Geir átti von á því að Gylfi yrði valinn Íþróttamaður ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2017 18:52 Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði orð í belg á Twitter í gær um kjörið á Íþróttamanni ársins 2017. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð fyrir valinu að þessu sinni. Þar sagði Geir: „Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!“ Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017 Færsla formannsins fyrrverandi vakti mikil viðbrögð og margir voru honum ósammála. Hjörtur Hjartarson fékk Geir til að útskýra mál sitt í Akraborginni í dag. „Alltaf þegar maður lætur skoðun sína í ljós rísa upp aðrir sem eru ekki sömu skoðunar. Þetta er ekki ný skoðun hjá mér. Ég er búinn að halda þessu fram lengi, að við þurfum að breyta þessu vali og aðferðinni við það,“ sagði Geir. Hann segir að þetta snúist um að verðlauna fleiri og því eigi að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins. „Knattspyrnusambandið var á sínum tíma eitt af fyrstu sérsamböndunum til að hætta að velja einn einstakling sem knattspyrnumann ársins. Hitt var óvinnandi vegur. Ég veit ekki hvernig er hægt að bera saman á einfaldan hátt; knattspyrnu karla og kvenna. Það er mjög flókið,“ sagði Geir. Hann átti von á því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði valinn Íþróttamaður ársins, annað árið í röð. „Þetta var kannski hans besta ár. Hann hélt Swansea á floti í einni erfiðustu deild í heimi. Við unnum okkar riðil í undankeppni HM þar sem hann er algjör lykilmaður. Og þrátt fyrir erfið félagaskipti er hann að rétta við hjá Everton. Ég átti von á því að hann yrði valinn en geri mér grein fyrir afrekum annarra íþróttamanna. En ég held með fótboltanum, það vita allir,“ sagði Geir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Geir vandar íþróttafréttamönnum ekki kveðjurnar Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 05:51 Bragi Valdimar fellir Geir á málfræðiprófinu Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 16:15 Fannst ég vera fyrir þeim stóru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Hún er fyrsti kylfingur sögunnar sem verður fyrir valinu í 62 ára sögu kjörsins og sjötta konan. 29. desember 2017 06:00 Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31 Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15 Aron segir mikinn heiður að hafna í öðru sæti Landsliðsfyrirliðinn óskar Ólafíu og öðru tilnefndu íþróttafólki til hamingju. 29. desember 2017 15:02 Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði orð í belg á Twitter í gær um kjörið á Íþróttamanni ársins 2017. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð fyrir valinu að þessu sinni. Þar sagði Geir: „Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!“ Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017 Færsla formannsins fyrrverandi vakti mikil viðbrögð og margir voru honum ósammála. Hjörtur Hjartarson fékk Geir til að útskýra mál sitt í Akraborginni í dag. „Alltaf þegar maður lætur skoðun sína í ljós rísa upp aðrir sem eru ekki sömu skoðunar. Þetta er ekki ný skoðun hjá mér. Ég er búinn að halda þessu fram lengi, að við þurfum að breyta þessu vali og aðferðinni við það,“ sagði Geir. Hann segir að þetta snúist um að verðlauna fleiri og því eigi að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins. „Knattspyrnusambandið var á sínum tíma eitt af fyrstu sérsamböndunum til að hætta að velja einn einstakling sem knattspyrnumann ársins. Hitt var óvinnandi vegur. Ég veit ekki hvernig er hægt að bera saman á einfaldan hátt; knattspyrnu karla og kvenna. Það er mjög flókið,“ sagði Geir. Hann átti von á því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði valinn Íþróttamaður ársins, annað árið í röð. „Þetta var kannski hans besta ár. Hann hélt Swansea á floti í einni erfiðustu deild í heimi. Við unnum okkar riðil í undankeppni HM þar sem hann er algjör lykilmaður. Og þrátt fyrir erfið félagaskipti er hann að rétta við hjá Everton. Ég átti von á því að hann yrði valinn en geri mér grein fyrir afrekum annarra íþróttamanna. En ég held með fótboltanum, það vita allir,“ sagði Geir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Geir vandar íþróttafréttamönnum ekki kveðjurnar Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 05:51 Bragi Valdimar fellir Geir á málfræðiprófinu Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 16:15 Fannst ég vera fyrir þeim stóru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Hún er fyrsti kylfingur sögunnar sem verður fyrir valinu í 62 ára sögu kjörsins og sjötta konan. 29. desember 2017 06:00 Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31 Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15 Aron segir mikinn heiður að hafna í öðru sæti Landsliðsfyrirliðinn óskar Ólafíu og öðru tilnefndu íþróttafólki til hamingju. 29. desember 2017 15:02 Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Geir vandar íþróttafréttamönnum ekki kveðjurnar Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 05:51
Bragi Valdimar fellir Geir á málfræðiprófinu Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 16:15
Fannst ég vera fyrir þeim stóru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Hún er fyrsti kylfingur sögunnar sem verður fyrir valinu í 62 ára sögu kjörsins og sjötta konan. 29. desember 2017 06:00
Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31
Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15
Aron segir mikinn heiður að hafna í öðru sæti Landsliðsfyrirliðinn óskar Ólafíu og öðru tilnefndu íþróttafólki til hamingju. 29. desember 2017 15:02
Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30