Heather greindist með heilaæxli fyrir fjórum vikum og féll frá á aðfangadagskvöld.
„Hún var leikkona, ballerína og naut hver dags til fullnustu,“ er haft eftir syni hennar í TMZ.
Louisa var þriðja elsta Von Trapp barnið en Heather náði ekki hæðum á sviði eftir Söngvaseið. Hún sat nakin fyrir í Playboy þegar hún var 23 ára sem féll ekki vel í kramið hjá trúuðum foreldrum hennar.
Hún giftist framleiðandanum Robert Urich 1975. Hann lést árið 2002.
Að neðan má sjá eitt frægasta atriðið úr söngleiknum þegar börnin syngja áður en haldið er til hvílu. Heather er þriðja barnið til að syngja.