Íslensku pari hótað handtöku á flugvelli Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. desember 2017 06:00 James öðlaðist ríkisborgararétt hérna nýlega og eftir hremmingar hans og Hafsteins í Bandaríkjunum er ljóst að Ísland er landið þeirra. Lögreglumenn ráku Hafstein Regínuson og James McDaniel frá borði flugvélar í Baltimore í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Þeir telja fordóma gegn samkynhneigðum einu mögulegu ástæðuna fyrir aðgerðum lögreglunnar. „Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir í vélinni komu skyndilega þrjár löggur og sögðu að ég yrði að yfirgefa vélina,“ segir Hafsteinn barþjónn, sem einnig er þekktur sem dragdrottningin Ragna Rök. „Við fórum ekki alveg þegjandi og hljóðalaust en hlýddum enda var ég skíthræddur. Ég ætlaði ekki að fara að láta handtaka mig í þessu landi.“ Þegar úr vélinni var komið brast Hafsteinn í grát. „Þá æptu þeir á mig að ég yrði að róa mig, annars yrði ég fjarlægður í handjárnum.“ Þegar þeir fóru fram á skýringar var þeim sagt að Hafsteinn hefði verið að kasta hlutum í flugfreyju. „Sem er hrein og klár lygi. James var síðan boðið að fara aftur um borð, sem hann þáði auðvitað ekki.“ „Ég mun aldrei gleyma óttanum, niðurlægingunni og sorginni í rödd Haffa þar sem hann grét í örmum mínum fyrir utan flugstöðina þar sem hann grátbað mig um að koma okkur aftur til Íslands, að koma okkur heim,“ segir James. Það sem átti að vera um þriggja klukkustunda flug frá Baltimore til Alabama varð að fjögurra daga erfiðu ferðalagi. „Við vorum þá búnir að missa af kvöldverðarboði stórfjölskyldunnar, sem var hjá ömmu hans á Þorláksmessu, og James búinn að tapa fjórum dögum með fjölskyldu sinni sem hann hafði ekki séð í tvö ár.“ Hafsteinn og James hafa í framhaldinu komist að raun um að óeðlilega mikið sé um tilfelli hjá flugfélaginu Southwest Airlines og á þessum tiltekna flugvelli þar sem fólki er vísað frá borði á einkennilegum forsendum. Þar sem lögreglu og flugfélaginu ber ekki saman um ástæðu brottvísunar Hafsteins telja þeir víst að fordómar séu ástæðan. „Við skárum okkur kannski úr í farþegahópnum. Við gerðum samt ekkert annað en að leiðast, kyssast og Haffi hallaði sér að mér þegar við vorum sestir. Allt eitthvað sem er algengt og sjálfsagt að pör, gagn- eða samkynhneigð, geri á Íslandi,“ segir James. „Það er fiskilykt af þessu öllu saman,“ segir Hafsteinn og bætir við að hann sé enn með kvíðahnút í maganum og óttist heimferðina. „Þetta er nett kúltúrsjokk fyrir frjálslegan Íslending eins og mig.“ James segist vera að átta sig á hversu alvarlegar fréttir frá Bandaríkjunum, af uppgangi fasískra og rasískra viðhorfa með tilheyrandi fordómum í garð kvenna, samkynhneigðra og trans fólks, eru í raun og veru. Hann hafi ef til vill verið orðinn svo vanur þessum sjálfsögðu mannréttindum á Íslandi og því orðinn dofinn fyrir því hversu breytingarnar í heimlandinu eru í raun alvarlegar. Hafsteinn og James segjast hafa fengið mikinn stuðning og hlýhug frá vinum og ættingjum nær og fjær sem þeir meti mikils og hafi hjálpað þeim að komast yfir áfallið á flugvellinum. „Okkur þykir alveg ólýsanlega vænt um allar kveðjurnar og stuðninginn sem við höfum fengið,“ segir Hafsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Lögreglumenn ráku Hafstein Regínuson og James McDaniel frá borði flugvélar í Baltimore í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Þeir telja fordóma gegn samkynhneigðum einu mögulegu ástæðuna fyrir aðgerðum lögreglunnar. „Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir í vélinni komu skyndilega þrjár löggur og sögðu að ég yrði að yfirgefa vélina,“ segir Hafsteinn barþjónn, sem einnig er þekktur sem dragdrottningin Ragna Rök. „Við fórum ekki alveg þegjandi og hljóðalaust en hlýddum enda var ég skíthræddur. Ég ætlaði ekki að fara að láta handtaka mig í þessu landi.“ Þegar úr vélinni var komið brast Hafsteinn í grát. „Þá æptu þeir á mig að ég yrði að róa mig, annars yrði ég fjarlægður í handjárnum.“ Þegar þeir fóru fram á skýringar var þeim sagt að Hafsteinn hefði verið að kasta hlutum í flugfreyju. „Sem er hrein og klár lygi. James var síðan boðið að fara aftur um borð, sem hann þáði auðvitað ekki.“ „Ég mun aldrei gleyma óttanum, niðurlægingunni og sorginni í rödd Haffa þar sem hann grét í örmum mínum fyrir utan flugstöðina þar sem hann grátbað mig um að koma okkur aftur til Íslands, að koma okkur heim,“ segir James. Það sem átti að vera um þriggja klukkustunda flug frá Baltimore til Alabama varð að fjögurra daga erfiðu ferðalagi. „Við vorum þá búnir að missa af kvöldverðarboði stórfjölskyldunnar, sem var hjá ömmu hans á Þorláksmessu, og James búinn að tapa fjórum dögum með fjölskyldu sinni sem hann hafði ekki séð í tvö ár.“ Hafsteinn og James hafa í framhaldinu komist að raun um að óeðlilega mikið sé um tilfelli hjá flugfélaginu Southwest Airlines og á þessum tiltekna flugvelli þar sem fólki er vísað frá borði á einkennilegum forsendum. Þar sem lögreglu og flugfélaginu ber ekki saman um ástæðu brottvísunar Hafsteins telja þeir víst að fordómar séu ástæðan. „Við skárum okkur kannski úr í farþegahópnum. Við gerðum samt ekkert annað en að leiðast, kyssast og Haffi hallaði sér að mér þegar við vorum sestir. Allt eitthvað sem er algengt og sjálfsagt að pör, gagn- eða samkynhneigð, geri á Íslandi,“ segir James. „Það er fiskilykt af þessu öllu saman,“ segir Hafsteinn og bætir við að hann sé enn með kvíðahnút í maganum og óttist heimferðina. „Þetta er nett kúltúrsjokk fyrir frjálslegan Íslending eins og mig.“ James segist vera að átta sig á hversu alvarlegar fréttir frá Bandaríkjunum, af uppgangi fasískra og rasískra viðhorfa með tilheyrandi fordómum í garð kvenna, samkynhneigðra og trans fólks, eru í raun og veru. Hann hafi ef til vill verið orðinn svo vanur þessum sjálfsögðu mannréttindum á Íslandi og því orðinn dofinn fyrir því hversu breytingarnar í heimlandinu eru í raun alvarlegar. Hafsteinn og James segjast hafa fengið mikinn stuðning og hlýhug frá vinum og ættingjum nær og fjær sem þeir meti mikils og hafi hjálpað þeim að komast yfir áfallið á flugvellinum. „Okkur þykir alveg ólýsanlega vænt um allar kveðjurnar og stuðninginn sem við höfum fengið,“ segir Hafsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira