varaformaður. Þá má nefna Óla Björn Kárason sem gegndi formennsku í efnahags- og skattanefnd á síðasta kjörtímabili; nefnd sem sjálfstæðismenn verða áfram með formennsku í. Að lokum er rétt að geta þess að starfandi þingflokksformaður flokksins, Birgir Ármannsson, fór á þar síðasta kjörtímabili með formennsku í utanríkismálanefnd, sem fellur nú aftur í skaut flokksins. Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir hittast í fyrramálið til að ákveða hvort þeir taka boði meirihlutans um formennsku í Umhverfis- og samgöngunefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Velferðarnefnd. Kosið verður í fastanefndir þingsins á fyrsta þingfundi nýs þings á fimmtudag. Ekki er einhugur meðal stjórnarandstöðuflokkanna um formennsku í þessum nefndum en það eru þrír stærstu flokkarnir sem eiga tilkall til þeirra; Miðflokkurinn, Samfylking og Píratar. Bæði Píratar og Samfylking vilja stýra stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.Líkleg formannsefni Miðflokksmenn vilja hins vegar gjarnan stýra umhverfis- og samgöngunefnd og hafa þar bæði verið nefndir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason. Formannsefni nefnda hjá Pírötum og Samfylkingu eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Ef stjórnarandstaðan þekkist boð meirihlutans um formennsku í téðum nefndum tekur Sjálfstæðisflokkurinn að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins; Allsherjar- og menntamálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í einni nefnd; Fjárlaganefnd og verður Willum Þór Þórsson formaður þeirrar nefndar. Vinstri græn fá sömuleiðis formennsku í einni nefnd; Atvinnuveganefnd og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður þeirrar nefndar.Jón líklegur í formennsku Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Verði formannsstólar flokksins aðeins þrír eins og allt bendir til, koma minnst sex þingmenn sterklega til greina en í þingflokknum eru fimm fráfarandi formenn fastanefnda, auk Jóns Gunnarssonar sem missti ráðherraembætti sitt við stjórnarskiptin. Hann þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann hlýtur að koma sterklega til greina sem formaður þingnefndar. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur í tvígang stigið til hliðar sem ráðherraefni í þágu vonarstjörnu flokksins, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur en fékk formennsku í fjárlaganefnd að launum á nýliðnu kjörtímabili.Ítrekuð gagnrýni Páls Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi hefur heldur ekki fengið ráðherrastól og hefur ítrekað gagnrýnt að kjördæmið hafi ekki haft ráðherra hálfu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Brynjar Níelsson bauð Sigríði Á Andersen oddvitasæti sitt í Reykjavíkurkjördæmi suður í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Margir töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður varð dómsmálaráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann var gerður að formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í staðinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrði allsherjar- og menntamálanefnd á síðasta kjörtímabili og erfitt verður að ganga fram hjá henni við ákvörðun um formennsku í þeirri nefnd, enda bæði ritari flokksins og starfandi varaformaður. Þá má nefna Óla Björn Kárason sem gegndi formennsku í efnahags- og skattanefnd á síðasta kjörtímabili; nefnd sem sjálfstæðismenn verða áfram með formennsku í. Að lokum er rétt að geta þess að starfandi þingflokksformaður flokksins, Birgir Ármannsson, fór á þar síðasta kjörtímabili með formennsku í utanríkismálanefnd, sem fellur nú aftur í skaut flokksins.
Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira