Fjárlög ekki afgreidd fyrir jól Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 10:19 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. Hann er hér við setningu þingsins í liðinni viku. vísir/anton brink Ekki næst að afgreiða fjárlög næsta árs frá Alþingi fyrir jól. Þing mun því þurfa að koma saman milli jóla og nýárs. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, í samtali við Vísi en hann mun funda með formönnum þingflokka í hádeginu í dag til að ræða framhald þingstarfa. „Nefndirnar eru á fullu núna þar sem öll málin eru komin inn í nefnd. Þannig að það mæðir mikið á þeim núna og starfsfólki nefndasviðsins,“ segir Steingrímur. Hann segir að stefnt sé á að næsti þingfundur verði á morgun en ekki er ljóst hvort hann verði klukkan 10:30 eða 13:30. Þá sé áformað að ljúka annarri umræðu um fjárlög fyrir jól.En verður þingfundur á Þorláksmessu? „Það verður að koma í ljós, hvort að það verði atkvæðagreiðslur þá. Við erum ekki með fund á Þorlák nema brýna nauðsyn beri til því utanbæjarfólk vill náttúrulega gjarnan losna við það en það eru auðvitað fordæmi fyrir því. Ef til þess kæmi þá væri bara reynt að hafa stuttan fund fyrri part dags og þá fyrst og fremst í atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur. Hann segir það ekki raunhæft að ætla sér að ljúka afgreiðslu fjárlaga næsta árs fyrir jól en stefnt sé að því að ljúka annarri umræðu, bæði um fjárlagafrumvarpið og hinn svokallaða bandorm sem felur í sér breytingar sem þarf að gera á ýmsum lögum vegna fjárlagafrumvarpsins. Milli jóla og nýárs þarf þing því að ljúka ýmsum málum og segir Steingrímur líklegt að þing komi saman að nýju strax þann 27. desember næstkomandi. Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. 19. desember 2017 11:57 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Ekki næst að afgreiða fjárlög næsta árs frá Alþingi fyrir jól. Þing mun því þurfa að koma saman milli jóla og nýárs. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, í samtali við Vísi en hann mun funda með formönnum þingflokka í hádeginu í dag til að ræða framhald þingstarfa. „Nefndirnar eru á fullu núna þar sem öll málin eru komin inn í nefnd. Þannig að það mæðir mikið á þeim núna og starfsfólki nefndasviðsins,“ segir Steingrímur. Hann segir að stefnt sé á að næsti þingfundur verði á morgun en ekki er ljóst hvort hann verði klukkan 10:30 eða 13:30. Þá sé áformað að ljúka annarri umræðu um fjárlög fyrir jól.En verður þingfundur á Þorláksmessu? „Það verður að koma í ljós, hvort að það verði atkvæðagreiðslur þá. Við erum ekki með fund á Þorlák nema brýna nauðsyn beri til því utanbæjarfólk vill náttúrulega gjarnan losna við það en það eru auðvitað fordæmi fyrir því. Ef til þess kæmi þá væri bara reynt að hafa stuttan fund fyrri part dags og þá fyrst og fremst í atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur. Hann segir það ekki raunhæft að ætla sér að ljúka afgreiðslu fjárlaga næsta árs fyrir jól en stefnt sé að því að ljúka annarri umræðu, bæði um fjárlagafrumvarpið og hinn svokallaða bandorm sem felur í sér breytingar sem þarf að gera á ýmsum lögum vegna fjárlagafrumvarpsins. Milli jóla og nýárs þarf þing því að ljúka ýmsum málum og segir Steingrímur líklegt að þing komi saman að nýju strax þann 27. desember næstkomandi.
Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. 19. desember 2017 11:57 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. 19. desember 2017 11:57