Íslenski boltinn

Semur Birkir við Val í dag?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson. vísir/ernir
Valsmenn hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16.00 í dag þar sem áætlað er að tilkynna stærstu tíðindin af leikmannamálum Pepsi-deildar karla þetta haustið eins og það er orðað í tilkynningu Vals.

Líklegt verður að teljast að Birkir Már Sævarsson muni í dag semja við Val en hann hefur verið orðaður við sitt gamla uppeldisfélag undanfarna mánuði. Hann er samningslaus eftir að samningur hans við Hammarby í Svíþjóð rann sitt skeið og er þar að auki að jafna sig eftir að hann viðbeinsbrotnaði í síðasta leik sínum í Svíþjóð.

Birkir Már hefur verið fastamaður í liði Íslands síðustu árin og var byrjunarliðsmaður í öllum leikjum Íslands á EM í Frakklandi í fyrrasumar. Hann á 76 landsleiki að baki en spilaði síðast í efstu deild hér á landi árið 2008.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×