Fjárlög gætu dregist inn í nóttina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 15:21 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. Hann er hér við setningu þingsins í liðinni viku. vísir/anton brink Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er tiltölulega bjartsýnn á að takist að ljúka umræðu og samþykkja fjárlög í kvöld. Annars verði fundað aftur á morgun, laugardag. „Þetta hefur gengið vel, við höfum yfirleitt bara tekið einn dag í einu. Reynt að ná saman um tilhögun fundahaldanna daga í senn ef svo má að orði komast. Fram að þessu hefur það gengið vel. Það er öllum ljós að það er mikið verk sem hér þarf að vinna á stuttum tíma. Það hefur gengið ágætlega og haldist nokkurn veginn á þeirri áætlun sem við lögðum upp með fyrir jólin.“ Fjárlagafrumvarpið þarf að klárast fyrir áramót og því verður þingfundi framhaldið á morgun ef ekki næst að afgreiða málið í kvöld. „Við sjáum bara hvað setur. Við reynum og förum inn í kvöldið, jafnvel nóttina ef þess þarf. Ég held að það sé hugur í öllum að klára þetta. Við tökum auðvitað þann tíma sem þarf.“ Hann segir auðvitað ekki æskilegt að frumvarpið sé óklárað á þessum tíma árs þó fordæmi séu fyrir því í hans tíð á þingi. Það eigi ekki að vera fordæmi fyrir einu né neinu. „Vonandi er þetta í síðasta skiptið í einhver ár þar sem við lendum í svona löguðu, að vera með kosningar seint að hausti sem skapa þessu öllu þröngan tímaramma yfir áramótin.“ Verið er að ljúka umræðu um fjáraukalög þessa stundina og svo tekur við þriðja umræða um fjárlög. Alþingi Fjárlög Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er tiltölulega bjartsýnn á að takist að ljúka umræðu og samþykkja fjárlög í kvöld. Annars verði fundað aftur á morgun, laugardag. „Þetta hefur gengið vel, við höfum yfirleitt bara tekið einn dag í einu. Reynt að ná saman um tilhögun fundahaldanna daga í senn ef svo má að orði komast. Fram að þessu hefur það gengið vel. Það er öllum ljós að það er mikið verk sem hér þarf að vinna á stuttum tíma. Það hefur gengið ágætlega og haldist nokkurn veginn á þeirri áætlun sem við lögðum upp með fyrir jólin.“ Fjárlagafrumvarpið þarf að klárast fyrir áramót og því verður þingfundi framhaldið á morgun ef ekki næst að afgreiða málið í kvöld. „Við sjáum bara hvað setur. Við reynum og förum inn í kvöldið, jafnvel nóttina ef þess þarf. Ég held að það sé hugur í öllum að klára þetta. Við tökum auðvitað þann tíma sem þarf.“ Hann segir auðvitað ekki æskilegt að frumvarpið sé óklárað á þessum tíma árs þó fordæmi séu fyrir því í hans tíð á þingi. Það eigi ekki að vera fordæmi fyrir einu né neinu. „Vonandi er þetta í síðasta skiptið í einhver ár þar sem við lendum í svona löguðu, að vera með kosningar seint að hausti sem skapa þessu öllu þröngan tímaramma yfir áramótin.“ Verið er að ljúka umræðu um fjáraukalög þessa stundina og svo tekur við þriðja umræða um fjárlög.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira