Íslensku pari hótað handtöku á flugvelli Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. desember 2017 06:00 James öðlaðist ríkisborgararétt hérna nýlega og eftir hremmingar hans og Hafsteins í Bandaríkjunum er ljóst að Ísland er landið þeirra. Lögreglumenn ráku Hafstein Regínuson og James McDaniel frá borði flugvélar í Baltimore í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Þeir telja fordóma gegn samkynhneigðum einu mögulegu ástæðuna fyrir aðgerðum lögreglunnar. „Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir í vélinni komu skyndilega þrjár löggur og sögðu að ég yrði að yfirgefa vélina,“ segir Hafsteinn barþjónn, sem einnig er þekktur sem dragdrottningin Ragna Rök. „Við fórum ekki alveg þegjandi og hljóðalaust en hlýddum enda var ég skíthræddur. Ég ætlaði ekki að fara að láta handtaka mig í þessu landi.“ Þegar úr vélinni var komið brast Hafsteinn í grát. „Þá æptu þeir á mig að ég yrði að róa mig, annars yrði ég fjarlægður í handjárnum.“ Þegar þeir fóru fram á skýringar var þeim sagt að Hafsteinn hefði verið að kasta hlutum í flugfreyju. „Sem er hrein og klár lygi. James var síðan boðið að fara aftur um borð, sem hann þáði auðvitað ekki.“ „Ég mun aldrei gleyma óttanum, niðurlægingunni og sorginni í rödd Haffa þar sem hann grét í örmum mínum fyrir utan flugstöðina þar sem hann grátbað mig um að koma okkur aftur til Íslands, að koma okkur heim,“ segir James. Það sem átti að vera um þriggja klukkustunda flug frá Baltimore til Alabama varð að fjögurra daga erfiðu ferðalagi. „Við vorum þá búnir að missa af kvöldverðarboði stórfjölskyldunnar, sem var hjá ömmu hans á Þorláksmessu, og James búinn að tapa fjórum dögum með fjölskyldu sinni sem hann hafði ekki séð í tvö ár.“ Hafsteinn og James hafa í framhaldinu komist að raun um að óeðlilega mikið sé um tilfelli hjá flugfélaginu Southwest Airlines og á þessum tiltekna flugvelli þar sem fólki er vísað frá borði á einkennilegum forsendum. Þar sem lögreglu og flugfélaginu ber ekki saman um ástæðu brottvísunar Hafsteins telja þeir víst að fordómar séu ástæðan. „Við skárum okkur kannski úr í farþegahópnum. Við gerðum samt ekkert annað en að leiðast, kyssast og Haffi hallaði sér að mér þegar við vorum sestir. Allt eitthvað sem er algengt og sjálfsagt að pör, gagn- eða samkynhneigð, geri á Íslandi,“ segir James. „Það er fiskilykt af þessu öllu saman,“ segir Hafsteinn og bætir við að hann sé enn með kvíðahnút í maganum og óttist heimferðina. „Þetta er nett kúltúrsjokk fyrir frjálslegan Íslending eins og mig.“ James segist vera að átta sig á hversu alvarlegar fréttir frá Bandaríkjunum, af uppgangi fasískra og rasískra viðhorfa með tilheyrandi fordómum í garð kvenna, samkynhneigðra og trans fólks, eru í raun og veru. Hann hafi ef til vill verið orðinn svo vanur þessum sjálfsögðu mannréttindum á Íslandi og því orðinn dofinn fyrir því hversu breytingarnar í heimlandinu eru í raun alvarlegar. Hafsteinn og James segjast hafa fengið mikinn stuðning og hlýhug frá vinum og ættingjum nær og fjær sem þeir meti mikils og hafi hjálpað þeim að komast yfir áfallið á flugvellinum. „Okkur þykir alveg ólýsanlega vænt um allar kveðjurnar og stuðninginn sem við höfum fengið,“ segir Hafsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Lögreglumenn ráku Hafstein Regínuson og James McDaniel frá borði flugvélar í Baltimore í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Þeir telja fordóma gegn samkynhneigðum einu mögulegu ástæðuna fyrir aðgerðum lögreglunnar. „Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir í vélinni komu skyndilega þrjár löggur og sögðu að ég yrði að yfirgefa vélina,“ segir Hafsteinn barþjónn, sem einnig er þekktur sem dragdrottningin Ragna Rök. „Við fórum ekki alveg þegjandi og hljóðalaust en hlýddum enda var ég skíthræddur. Ég ætlaði ekki að fara að láta handtaka mig í þessu landi.“ Þegar úr vélinni var komið brast Hafsteinn í grát. „Þá æptu þeir á mig að ég yrði að róa mig, annars yrði ég fjarlægður í handjárnum.“ Þegar þeir fóru fram á skýringar var þeim sagt að Hafsteinn hefði verið að kasta hlutum í flugfreyju. „Sem er hrein og klár lygi. James var síðan boðið að fara aftur um borð, sem hann þáði auðvitað ekki.“ „Ég mun aldrei gleyma óttanum, niðurlægingunni og sorginni í rödd Haffa þar sem hann grét í örmum mínum fyrir utan flugstöðina þar sem hann grátbað mig um að koma okkur aftur til Íslands, að koma okkur heim,“ segir James. Það sem átti að vera um þriggja klukkustunda flug frá Baltimore til Alabama varð að fjögurra daga erfiðu ferðalagi. „Við vorum þá búnir að missa af kvöldverðarboði stórfjölskyldunnar, sem var hjá ömmu hans á Þorláksmessu, og James búinn að tapa fjórum dögum með fjölskyldu sinni sem hann hafði ekki séð í tvö ár.“ Hafsteinn og James hafa í framhaldinu komist að raun um að óeðlilega mikið sé um tilfelli hjá flugfélaginu Southwest Airlines og á þessum tiltekna flugvelli þar sem fólki er vísað frá borði á einkennilegum forsendum. Þar sem lögreglu og flugfélaginu ber ekki saman um ástæðu brottvísunar Hafsteins telja þeir víst að fordómar séu ástæðan. „Við skárum okkur kannski úr í farþegahópnum. Við gerðum samt ekkert annað en að leiðast, kyssast og Haffi hallaði sér að mér þegar við vorum sestir. Allt eitthvað sem er algengt og sjálfsagt að pör, gagn- eða samkynhneigð, geri á Íslandi,“ segir James. „Það er fiskilykt af þessu öllu saman,“ segir Hafsteinn og bætir við að hann sé enn með kvíðahnút í maganum og óttist heimferðina. „Þetta er nett kúltúrsjokk fyrir frjálslegan Íslending eins og mig.“ James segist vera að átta sig á hversu alvarlegar fréttir frá Bandaríkjunum, af uppgangi fasískra og rasískra viðhorfa með tilheyrandi fordómum í garð kvenna, samkynhneigðra og trans fólks, eru í raun og veru. Hann hafi ef til vill verið orðinn svo vanur þessum sjálfsögðu mannréttindum á Íslandi og því orðinn dofinn fyrir því hversu breytingarnar í heimlandinu eru í raun alvarlegar. Hafsteinn og James segjast hafa fengið mikinn stuðning og hlýhug frá vinum og ættingjum nær og fjær sem þeir meti mikils og hafi hjálpað þeim að komast yfir áfallið á flugvellinum. „Okkur þykir alveg ólýsanlega vænt um allar kveðjurnar og stuðninginn sem við höfum fengið,“ segir Hafsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira