Gallagher-bræður búnir að slíðra sverðin? Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2017 13:30 Liam og Noel Gallagher á sviði árið 2005. Vísir/AFP Vísbendingar eru um að bresku bræðurnir Noel og Liam Gallagher, forsprakkar sveitarinnar Oasis, hafi slíðrað sverðin eftir margra ára deilur og skítkast sín á milli. Yngri bróðirinn, Liam, segir frá því á Twitter-síðu sinni að „allt sé í góðu“ milli þeirra þar sem hann er spurður um samskipti sín við bróðurinn Noel. Til líkamlegra átaka kom milli bræðranna baksviðs árið 2009 og í kjölfarið sagðist Noel hafa fengið nóg af samstarfinu. Fyrr á árinu gagnrýndi Liam bróður sinn harðlega fyrir að hafa ekki sótt fjáröflunartónleika handa fórnarlömbum hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í sumar að loknum tónleikum Aríönu Grande í Manchester Arena. Svo virðist sem að einhver þíða sé nú í samskiptunum eftir að Liam, sem gaf úr sólóplötu sína As You Were fyrr á þessu ári, óskaði Noel og starfsliði hans gleðilegra jóla á Twitter í gær.I wanna say Happy Xmas to team NG it's been a great year thanks for everything looking forward to seeing you tmorrow AS YOU WERE LG x— Liam Gallagher (@liamgallagher) December 19, 2017 Í færslunni nefnir Liam „NG“ og voru aðdáendur Oasis skiljanlega forvitnir hvort að endurfundir sveitarinnar kynnu að vera í kortunum á næsta ári. Þannig spurði einhver tístarinn Liam hvort svo kynni að fara að hann myndi taka æðiskast á Twitter um jólin ef Noel myndi ekki hafa samband. „Hann hefur þegar haft samband. Það er allt í góðu á milli okkar,“ segir Liam. Mörgum þykir þó ólíklegt að Oasis muni aftur taka saman, en Noel greindi frá því fyrr á árinu að slíkt myndi „drepa hann sem manneskju“. Tónlist Tengdar fréttir Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Vísbendingar eru um að bresku bræðurnir Noel og Liam Gallagher, forsprakkar sveitarinnar Oasis, hafi slíðrað sverðin eftir margra ára deilur og skítkast sín á milli. Yngri bróðirinn, Liam, segir frá því á Twitter-síðu sinni að „allt sé í góðu“ milli þeirra þar sem hann er spurður um samskipti sín við bróðurinn Noel. Til líkamlegra átaka kom milli bræðranna baksviðs árið 2009 og í kjölfarið sagðist Noel hafa fengið nóg af samstarfinu. Fyrr á árinu gagnrýndi Liam bróður sinn harðlega fyrir að hafa ekki sótt fjáröflunartónleika handa fórnarlömbum hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í sumar að loknum tónleikum Aríönu Grande í Manchester Arena. Svo virðist sem að einhver þíða sé nú í samskiptunum eftir að Liam, sem gaf úr sólóplötu sína As You Were fyrr á þessu ári, óskaði Noel og starfsliði hans gleðilegra jóla á Twitter í gær.I wanna say Happy Xmas to team NG it's been a great year thanks for everything looking forward to seeing you tmorrow AS YOU WERE LG x— Liam Gallagher (@liamgallagher) December 19, 2017 Í færslunni nefnir Liam „NG“ og voru aðdáendur Oasis skiljanlega forvitnir hvort að endurfundir sveitarinnar kynnu að vera í kortunum á næsta ári. Þannig spurði einhver tístarinn Liam hvort svo kynni að fara að hann myndi taka æðiskast á Twitter um jólin ef Noel myndi ekki hafa samband. „Hann hefur þegar haft samband. Það er allt í góðu á milli okkar,“ segir Liam. Mörgum þykir þó ólíklegt að Oasis muni aftur taka saman, en Noel greindi frá því fyrr á árinu að slíkt myndi „drepa hann sem manneskju“.
Tónlist Tengdar fréttir Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30