Naggarnir stoppuðu sigurgöngu Warriors Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. desember 2017 09:30 Kevin Durant og félagar voru ekki í sínu besta formi í nótt vísir/getty Denver Nuggets stoppuðu sigurgöngu Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistararnir í Golden State höfðu unnið síðustu 11 leiki sína í röð þegar Naggarnir komu í heimsókn og stálu sigrinum. Þetta var annar útisigur Nuggets í röð. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, sagði sína menn ekki hafa verið til staðar. „Stundum, eftir langa sigurgöngu, þá verður þú aðeins kærulaus. Það sem ég hef mestar áhyggjur af eftir kvöldið er að ég sá enga gleði. Við skemmtum okkur ekki,“ sagði Kerr. Leikurinn fór 96-81 fyrir Denver, og er það lægsta stigaskor sem Golden State hefur verið með í leik á tímabilinu til þessa. Kevin Durant skoraði aðeins 18 stig og tók sex fráköst í leik þar sem þessi annars skotvissi maður var ekki á pari, hann hitti ekki eitt einasta þriggja stiga skot og var heildarnýting Warriors liðsins í þristum aðeins 38,6 prósent . Warriors mæta Cleveland Cavaliers á morgun, jóladag, en þessi lið hafa mæst í úrslitarimmu deildarinnar síðustu þrjú tímabil. Cavaliers fá lengri hvíld en meistararnir, því þeir spiluðu ekki í nótt. Andstæðingar Cleveland frá því á föstudaginn, Chicago Bulls, mættu Bolton Celtics í nótt, en Boston menn hafa átt mjög gott tímabil. Bulls voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Celtic-menn sem fóru með 25 stiga sigur. Munurinn á liðunum var því Kyrie Irving, en hann skoraði 25 stig í leiknum og Jaylen Brown bætti 20 við. Boston hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum, en liðið hefur enn ekki tapað þremur í röð á tímabilinu, og þeir komu í veg fyrir að það gerðist í nótt. Trail Blazers fóru til Los Angeles og mættu Lakers, en liðið hafði ekki tapað fyrir Lakers í síðustu 13 viðureignum liðanna. Þar varð engin breyting á í nótt, niðurstaðan 95-92 fyrir Trail Blazers.Úrslit næturinnar: Raptors – 76ers 102-86 Hornets – Bucks 111-106 Pacers – Nets 123-119 Wizards – Magic 130-103 Hawks – Mavericks 112-107 Celtics – Bulls 117-92 Heat – Pelicans 94-109 Grizzlies – Clippers 115-112 Jazz – Thunder 89-103 Warriors – Nuggets 81-96 Suns – Timberwolves 106-115 Lakers – Trail Blazers 92-95 Kings – Spurs 99-108 NBA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Denver Nuggets stoppuðu sigurgöngu Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistararnir í Golden State höfðu unnið síðustu 11 leiki sína í röð þegar Naggarnir komu í heimsókn og stálu sigrinum. Þetta var annar útisigur Nuggets í röð. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, sagði sína menn ekki hafa verið til staðar. „Stundum, eftir langa sigurgöngu, þá verður þú aðeins kærulaus. Það sem ég hef mestar áhyggjur af eftir kvöldið er að ég sá enga gleði. Við skemmtum okkur ekki,“ sagði Kerr. Leikurinn fór 96-81 fyrir Denver, og er það lægsta stigaskor sem Golden State hefur verið með í leik á tímabilinu til þessa. Kevin Durant skoraði aðeins 18 stig og tók sex fráköst í leik þar sem þessi annars skotvissi maður var ekki á pari, hann hitti ekki eitt einasta þriggja stiga skot og var heildarnýting Warriors liðsins í þristum aðeins 38,6 prósent . Warriors mæta Cleveland Cavaliers á morgun, jóladag, en þessi lið hafa mæst í úrslitarimmu deildarinnar síðustu þrjú tímabil. Cavaliers fá lengri hvíld en meistararnir, því þeir spiluðu ekki í nótt. Andstæðingar Cleveland frá því á föstudaginn, Chicago Bulls, mættu Bolton Celtics í nótt, en Boston menn hafa átt mjög gott tímabil. Bulls voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Celtic-menn sem fóru með 25 stiga sigur. Munurinn á liðunum var því Kyrie Irving, en hann skoraði 25 stig í leiknum og Jaylen Brown bætti 20 við. Boston hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum, en liðið hefur enn ekki tapað þremur í röð á tímabilinu, og þeir komu í veg fyrir að það gerðist í nótt. Trail Blazers fóru til Los Angeles og mættu Lakers, en liðið hafði ekki tapað fyrir Lakers í síðustu 13 viðureignum liðanna. Þar varð engin breyting á í nótt, niðurstaðan 95-92 fyrir Trail Blazers.Úrslit næturinnar: Raptors – 76ers 102-86 Hornets – Bucks 111-106 Pacers – Nets 123-119 Wizards – Magic 130-103 Hawks – Mavericks 112-107 Celtics – Bulls 117-92 Heat – Pelicans 94-109 Grizzlies – Clippers 115-112 Jazz – Thunder 89-103 Warriors – Nuggets 81-96 Suns – Timberwolves 106-115 Lakers – Trail Blazers 92-95 Kings – Spurs 99-108
NBA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira