Lokuðum augunum og læstum okkur inni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2017 10:15 Þeir Tómas R. og Eyþór Gunnarsson stilla sér upp utan við bílskúrinn hjá Tómasi. Mynd/Baldur Kristjánsson Í rauninni vorum við bara tvo daga í upptökum, þriðji dagurinn fór í að hlusta og láta taka af okkur myndir,“ segir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari um upptökuferli hins nýja disks hans og Eyþórs Gunnarssonar píanista, Innst inni. Segir þá reyndar hafa hist áður en upptökur hófust til að fara yfir efnið. „Við vorum komnir með lögin nokkurn veginn í puttana, lokuðum svo bara augunum, læstum bílskúrnum hans Eyþórs og hurfum inn í okkur – heyrðum bara rödd hvor annars og svöruðum henni. Það var enginn upptökumaður, bara við tveir. Eyþór ýtti á takkann.“ Tómas tekur fram að eitt grundvallaratriði gildi við allar upptökur, það sé andinn. „Við kunnum þetta sem við erum að gera en öllu skiptir hvernig hugarástandið er. En Eyþór bjó til gott kaffi, ég kom með gott bakkelsi og við byrjuðum dagana mjög jákvæðir.“ Tónsmíðarnar á Innst inni eru ballöður eftir Tómas og það var hann sem átti frumkvæðið að plötunni. Samstarf hans og Eyþórs er heldur ekki nýtt af nálinni. „Eyþór er búinn að spila á meira en tíu plötum sem ég hef gefið út með minni músík,“ segir hann og rifjar upp fyrstu kynnin árið 1981. „Þetta var í Brautarholtinu. Tónlistarskóli FÍH var nýstofnaður og tekinn þar til starfa. Ég stóð þarna með minn fyrsta kontrabassa og við flygilinn sat einn af strákunum í Mezzoforte, Eyþór, við spiluðum saman eitt, tvö lög, eitthvað svoleiðis, og ég man hvað það var mikil sveifla í spilinu hjá honum. Jesús minn, hugsaði ég, án þess að segja neitt.“ Á þessum tíma kveðst Tómas hafa verið í hljómsveitinni Nýja kompaníið og á níunda áratugnum hafi þeir oft spilað saman, hann og Mezzofortestrákarnir, þeir Eyþór, Gunnlaugur Briem og Friðrik Karlsson, auk Sigurðar Flosasonar og Rúnars Georgssonar, meðal annars á plötu sem kom út 1985 og hét Þessi ófétis djass, sem innihélt aðallega músík Tómasar. „Svo komu mínar plötur hver af annarri og ég hringdi alltaf af og til í Eyþór. Ég hef aldrei verið svikinn af hans spili.“ Tómas segir Eyþór hafa gefið sér sjálfstraust sem lagasmið, hann hafi verið svo glúrinn að spila hljóma. „Ég samdi lög sem voru með dálítið nútímalegri hljómum en áður tíðkuðust í djassinum hér, og þeim sem eldri voru gekk misvel að spila þau. Svo hljómuðu þau eins og dýrðin sjálf þegar Eyþór var við hljóðfærið.“ Og áfram heldur Tómas að hæla Eyþóri, sem fer örugglega hjá sér þegar hann les þetta! „Eyþór hefur alltaf spilað vel á mínum plötum en oftar en ekki átt glæsilegustu tilþrifin í rólegum lögum, ballöðum, eins og eru á ferðinni á nýja diskinum. Eyþór hefur stundum kallað sig rómantískan töffara. Ég hugsa að það fari nærri lagi. Ég skil hans línur, þær eru rökvísar þó þær séu stundum flóknar og hann er alltaf að segja sögu. Það er eitthvað í þessum sameiginlega rómantíska skilningi okkar sem gerði það að verkum að ég stakk upp á því að við gerðum þessa ballöðuplötu. Þó maður eigi aldrei að hæla sjálfum sér þá er ég gríðarlega ánægður með árangurinn. Þar er rétti andinn og réttu nóturnar.“ Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Í rauninni vorum við bara tvo daga í upptökum, þriðji dagurinn fór í að hlusta og láta taka af okkur myndir,“ segir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari um upptökuferli hins nýja disks hans og Eyþórs Gunnarssonar píanista, Innst inni. Segir þá reyndar hafa hist áður en upptökur hófust til að fara yfir efnið. „Við vorum komnir með lögin nokkurn veginn í puttana, lokuðum svo bara augunum, læstum bílskúrnum hans Eyþórs og hurfum inn í okkur – heyrðum bara rödd hvor annars og svöruðum henni. Það var enginn upptökumaður, bara við tveir. Eyþór ýtti á takkann.“ Tómas tekur fram að eitt grundvallaratriði gildi við allar upptökur, það sé andinn. „Við kunnum þetta sem við erum að gera en öllu skiptir hvernig hugarástandið er. En Eyþór bjó til gott kaffi, ég kom með gott bakkelsi og við byrjuðum dagana mjög jákvæðir.“ Tónsmíðarnar á Innst inni eru ballöður eftir Tómas og það var hann sem átti frumkvæðið að plötunni. Samstarf hans og Eyþórs er heldur ekki nýtt af nálinni. „Eyþór er búinn að spila á meira en tíu plötum sem ég hef gefið út með minni músík,“ segir hann og rifjar upp fyrstu kynnin árið 1981. „Þetta var í Brautarholtinu. Tónlistarskóli FÍH var nýstofnaður og tekinn þar til starfa. Ég stóð þarna með minn fyrsta kontrabassa og við flygilinn sat einn af strákunum í Mezzoforte, Eyþór, við spiluðum saman eitt, tvö lög, eitthvað svoleiðis, og ég man hvað það var mikil sveifla í spilinu hjá honum. Jesús minn, hugsaði ég, án þess að segja neitt.“ Á þessum tíma kveðst Tómas hafa verið í hljómsveitinni Nýja kompaníið og á níunda áratugnum hafi þeir oft spilað saman, hann og Mezzofortestrákarnir, þeir Eyþór, Gunnlaugur Briem og Friðrik Karlsson, auk Sigurðar Flosasonar og Rúnars Georgssonar, meðal annars á plötu sem kom út 1985 og hét Þessi ófétis djass, sem innihélt aðallega músík Tómasar. „Svo komu mínar plötur hver af annarri og ég hringdi alltaf af og til í Eyþór. Ég hef aldrei verið svikinn af hans spili.“ Tómas segir Eyþór hafa gefið sér sjálfstraust sem lagasmið, hann hafi verið svo glúrinn að spila hljóma. „Ég samdi lög sem voru með dálítið nútímalegri hljómum en áður tíðkuðust í djassinum hér, og þeim sem eldri voru gekk misvel að spila þau. Svo hljómuðu þau eins og dýrðin sjálf þegar Eyþór var við hljóðfærið.“ Og áfram heldur Tómas að hæla Eyþóri, sem fer örugglega hjá sér þegar hann les þetta! „Eyþór hefur alltaf spilað vel á mínum plötum en oftar en ekki átt glæsilegustu tilþrifin í rólegum lögum, ballöðum, eins og eru á ferðinni á nýja diskinum. Eyþór hefur stundum kallað sig rómantískan töffara. Ég hugsa að það fari nærri lagi. Ég skil hans línur, þær eru rökvísar þó þær séu stundum flóknar og hann er alltaf að segja sögu. Það er eitthvað í þessum sameiginlega rómantíska skilningi okkar sem gerði það að verkum að ég stakk upp á því að við gerðum þessa ballöðuplötu. Þó maður eigi aldrei að hæla sjálfum sér þá er ég gríðarlega ánægður með árangurinn. Þar er rétti andinn og réttu nóturnar.“
Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira