Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2017 19:54 Monalisa Perez og Pedro Ruiz III. YouTube Tvítug bandarísk kona hefur játað að hafa skotið kærasta sinn til bana Í YouTube-hrekk sem parið hafði vonast til að mynda slá í gegn. Konan heitir Monalisa Perez en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hún hafi játað við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Atvikið átti sér stað sér 26. júní síðastliðinn en Perez sagði við yfirheyrslu að þau hefðu átt von á því að byssukúlan myndi nema staðar í bókinni. Sú varð ekki raunin, kúlan fór í gegnum bókina og hafnaði í bringu Ruiz sem lést skömmu síðar. Hefur Perez játað að hafa gerst sek um manndráp. Það gerir það að verkum að hún mun hljóta vægari refsingu sem hljóðar upp á sex mánaða fangelsisvist og tíu ár á skilorði. Henni verður einnig bannað að eiga skotvopn. Perez og Ruiz höfðu stundað það að setja myndbönd á YouTube af hrekkjum sínum í von um frægð og frama.Þar á meðal mátti sjá Ruiz detta úr tré eða að stökkva í sundlaug ofan af húsþaki. Þá hrekkti Perez kærasta sinn eitt skipti með því að færa honum kleinuhring sem hún hafði stráð barnapúðri yfir í stað flórsykurs. Þau notuðust við GoPro-myndavél þegar þau ætluðu að mynda hrekkinn örlagaríka. Bókin sem Ruiz hélt á var fjögurra sentímetra þykk alfræðiorðabók í harðkápu. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust svo með þegar Perez skaut úr Desert Eagle-skammbyssunni á bókina með fyrrgreindum afleiðingum. Var Perez barnshafandi þegar þetta átti sér stað. Ruiz var úrskurðaður látinn á heimili þeirra í borginni Halstad í Minnesota-ríki Bandaríkjanna.Me and Pedro are probably going to shoot one of the most dangerous videos ever HIS idea not MINE— Monalisa Perez (@MonalisaPerez5) June 26, 2017 Erlent Tengdar fréttir Youtube-brella endaði með dauða kærastans Nítján ára stúlka í Minnesota hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að Youtube-myndband sem hún og kærasti hennar ætluðu að gera fór hræðilega úrskeiðis. Stúlkan skaut manninn af stuttu færi með öflugri skammbyssu í gegnum bók hann sem hann hélt fyrir brjóstinu. 29. júní 2017 10:12 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Tvítug bandarísk kona hefur játað að hafa skotið kærasta sinn til bana Í YouTube-hrekk sem parið hafði vonast til að mynda slá í gegn. Konan heitir Monalisa Perez en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hún hafi játað við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Atvikið átti sér stað sér 26. júní síðastliðinn en Perez sagði við yfirheyrslu að þau hefðu átt von á því að byssukúlan myndi nema staðar í bókinni. Sú varð ekki raunin, kúlan fór í gegnum bókina og hafnaði í bringu Ruiz sem lést skömmu síðar. Hefur Perez játað að hafa gerst sek um manndráp. Það gerir það að verkum að hún mun hljóta vægari refsingu sem hljóðar upp á sex mánaða fangelsisvist og tíu ár á skilorði. Henni verður einnig bannað að eiga skotvopn. Perez og Ruiz höfðu stundað það að setja myndbönd á YouTube af hrekkjum sínum í von um frægð og frama.Þar á meðal mátti sjá Ruiz detta úr tré eða að stökkva í sundlaug ofan af húsþaki. Þá hrekkti Perez kærasta sinn eitt skipti með því að færa honum kleinuhring sem hún hafði stráð barnapúðri yfir í stað flórsykurs. Þau notuðust við GoPro-myndavél þegar þau ætluðu að mynda hrekkinn örlagaríka. Bókin sem Ruiz hélt á var fjögurra sentímetra þykk alfræðiorðabók í harðkápu. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust svo með þegar Perez skaut úr Desert Eagle-skammbyssunni á bókina með fyrrgreindum afleiðingum. Var Perez barnshafandi þegar þetta átti sér stað. Ruiz var úrskurðaður látinn á heimili þeirra í borginni Halstad í Minnesota-ríki Bandaríkjanna.Me and Pedro are probably going to shoot one of the most dangerous videos ever HIS idea not MINE— Monalisa Perez (@MonalisaPerez5) June 26, 2017
Erlent Tengdar fréttir Youtube-brella endaði með dauða kærastans Nítján ára stúlka í Minnesota hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að Youtube-myndband sem hún og kærasti hennar ætluðu að gera fór hræðilega úrskeiðis. Stúlkan skaut manninn af stuttu færi með öflugri skammbyssu í gegnum bók hann sem hann hélt fyrir brjóstinu. 29. júní 2017 10:12 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Youtube-brella endaði með dauða kærastans Nítján ára stúlka í Minnesota hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að Youtube-myndband sem hún og kærasti hennar ætluðu að gera fór hræðilega úrskeiðis. Stúlkan skaut manninn af stuttu færi með öflugri skammbyssu í gegnum bók hann sem hann hélt fyrir brjóstinu. 29. júní 2017 10:12