Katrín nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2017 14:58 Katrín Jakobsdóttir segist ekki ímynda sér að hún viti allt fyrirfram um öll mál í stjórnarráðinu. Vísir/Stefán Forsætisráðherra segist nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag þar sem hún reyni að vera í sem bestu sambandi við samstarfsflokkana og að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera. Hún segir nálgast embætti forsætisráðherra af auðmýkt og virðingu. Katrín Jakobsdóttir var í ítarlegu viðtali hjá Heimi Karlssyni á Bylgjunni í morgun. Ræddu þau meðal annars um störf Katrínar í forsætisráðuneytinu og ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk. „Ég nálgast þetta bara dálítið eins og hvert annað verkefni, bara eins og húsfélagið. Maður reynir bara að vera í sambandi, passa að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera og að við séum eins mikið samstillt og mögulegt er,“ segir Katrín um samstarfið.Enginn segir manni hvernig á að vera ráðherra Sem forsætisráðherra segir Katrín að hún eigi að vita allt um alla málaflokka sem engin geti þó gert. Þó að sumir sjái embættið fyrir sér sem einvaldsembætti þá sé sú ekki raunin þó að forsætisráðherra geti vissulega haft mikið um það að segja hvernig stjórnsýslan og stjórnmálin þróast. Katrín segist hafa lært það þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra eftir hrun að enginn geti sagt manni hvernig eigi að vera ráðherra. Hver og einn verði að læra að fóta sig á svellinu og læra af reynslunni. „Ég nálgast bara þetta embætti af virðingu og ég reyni að nálgast það líka af ákveðinni auðmýkt því ég ímynda mér sko ekki að ég viti allt um allt fyrirfram, svo sannarlega ekki. Ég reyni að gera það með sem mestum og bestum samskiptum við mína félaga sem eru formenn hinna stjórnarflokkanna,“ segir hún.Katrín fer fyrir ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum. Hún leggur áherslu á góð samskipti og að fylgjast með því sem aðrir ráðherrar fást við.Vísir/EyþórEkki trúuð en dáist að boðskap kristninnar Í viðtalinu fóru þau Heimir og Katrín um víðan völl, meðal annars um unglingaveiki Katrínar þegar hún var yngri og hvernig hún leiddist út í félagsstörf og stúdentapólitík á mennta- og háskólaárum. Katrín segist ekki vera trúuð og að hún og fjölskylda hennar hafi verið utan kirkju í marga ættliði. „Mér finnst hins vegar ágætt að velta hlutunum fyrir mér og er um margt hrifin af boðskap kristninnar þó að ég sé ekki tiltakanleg trúuð,“ segir Katrín. Þrátt fyrir það segir Katrín að hún og fjölskylda hennar hlýði á messu á jólunum og líti á það sem menningarlegan viðburð. Sjálf segist hún bæði gefa bækur í jólagjöf og hafa gaman af því að fá bækur og lesa um jólin. „Við erum bara svo rosalega hefðbundin að okkur finnst mest gaman að lesa og svo að horfa á eitthvað gott sjónvarpsefni. Láta sér bara líða vel. Svo er auðvitað tími til að hitta fjölskyldu,“ segir Katrín. Alþingi Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Forsætisráðherra segist nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag þar sem hún reyni að vera í sem bestu sambandi við samstarfsflokkana og að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera. Hún segir nálgast embætti forsætisráðherra af auðmýkt og virðingu. Katrín Jakobsdóttir var í ítarlegu viðtali hjá Heimi Karlssyni á Bylgjunni í morgun. Ræddu þau meðal annars um störf Katrínar í forsætisráðuneytinu og ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk. „Ég nálgast þetta bara dálítið eins og hvert annað verkefni, bara eins og húsfélagið. Maður reynir bara að vera í sambandi, passa að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera og að við séum eins mikið samstillt og mögulegt er,“ segir Katrín um samstarfið.Enginn segir manni hvernig á að vera ráðherra Sem forsætisráðherra segir Katrín að hún eigi að vita allt um alla málaflokka sem engin geti þó gert. Þó að sumir sjái embættið fyrir sér sem einvaldsembætti þá sé sú ekki raunin þó að forsætisráðherra geti vissulega haft mikið um það að segja hvernig stjórnsýslan og stjórnmálin þróast. Katrín segist hafa lært það þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra eftir hrun að enginn geti sagt manni hvernig eigi að vera ráðherra. Hver og einn verði að læra að fóta sig á svellinu og læra af reynslunni. „Ég nálgast bara þetta embætti af virðingu og ég reyni að nálgast það líka af ákveðinni auðmýkt því ég ímynda mér sko ekki að ég viti allt um allt fyrirfram, svo sannarlega ekki. Ég reyni að gera það með sem mestum og bestum samskiptum við mína félaga sem eru formenn hinna stjórnarflokkanna,“ segir hún.Katrín fer fyrir ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum. Hún leggur áherslu á góð samskipti og að fylgjast með því sem aðrir ráðherrar fást við.Vísir/EyþórEkki trúuð en dáist að boðskap kristninnar Í viðtalinu fóru þau Heimir og Katrín um víðan völl, meðal annars um unglingaveiki Katrínar þegar hún var yngri og hvernig hún leiddist út í félagsstörf og stúdentapólitík á mennta- og háskólaárum. Katrín segist ekki vera trúuð og að hún og fjölskylda hennar hafi verið utan kirkju í marga ættliði. „Mér finnst hins vegar ágætt að velta hlutunum fyrir mér og er um margt hrifin af boðskap kristninnar þó að ég sé ekki tiltakanleg trúuð,“ segir Katrín. Þrátt fyrir það segir Katrín að hún og fjölskylda hennar hlýði á messu á jólunum og líti á það sem menningarlegan viðburð. Sjálf segist hún bæði gefa bækur í jólagjöf og hafa gaman af því að fá bækur og lesa um jólin. „Við erum bara svo rosalega hefðbundin að okkur finnst mest gaman að lesa og svo að horfa á eitthvað gott sjónvarpsefni. Láta sér bara líða vel. Svo er auðvitað tími til að hitta fjölskyldu,“ segir Katrín.
Alþingi Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira