Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið 29 grunaða liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS í höfuðborginni Ankara. Um fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum, en húsleit var gerð á fjölda staða víðs vegar í borginni.
Fréttastofan Anatolia greinir frá því að handtökurnar bendi til að hinir handteknu hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk á gamlárskvöldi.
39 manns létu lífið í árás ISIS-liðans og Úsbekans Abdulkadir Masharipov á skemmtistað í Istanbúl á gamlárskvöldi fyrir tæpu ári. Masharipov var handtekinn í Istanbúl þann 17. janúar.
Mikil öryggisgæsla er fyrirhuguð í Istanbúl á gamárskvöldi þar sem um 37 þúsund lögreglumenn munu verða á vakt.
Erlent