Slysið varð með þeim hætti að rútunni var ekið aftan á fólksbíl. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina.
33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir, þeirra á meðal rútubílstjórinn sem er íslenskur, og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn. Því til viðbótar voru ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi frá Litháen sem slösuðust ekki.
Fólkið var allt flutt áleiðis til höfuðborgarinnar síðdegis.

-
Einn lést og a.m.k. tólf slösuðust alvarlega og voru flutt af vettvangi í þyrlu
- Tveir farþegar festust undir rútunni og tók langan tíma að ná þeim þaðan. Annar þeirra var upphaflega talinn látinn en reyndist alvarlega slasaður.
- Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í aðgerðum
- Ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi, ferðamenn frá Litháen, slösuðust ekki alvarlega
- Miklar annir voru á Landspítalanum
- Blóðbankinn óskar eftir blóðgjöfum í O-flokki vegna slyssins
- Þjóðvegi 1 var lokað við Klaustur og verður lokuð fram á kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg.
- Kínverskir túlkar fóru á vettvang.
- Mikil hálka var á vettvangi og bratt niður af veginum þaðan sem rútan valt