Katrín nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2017 14:58 Katrín Jakobsdóttir segist ekki ímynda sér að hún viti allt fyrirfram um öll mál í stjórnarráðinu. Vísir/Stefán Forsætisráðherra segist nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag þar sem hún reyni að vera í sem bestu sambandi við samstarfsflokkana og að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera. Hún segir nálgast embætti forsætisráðherra af auðmýkt og virðingu. Katrín Jakobsdóttir var í ítarlegu viðtali hjá Heimi Karlssyni á Bylgjunni í morgun. Ræddu þau meðal annars um störf Katrínar í forsætisráðuneytinu og ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk. „Ég nálgast þetta bara dálítið eins og hvert annað verkefni, bara eins og húsfélagið. Maður reynir bara að vera í sambandi, passa að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera og að við séum eins mikið samstillt og mögulegt er,“ segir Katrín um samstarfið.Enginn segir manni hvernig á að vera ráðherra Sem forsætisráðherra segir Katrín að hún eigi að vita allt um alla málaflokka sem engin geti þó gert. Þó að sumir sjái embættið fyrir sér sem einvaldsembætti þá sé sú ekki raunin þó að forsætisráðherra geti vissulega haft mikið um það að segja hvernig stjórnsýslan og stjórnmálin þróast. Katrín segist hafa lært það þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra eftir hrun að enginn geti sagt manni hvernig eigi að vera ráðherra. Hver og einn verði að læra að fóta sig á svellinu og læra af reynslunni. „Ég nálgast bara þetta embætti af virðingu og ég reyni að nálgast það líka af ákveðinni auðmýkt því ég ímynda mér sko ekki að ég viti allt um allt fyrirfram, svo sannarlega ekki. Ég reyni að gera það með sem mestum og bestum samskiptum við mína félaga sem eru formenn hinna stjórnarflokkanna,“ segir hún.Katrín fer fyrir ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum. Hún leggur áherslu á góð samskipti og að fylgjast með því sem aðrir ráðherrar fást við.Vísir/EyþórEkki trúuð en dáist að boðskap kristninnar Í viðtalinu fóru þau Heimir og Katrín um víðan völl, meðal annars um unglingaveiki Katrínar þegar hún var yngri og hvernig hún leiddist út í félagsstörf og stúdentapólitík á mennta- og háskólaárum. Katrín segist ekki vera trúuð og að hún og fjölskylda hennar hafi verið utan kirkju í marga ættliði. „Mér finnst hins vegar ágætt að velta hlutunum fyrir mér og er um margt hrifin af boðskap kristninnar þó að ég sé ekki tiltakanleg trúuð,“ segir Katrín. Þrátt fyrir það segir Katrín að hún og fjölskylda hennar hlýði á messu á jólunum og líti á það sem menningarlegan viðburð. Sjálf segist hún bæði gefa bækur í jólagjöf og hafa gaman af því að fá bækur og lesa um jólin. „Við erum bara svo rosalega hefðbundin að okkur finnst mest gaman að lesa og svo að horfa á eitthvað gott sjónvarpsefni. Láta sér bara líða vel. Svo er auðvitað tími til að hitta fjölskyldu,“ segir Katrín. Alþingi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Sjá meira
Forsætisráðherra segist nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag þar sem hún reyni að vera í sem bestu sambandi við samstarfsflokkana og að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera. Hún segir nálgast embætti forsætisráðherra af auðmýkt og virðingu. Katrín Jakobsdóttir var í ítarlegu viðtali hjá Heimi Karlssyni á Bylgjunni í morgun. Ræddu þau meðal annars um störf Katrínar í forsætisráðuneytinu og ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk. „Ég nálgast þetta bara dálítið eins og hvert annað verkefni, bara eins og húsfélagið. Maður reynir bara að vera í sambandi, passa að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera og að við séum eins mikið samstillt og mögulegt er,“ segir Katrín um samstarfið.Enginn segir manni hvernig á að vera ráðherra Sem forsætisráðherra segir Katrín að hún eigi að vita allt um alla málaflokka sem engin geti þó gert. Þó að sumir sjái embættið fyrir sér sem einvaldsembætti þá sé sú ekki raunin þó að forsætisráðherra geti vissulega haft mikið um það að segja hvernig stjórnsýslan og stjórnmálin þróast. Katrín segist hafa lært það þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra eftir hrun að enginn geti sagt manni hvernig eigi að vera ráðherra. Hver og einn verði að læra að fóta sig á svellinu og læra af reynslunni. „Ég nálgast bara þetta embætti af virðingu og ég reyni að nálgast það líka af ákveðinni auðmýkt því ég ímynda mér sko ekki að ég viti allt um allt fyrirfram, svo sannarlega ekki. Ég reyni að gera það með sem mestum og bestum samskiptum við mína félaga sem eru formenn hinna stjórnarflokkanna,“ segir hún.Katrín fer fyrir ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum. Hún leggur áherslu á góð samskipti og að fylgjast með því sem aðrir ráðherrar fást við.Vísir/EyþórEkki trúuð en dáist að boðskap kristninnar Í viðtalinu fóru þau Heimir og Katrín um víðan völl, meðal annars um unglingaveiki Katrínar þegar hún var yngri og hvernig hún leiddist út í félagsstörf og stúdentapólitík á mennta- og háskólaárum. Katrín segist ekki vera trúuð og að hún og fjölskylda hennar hafi verið utan kirkju í marga ættliði. „Mér finnst hins vegar ágætt að velta hlutunum fyrir mér og er um margt hrifin af boðskap kristninnar þó að ég sé ekki tiltakanleg trúuð,“ segir Katrín. Þrátt fyrir það segir Katrín að hún og fjölskylda hennar hlýði á messu á jólunum og líti á það sem menningarlegan viðburð. Sjálf segist hún bæði gefa bækur í jólagjöf og hafa gaman af því að fá bækur og lesa um jólin. „Við erum bara svo rosalega hefðbundin að okkur finnst mest gaman að lesa og svo að horfa á eitthvað gott sjónvarpsefni. Láta sér bara líða vel. Svo er auðvitað tími til að hitta fjölskyldu,“ segir Katrín.
Alþingi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Sjá meira