Lokuðum augunum og læstum okkur inni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2017 10:15 Þeir Tómas R. og Eyþór Gunnarsson stilla sér upp utan við bílskúrinn hjá Tómasi. Mynd/Baldur Kristjánsson Í rauninni vorum við bara tvo daga í upptökum, þriðji dagurinn fór í að hlusta og láta taka af okkur myndir,“ segir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari um upptökuferli hins nýja disks hans og Eyþórs Gunnarssonar píanista, Innst inni. Segir þá reyndar hafa hist áður en upptökur hófust til að fara yfir efnið. „Við vorum komnir með lögin nokkurn veginn í puttana, lokuðum svo bara augunum, læstum bílskúrnum hans Eyþórs og hurfum inn í okkur – heyrðum bara rödd hvor annars og svöruðum henni. Það var enginn upptökumaður, bara við tveir. Eyþór ýtti á takkann.“ Tómas tekur fram að eitt grundvallaratriði gildi við allar upptökur, það sé andinn. „Við kunnum þetta sem við erum að gera en öllu skiptir hvernig hugarástandið er. En Eyþór bjó til gott kaffi, ég kom með gott bakkelsi og við byrjuðum dagana mjög jákvæðir.“ Tónsmíðarnar á Innst inni eru ballöður eftir Tómas og það var hann sem átti frumkvæðið að plötunni. Samstarf hans og Eyþórs er heldur ekki nýtt af nálinni. „Eyþór er búinn að spila á meira en tíu plötum sem ég hef gefið út með minni músík,“ segir hann og rifjar upp fyrstu kynnin árið 1981. „Þetta var í Brautarholtinu. Tónlistarskóli FÍH var nýstofnaður og tekinn þar til starfa. Ég stóð þarna með minn fyrsta kontrabassa og við flygilinn sat einn af strákunum í Mezzoforte, Eyþór, við spiluðum saman eitt, tvö lög, eitthvað svoleiðis, og ég man hvað það var mikil sveifla í spilinu hjá honum. Jesús minn, hugsaði ég, án þess að segja neitt.“ Á þessum tíma kveðst Tómas hafa verið í hljómsveitinni Nýja kompaníið og á níunda áratugnum hafi þeir oft spilað saman, hann og Mezzofortestrákarnir, þeir Eyþór, Gunnlaugur Briem og Friðrik Karlsson, auk Sigurðar Flosasonar og Rúnars Georgssonar, meðal annars á plötu sem kom út 1985 og hét Þessi ófétis djass, sem innihélt aðallega músík Tómasar. „Svo komu mínar plötur hver af annarri og ég hringdi alltaf af og til í Eyþór. Ég hef aldrei verið svikinn af hans spili.“ Tómas segir Eyþór hafa gefið sér sjálfstraust sem lagasmið, hann hafi verið svo glúrinn að spila hljóma. „Ég samdi lög sem voru með dálítið nútímalegri hljómum en áður tíðkuðust í djassinum hér, og þeim sem eldri voru gekk misvel að spila þau. Svo hljómuðu þau eins og dýrðin sjálf þegar Eyþór var við hljóðfærið.“ Og áfram heldur Tómas að hæla Eyþóri, sem fer örugglega hjá sér þegar hann les þetta! „Eyþór hefur alltaf spilað vel á mínum plötum en oftar en ekki átt glæsilegustu tilþrifin í rólegum lögum, ballöðum, eins og eru á ferðinni á nýja diskinum. Eyþór hefur stundum kallað sig rómantískan töffara. Ég hugsa að það fari nærri lagi. Ég skil hans línur, þær eru rökvísar þó þær séu stundum flóknar og hann er alltaf að segja sögu. Það er eitthvað í þessum sameiginlega rómantíska skilningi okkar sem gerði það að verkum að ég stakk upp á því að við gerðum þessa ballöðuplötu. Þó maður eigi aldrei að hæla sjálfum sér þá er ég gríðarlega ánægður með árangurinn. Þar er rétti andinn og réttu nóturnar.“ Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Í rauninni vorum við bara tvo daga í upptökum, þriðji dagurinn fór í að hlusta og láta taka af okkur myndir,“ segir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari um upptökuferli hins nýja disks hans og Eyþórs Gunnarssonar píanista, Innst inni. Segir þá reyndar hafa hist áður en upptökur hófust til að fara yfir efnið. „Við vorum komnir með lögin nokkurn veginn í puttana, lokuðum svo bara augunum, læstum bílskúrnum hans Eyþórs og hurfum inn í okkur – heyrðum bara rödd hvor annars og svöruðum henni. Það var enginn upptökumaður, bara við tveir. Eyþór ýtti á takkann.“ Tómas tekur fram að eitt grundvallaratriði gildi við allar upptökur, það sé andinn. „Við kunnum þetta sem við erum að gera en öllu skiptir hvernig hugarástandið er. En Eyþór bjó til gott kaffi, ég kom með gott bakkelsi og við byrjuðum dagana mjög jákvæðir.“ Tónsmíðarnar á Innst inni eru ballöður eftir Tómas og það var hann sem átti frumkvæðið að plötunni. Samstarf hans og Eyþórs er heldur ekki nýtt af nálinni. „Eyþór er búinn að spila á meira en tíu plötum sem ég hef gefið út með minni músík,“ segir hann og rifjar upp fyrstu kynnin árið 1981. „Þetta var í Brautarholtinu. Tónlistarskóli FÍH var nýstofnaður og tekinn þar til starfa. Ég stóð þarna með minn fyrsta kontrabassa og við flygilinn sat einn af strákunum í Mezzoforte, Eyþór, við spiluðum saman eitt, tvö lög, eitthvað svoleiðis, og ég man hvað það var mikil sveifla í spilinu hjá honum. Jesús minn, hugsaði ég, án þess að segja neitt.“ Á þessum tíma kveðst Tómas hafa verið í hljómsveitinni Nýja kompaníið og á níunda áratugnum hafi þeir oft spilað saman, hann og Mezzofortestrákarnir, þeir Eyþór, Gunnlaugur Briem og Friðrik Karlsson, auk Sigurðar Flosasonar og Rúnars Georgssonar, meðal annars á plötu sem kom út 1985 og hét Þessi ófétis djass, sem innihélt aðallega músík Tómasar. „Svo komu mínar plötur hver af annarri og ég hringdi alltaf af og til í Eyþór. Ég hef aldrei verið svikinn af hans spili.“ Tómas segir Eyþór hafa gefið sér sjálfstraust sem lagasmið, hann hafi verið svo glúrinn að spila hljóma. „Ég samdi lög sem voru með dálítið nútímalegri hljómum en áður tíðkuðust í djassinum hér, og þeim sem eldri voru gekk misvel að spila þau. Svo hljómuðu þau eins og dýrðin sjálf þegar Eyþór var við hljóðfærið.“ Og áfram heldur Tómas að hæla Eyþóri, sem fer örugglega hjá sér þegar hann les þetta! „Eyþór hefur alltaf spilað vel á mínum plötum en oftar en ekki átt glæsilegustu tilþrifin í rólegum lögum, ballöðum, eins og eru á ferðinni á nýja diskinum. Eyþór hefur stundum kallað sig rómantískan töffara. Ég hugsa að það fari nærri lagi. Ég skil hans línur, þær eru rökvísar þó þær séu stundum flóknar og hann er alltaf að segja sögu. Það er eitthvað í þessum sameiginlega rómantíska skilningi okkar sem gerði það að verkum að ég stakk upp á því að við gerðum þessa ballöðuplötu. Þó maður eigi aldrei að hæla sjálfum sér þá er ég gríðarlega ánægður með árangurinn. Þar er rétti andinn og réttu nóturnar.“
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira