Söngvari Queens of the Stone Age sparkaði í andlit ljósmyndara Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 19:19 Josh Homme skar sig viljandi á tónleikunum í gærkvöldi. Vísir/Getty „Þetta var augljóslega viljandi,“ segir ljósmyndari sem Josh Homme, forsprakki hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, sparkaði í andlitið. Atvikið átti sér stað á tónleikum útvarpsstöðvarinnar KROQ í Los Angeles í gær.Myndband af atvikinu má sjá neðst í fréttinni.Queens of the Stone Age var á meðal hljómsveita sem þar komu fram en ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren. Hún er ljósmyndari á vegum myndaveitunnar Shutterstock en fjallað er um málið á vef bandaríska tímaritsins Variety.Lauren segir við Variety að spark Homme hafi verið af tilefnislausu og að Homme hafi verið brosandi áður en hann sparkaði í hana. Variety tekur fram að ekki náðist í Homme við vinnslu fréttarinnar.Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður, segir ljósmyndarinn sem hyggst kæra Josh Homme.Vísir/GettyLauren var við sviðið ásamt þremur öðrum ljósmyndurum. Í myndbandi sem náðist af atvikinu sést sparka í myndavél Lauren á meðan hann gengur framhjá henni í miðju gítarsólói. „Josh var á leiðinni til mín og ég var frekar spennt. Ég hafði aldrei tekið myndir af Queens of the Stone Age áður. Ég hlakkaði mikið til. Ég sá hann ganga til mín og smellti því mörgum myndum af með miklum hraði. Áður en ég veit af snertir fótur hans myndavélina mína og myndavélin skellur í andlitið á mér,“ segir Lauren og tekur fram að höggið hafi verið mikið. „Hann leit strax á mig, sveiflaði fæti sínum aftur frekar harkalega og sparkaði í andlitið á mér. Hann hélt áfram að spila, mér var brugðið,“ segir Lauren og lýsir miklum sársauka sem fylgdi þessu sparki. Hún brá sér afsíðis í einhvern tíma áður en hún sneri aftur að sviðinu til að mynda sveitirnar Thirty Seconds To Mars og Muse. Hún leitaði sér síðan læknishjálpar en hún segist hafa verið hvött til að leggja fram kæru á hendur tónlistarmanninum. „Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður,“ segir Lauren.Variety segir Homme hafa skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015.Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Thanks to @joshhomme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
„Þetta var augljóslega viljandi,“ segir ljósmyndari sem Josh Homme, forsprakki hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, sparkaði í andlitið. Atvikið átti sér stað á tónleikum útvarpsstöðvarinnar KROQ í Los Angeles í gær.Myndband af atvikinu má sjá neðst í fréttinni.Queens of the Stone Age var á meðal hljómsveita sem þar komu fram en ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren. Hún er ljósmyndari á vegum myndaveitunnar Shutterstock en fjallað er um málið á vef bandaríska tímaritsins Variety.Lauren segir við Variety að spark Homme hafi verið af tilefnislausu og að Homme hafi verið brosandi áður en hann sparkaði í hana. Variety tekur fram að ekki náðist í Homme við vinnslu fréttarinnar.Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður, segir ljósmyndarinn sem hyggst kæra Josh Homme.Vísir/GettyLauren var við sviðið ásamt þremur öðrum ljósmyndurum. Í myndbandi sem náðist af atvikinu sést sparka í myndavél Lauren á meðan hann gengur framhjá henni í miðju gítarsólói. „Josh var á leiðinni til mín og ég var frekar spennt. Ég hafði aldrei tekið myndir af Queens of the Stone Age áður. Ég hlakkaði mikið til. Ég sá hann ganga til mín og smellti því mörgum myndum af með miklum hraði. Áður en ég veit af snertir fótur hans myndavélina mína og myndavélin skellur í andlitið á mér,“ segir Lauren og tekur fram að höggið hafi verið mikið. „Hann leit strax á mig, sveiflaði fæti sínum aftur frekar harkalega og sparkaði í andlitið á mér. Hann hélt áfram að spila, mér var brugðið,“ segir Lauren og lýsir miklum sársauka sem fylgdi þessu sparki. Hún brá sér afsíðis í einhvern tíma áður en hún sneri aftur að sviðinu til að mynda sveitirnar Thirty Seconds To Mars og Muse. Hún leitaði sér síðan læknishjálpar en hún segist hafa verið hvött til að leggja fram kæru á hendur tónlistarmanninum. „Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður,“ segir Lauren.Variety segir Homme hafa skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015.Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Thanks to @joshhomme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST
Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira