Dýrari vörur og stærri körfur fyrir jólin í ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2017 18:32 Frá miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu þar sem margir hafa eflaust verslað síðustu jólagjafirnar. Vísir/Eyþór Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir hin umtöluðu sous vide-tæki og þráðlaus heyrnartól hafa verið vinsælustu jólagjafirnar í ár. Neyslumynstur Íslendinga sé greinilega að breytast og þá virðast dýrari vörur hafa leynst undir trénu þessi jól en árin á undan. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi jólaverslunina í ár. Hann segir kaupmenn hafa búist við vinsældum sous vide-tækja, sem seldust upp á mörgum stöðum fyrir jólin – en þó ekki öllum - og því birgt sig vel upp af tækjunum sjálfum. Aukahlutir, sem notaðir eru við sous vide-matargerð, lofttæmingarvélar og sérstakir pokar til matreiðslunnar, hafi hins vegar selst nær alveg upp. Þráðlaus heyrnartól slógu einnig í gegn hjá Íslendingum í ár en mikil sala var á raftækjum fyrir jólin, eins og síðustu ár. Þá segir Árni neytendur hafa keypt fleiri og dýrari vörur nú en árin á undan. „Það sem menn sáu helst var að það var stækkun á vörukörfum hjá einhverjum, menn voru kannski að kaupa meira, dýrari vörur mögulega. Dýrari útgáfu af samskonar vörum og áður, og þar var helst að nefna heyrnartól og slíkt,“ segir Árni. „Svo var töluvert af fatnaði líka sem seldist sem var mögulega klassa ofar en hefur verið áður, en í sömu búðunum.Sjá einnig: Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréfKoma Costco hafði sömu áhrif og Bónus á sínum tíma Þá segir Árni að breytingar á því hvar fólk verslar, og hvernig, hafi verið sérstaklega áberandi í ár. Netverslun sé þar stærsti þátturinn, og þá samverkun netverslunar og verslananna sjálfra. Mikið sé til að mynda um það að viðskiptavinir kaupi vörur á netinu og sæki þær svo í beint í búðirnar, eða þá að fólk skoði vörur á netinu og kaupi svo í búðinni. Stærstu viðbætur í íslenska verslun á árinu voru án alls vafa risarnir Costco og H&M. Árni segir verslanirnar hafa verkað hvetjandi á íslenska verslun en fordæmi eru spark í rassinn á íslenskri verslun? –costco og h&m bæði til landsins í ár „Það virðist vera eins og það komi reglulega atburður í íslenskri verslun þar sem pressan verður meiri, bæði frá samkeppnisaðilum og neytendum sem verða þá duglegri í einhvern tíma að bera saman,“ segir Árni sem líkir innspýtingunni sem varð við komu verslunarrisanna við komu Bónuss á sínum tíma. „Koma Costco er um margt líkt komu Bónus fyrir einverju síðan og Hagkaups þar á undan. Þá er í raun og veru eitthvað sem breytist og menn fara að fá ástæðu til að fara og reyna að vera skilvirkari og gera betur og endursemja við birgja og slíkt.“Hlusta má á viðtalið við Árna í heild í spilaranum hér að neðan. Neytendur Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir hin umtöluðu sous vide-tæki og þráðlaus heyrnartól hafa verið vinsælustu jólagjafirnar í ár. Neyslumynstur Íslendinga sé greinilega að breytast og þá virðast dýrari vörur hafa leynst undir trénu þessi jól en árin á undan. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi jólaverslunina í ár. Hann segir kaupmenn hafa búist við vinsældum sous vide-tækja, sem seldust upp á mörgum stöðum fyrir jólin – en þó ekki öllum - og því birgt sig vel upp af tækjunum sjálfum. Aukahlutir, sem notaðir eru við sous vide-matargerð, lofttæmingarvélar og sérstakir pokar til matreiðslunnar, hafi hins vegar selst nær alveg upp. Þráðlaus heyrnartól slógu einnig í gegn hjá Íslendingum í ár en mikil sala var á raftækjum fyrir jólin, eins og síðustu ár. Þá segir Árni neytendur hafa keypt fleiri og dýrari vörur nú en árin á undan. „Það sem menn sáu helst var að það var stækkun á vörukörfum hjá einhverjum, menn voru kannski að kaupa meira, dýrari vörur mögulega. Dýrari útgáfu af samskonar vörum og áður, og þar var helst að nefna heyrnartól og slíkt,“ segir Árni. „Svo var töluvert af fatnaði líka sem seldist sem var mögulega klassa ofar en hefur verið áður, en í sömu búðunum.Sjá einnig: Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréfKoma Costco hafði sömu áhrif og Bónus á sínum tíma Þá segir Árni að breytingar á því hvar fólk verslar, og hvernig, hafi verið sérstaklega áberandi í ár. Netverslun sé þar stærsti þátturinn, og þá samverkun netverslunar og verslananna sjálfra. Mikið sé til að mynda um það að viðskiptavinir kaupi vörur á netinu og sæki þær svo í beint í búðirnar, eða þá að fólk skoði vörur á netinu og kaupi svo í búðinni. Stærstu viðbætur í íslenska verslun á árinu voru án alls vafa risarnir Costco og H&M. Árni segir verslanirnar hafa verkað hvetjandi á íslenska verslun en fordæmi eru spark í rassinn á íslenskri verslun? –costco og h&m bæði til landsins í ár „Það virðist vera eins og það komi reglulega atburður í íslenskri verslun þar sem pressan verður meiri, bæði frá samkeppnisaðilum og neytendum sem verða þá duglegri í einhvern tíma að bera saman,“ segir Árni sem líkir innspýtingunni sem varð við komu verslunarrisanna við komu Bónuss á sínum tíma. „Koma Costco er um margt líkt komu Bónus fyrir einverju síðan og Hagkaups þar á undan. Þá er í raun og veru eitthvað sem breytist og menn fara að fá ástæðu til að fara og reyna að vera skilvirkari og gera betur og endursemja við birgja og slíkt.“Hlusta má á viðtalið við Árna í heild í spilaranum hér að neðan.
Neytendur Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00
Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30
Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00
Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30