Sport

Aron segir mikinn heiður að hafna í öðru sæti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar segir að næsta ár verði enn betra.
Aron Einar segir að næsta ár verði enn betra. vísir/hanna

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu, óskar Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, nýkjörnum íþróttamanni ársins, og öðrum tilnefndum til hamingju með árangurinn. Hann segir það mikinn heiður að hafa náð þeim árangri að hafna í öðru sæti „úr þessum frábæra hópi íþróttamanna“.

Aron Einar hlaut 379 stig í kjörinu en aðeins munaði 43 stigum á honum og Ólafíu Þórunni sem fékk 422 stig. Svipaður mun var á efstu tveimur í fyrra þegar knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk 430 stig en sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir 390 stig. Gylfi Þór hafnaði í þriðja sæti í kjörinu í ár.

Ólafía er aðeins sjötta konan í sögunni til að hljóta sæmdarheitið íþróttamaður ársins og óskaði landsliðsfyrirliðinn henni til hamingju á Twitter í gær. 

Auk þess að eiga fulltrúa í öðru og þriðja sæti kjörsins var karlalandsliðið, sem tryggði sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, valið lið ársins þriðja árið í röð og fjórða skiptið á sex árum. 

Þá var Heimir Hallgrímsson kjörinn þjálfari ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×