„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. desember 2017 18:30 Móðir Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskylduna en þau lýsa Klevis sem ljúfum manni sem talaði um hvað Ísland væri öruggur og góður staður að búa á.Klevis Sula var fæddur þann 31. mars árið 1997 og var því aðeins tvítugur þegar hann lést af sárum sínum hér á landi á föstudag. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Klevis og albanskan vin hans með hnífi á Austurvelli um síðustu helgi en vinurinn hefur jafnað sig að mestu eftir árásina. Meintur árásarmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann á enga afbrotasögu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskyldu Klevis en móðir hans og bróðir, komu til landsins um leið og þau heyrðu af því sem gerðist og voru með Klevis síðustu daga lífs hans. „Klevis var ljúfur og góður. Hann kom til Íslands til að vinna og öðlast betra líf,“ segir Enea Sula, bróðir Klevis. „Hann var yndislegur, Hann vildi hjálpa öllum. Vinum sínum og fjölskyldu. Hann talaði mjög vel um Íslendinga og kunni vel að meta fólkið hérna. Hann var mjög hamingjusamur að vera hérna,“ segir Natasha Sula, móðir Klevis. Vitnisburður vinar Klevis, sem einnig var stunginn umrætt kvöld, er á þá leið að Klevis hafi tekið eftir manni sem var grátandi. Hann hafi boðið honum aðstoð en þá verið stunginn með hnífi. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. „Hann þekkti hann ekkert samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum. Hann vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann,“ segir Natasha.Klevis hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði áður en hann lést en hann hafði áður dvalið hér á landi í einhverja mánuði. Hans draumur var að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið að sögn Natasha. „Við héldum að Ísland væri mjög öruggt land og að svona myndi ekki gerast hérna. Klevis hafði líka alltaf sagt að það gæti ekkert slæmt gerst á Íslandi því hér væri fólk svo gott,“ segir Natasha. Vinir Klevis hófu fjársöfnun til styrktar fjölskyldunni á dögunum til að standa straum af útfararkostnaði og kostnaði við að láta flytja líkið til Albaníu. Söfnuninni er nú lokið og segja þau hana hafa gengið vel og eru afar þakklát. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Móðir Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskylduna en þau lýsa Klevis sem ljúfum manni sem talaði um hvað Ísland væri öruggur og góður staður að búa á.Klevis Sula var fæddur þann 31. mars árið 1997 og var því aðeins tvítugur þegar hann lést af sárum sínum hér á landi á föstudag. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Klevis og albanskan vin hans með hnífi á Austurvelli um síðustu helgi en vinurinn hefur jafnað sig að mestu eftir árásina. Meintur árásarmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann á enga afbrotasögu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskyldu Klevis en móðir hans og bróðir, komu til landsins um leið og þau heyrðu af því sem gerðist og voru með Klevis síðustu daga lífs hans. „Klevis var ljúfur og góður. Hann kom til Íslands til að vinna og öðlast betra líf,“ segir Enea Sula, bróðir Klevis. „Hann var yndislegur, Hann vildi hjálpa öllum. Vinum sínum og fjölskyldu. Hann talaði mjög vel um Íslendinga og kunni vel að meta fólkið hérna. Hann var mjög hamingjusamur að vera hérna,“ segir Natasha Sula, móðir Klevis. Vitnisburður vinar Klevis, sem einnig var stunginn umrætt kvöld, er á þá leið að Klevis hafi tekið eftir manni sem var grátandi. Hann hafi boðið honum aðstoð en þá verið stunginn með hnífi. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. „Hann þekkti hann ekkert samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum. Hann vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann,“ segir Natasha.Klevis hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði áður en hann lést en hann hafði áður dvalið hér á landi í einhverja mánuði. Hans draumur var að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið að sögn Natasha. „Við héldum að Ísland væri mjög öruggt land og að svona myndi ekki gerast hérna. Klevis hafði líka alltaf sagt að það gæti ekkert slæmt gerst á Íslandi því hér væri fólk svo gott,“ segir Natasha. Vinir Klevis hófu fjársöfnun til styrktar fjölskyldunni á dögunum til að standa straum af útfararkostnaði og kostnaði við að láta flytja líkið til Albaníu. Söfnuninni er nú lokið og segja þau hana hafa gengið vel og eru afar þakklát.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09
Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15
Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29