Spænski markvörðurinn Cristian Martínez Liberato hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA.
Martínez hefur spilað með Víkingi Ó. undanfarin þrjú ár. Hann var besti leikmaður liðsins í Pepsi-deildinni 2016 og 2017.
Martínez, sem er 28 ára, lék alls 66 deildar- og bikarleiki með Víkingi.
Spánverjinn kemur til KA seinni partinn í janúar.
Martínez er þriðji leikmaðurinn sem KA fær eftir að síðasta tímabili lauk. Hinir eru Hallgrímur Jónasson og Sæþór Olgeirsson.
