„Oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 12:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í liðinni viku. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, kveðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna hann sé jafn umdeildur stjórnmálamaður og raun ber vitni. Hann hafi ekki verið neitt sérstaklega umdeildur maður áður en hann fór í stjórnmálin og hafi ekki séð það fyrir sér. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur veltu upp þeirri spurningu hvort að Sigmundur væri umdeildasti stjórnmálamaðurinn og hvers vegna hann sjálfur teldi svo vera. „Ég hef oft velt þessu fyrir mér en ekki komist að niðurstöðu. Áður en maður fór í stjórnmálin þá var maður nú ekkert sérstaklega umdeildur maður og sá það ekki fyrir sér,“ sagði Sigmundur. Voru þá vinstri menn nefndir sérstaklega sem hópur sem hefðu horn í síðu fyrrverandi forsætisráðherrans. „Maður spyr sig einmitt hvers vegna því nú hef ég ekki barist fyrir stefnu sem er neitt sérstaklega andsnúin því sem maður hefði talið að ætti að vera hugsjónir þessa fólks. Hins vegar held ég að það pirri sérstaklega fólk úr þessari átt að maður á það til að tjá sig hreinskilnislega um hluti sem þessi tiltekni hópur vill helst ekki ræða,“ sagði Sigmundur þá.„Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti mér“ Spurður hvaða hlutir það væru sagði hann: „Eins og það draga það fram að það séu oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið, og að það sé ekki endilega með sínu tali að gæta hagsmuna almennings snúist oft meira um það sjálft og þörf þessa fólks fyrir að virðast gott gagnvart sjálfu sér og vinum sínum en það sé ekki nógu mikið á bak við það. Menn eru stundum viðkvæmir fyrir þessu. En hvað varðar pólitíska stefnu og það sem ég hef gert í pólitíkinni og beitt mér fyrir þá átta ég mig ekki alveg á því hvers vegna ég ætti að vera svona umdeildur.“ Aðspurður hvort hann teldi sig misskilinn stjórnmálamenn almennt séð sagði hann að það færi eftir því við hverja er átt. „Einhverjir augljóslega að misskilja að misskilja mig. Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti á mér,“ sagði Sigmundur og hló. Hann bætti síðan við: „Þetta litla grín hérna áðan er dæmi um eitthvað sem gæti pirrað þennan hóp. Af hverju? Ég veit það ekki.“ Sigmundur ræddi síðan um stefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig honum fyndist hún fara af stað. „Hún fer af stað nokkurn veginn eins og maður hafði gert ráð fyrir. Þar líka finnst manni vera miklar umbúðir og lítið innihald en þau ætla greinilega að sammælast um að halda sjó og láta stjórnkerfið um að reka landið,“ sagði Sigmundur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, kveðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna hann sé jafn umdeildur stjórnmálamaður og raun ber vitni. Hann hafi ekki verið neitt sérstaklega umdeildur maður áður en hann fór í stjórnmálin og hafi ekki séð það fyrir sér. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur veltu upp þeirri spurningu hvort að Sigmundur væri umdeildasti stjórnmálamaðurinn og hvers vegna hann sjálfur teldi svo vera. „Ég hef oft velt þessu fyrir mér en ekki komist að niðurstöðu. Áður en maður fór í stjórnmálin þá var maður nú ekkert sérstaklega umdeildur maður og sá það ekki fyrir sér,“ sagði Sigmundur. Voru þá vinstri menn nefndir sérstaklega sem hópur sem hefðu horn í síðu fyrrverandi forsætisráðherrans. „Maður spyr sig einmitt hvers vegna því nú hef ég ekki barist fyrir stefnu sem er neitt sérstaklega andsnúin því sem maður hefði talið að ætti að vera hugsjónir þessa fólks. Hins vegar held ég að það pirri sérstaklega fólk úr þessari átt að maður á það til að tjá sig hreinskilnislega um hluti sem þessi tiltekni hópur vill helst ekki ræða,“ sagði Sigmundur þá.„Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti mér“ Spurður hvaða hlutir það væru sagði hann: „Eins og það draga það fram að það séu oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið, og að það sé ekki endilega með sínu tali að gæta hagsmuna almennings snúist oft meira um það sjálft og þörf þessa fólks fyrir að virðast gott gagnvart sjálfu sér og vinum sínum en það sé ekki nógu mikið á bak við það. Menn eru stundum viðkvæmir fyrir þessu. En hvað varðar pólitíska stefnu og það sem ég hef gert í pólitíkinni og beitt mér fyrir þá átta ég mig ekki alveg á því hvers vegna ég ætti að vera svona umdeildur.“ Aðspurður hvort hann teldi sig misskilinn stjórnmálamenn almennt séð sagði hann að það færi eftir því við hverja er átt. „Einhverjir augljóslega að misskilja að misskilja mig. Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti á mér,“ sagði Sigmundur og hló. Hann bætti síðan við: „Þetta litla grín hérna áðan er dæmi um eitthvað sem gæti pirrað þennan hóp. Af hverju? Ég veit það ekki.“ Sigmundur ræddi síðan um stefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig honum fyndist hún fara af stað. „Hún fer af stað nokkurn veginn eins og maður hafði gert ráð fyrir. Þar líka finnst manni vera miklar umbúðir og lítið innihald en þau ætla greinilega að sammælast um að halda sjó og láta stjórnkerfið um að reka landið,“ sagði Sigmundur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira