Meðlimakortin flækja skilaréttinn í Costco Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Fyrirkomulag varðandi skil á vörum er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafir. vísir/anton Þeir sem kaupa jólagjafir í Costco geta ekki fengið skiptimiða á gjafirnar, eins og tíðkast í flestum öðrum stórmörkuðum á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá versluninni verða þeir sem fá jólagjafir sem keyptar eru í Costco að vera með upplýsingar um kennitölu þess sem keypti gjafirnar og helst vera með meðlimanúmer hans hjá versluninni og kassakvittunina. Gjöfum er skilað gegn endurgreiðslu og ef gjöfin hefur verið greidd með kreditkorti er greitt aftur inn á kortið. Í slíkum tilfellum getur þiggjandinn ekki skilað gjöfinni. Þetta fyrirkomulag er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafirnar.Brynhildur Pétursdóttir.vísir/stefánSamkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er ekki lögbundinn skilaréttur á ógallaðri vöru sem keypt er í verslun. „Verslanir og seljendur setja sér sínar viðmiðunarreglur,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur á neytendaréttarsviði Neytendastofu. Öðru máli gegnir ef vara er keypt á netinu. Samkvæmt lögum um neytendasamninga er gert ráð fyrir að í slíkum tilvikum hafi neytandi 14 daga skilafrest frá því að hann fær vöruna afhenta. „Upphaflega eru þessar reglur settar til að styrkja netverslun og þegar þú pantar vöruna á netinu er ekki hægt að halda á vörunni og ekki hægt að sjá hana. Þá eru meiri líkur á að varan sé ekki í samræmi við það sem þú ætlaðir þér að kaupa,“ segir Matthildur. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir samtökin fá reglulega erindi til sín er varða skilarétt á jólagjöfum. Bæði frá verslunum sem vantar upplýsingar um það hvaða lög og reglur gilda, en líka frá neytendum sem finnst skilafresturinn of stuttur. „Svo framarlega sem seljendur byrja ekki útsölur fyrsta virka dag eftir jól og gefa ágætis frest til að skila vörum þá er þetta í góðu lagi. En útsölur sem byrja strax eftir jól flækja málið. Þá er stundum deilt um það hvaða rétt neytandi hefur á að fá upphaflegt verð vörunnar eða hvort hann þurfi að sætta sig við að fá útsöluverðið,“ segir Brynhildur. Neytendasamtökin gáfu út reglur um síðustu aldamót í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Brynhildur segir inntak þeirra reglna hafa haldið sér. „Við segjum að neytandi eigi rétt á að fá fullt verð vörunnar á inneignarnótuna þó að útsala sé byrjuð,“ segir Brynhildur. Seljandi getur á móti sett það skilyrði að neytandinn nýti ekki inneignarnótuna á útsölunni heldur einungis eftir hana. Costco Neytendur Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Þeir sem kaupa jólagjafir í Costco geta ekki fengið skiptimiða á gjafirnar, eins og tíðkast í flestum öðrum stórmörkuðum á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá versluninni verða þeir sem fá jólagjafir sem keyptar eru í Costco að vera með upplýsingar um kennitölu þess sem keypti gjafirnar og helst vera með meðlimanúmer hans hjá versluninni og kassakvittunina. Gjöfum er skilað gegn endurgreiðslu og ef gjöfin hefur verið greidd með kreditkorti er greitt aftur inn á kortið. Í slíkum tilfellum getur þiggjandinn ekki skilað gjöfinni. Þetta fyrirkomulag er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafirnar.Brynhildur Pétursdóttir.vísir/stefánSamkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er ekki lögbundinn skilaréttur á ógallaðri vöru sem keypt er í verslun. „Verslanir og seljendur setja sér sínar viðmiðunarreglur,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur á neytendaréttarsviði Neytendastofu. Öðru máli gegnir ef vara er keypt á netinu. Samkvæmt lögum um neytendasamninga er gert ráð fyrir að í slíkum tilvikum hafi neytandi 14 daga skilafrest frá því að hann fær vöruna afhenta. „Upphaflega eru þessar reglur settar til að styrkja netverslun og þegar þú pantar vöruna á netinu er ekki hægt að halda á vörunni og ekki hægt að sjá hana. Þá eru meiri líkur á að varan sé ekki í samræmi við það sem þú ætlaðir þér að kaupa,“ segir Matthildur. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir samtökin fá reglulega erindi til sín er varða skilarétt á jólagjöfum. Bæði frá verslunum sem vantar upplýsingar um það hvaða lög og reglur gilda, en líka frá neytendum sem finnst skilafresturinn of stuttur. „Svo framarlega sem seljendur byrja ekki útsölur fyrsta virka dag eftir jól og gefa ágætis frest til að skila vörum þá er þetta í góðu lagi. En útsölur sem byrja strax eftir jól flækja málið. Þá er stundum deilt um það hvaða rétt neytandi hefur á að fá upphaflegt verð vörunnar eða hvort hann þurfi að sætta sig við að fá útsöluverðið,“ segir Brynhildur. Neytendasamtökin gáfu út reglur um síðustu aldamót í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Brynhildur segir inntak þeirra reglna hafa haldið sér. „Við segjum að neytandi eigi rétt á að fá fullt verð vörunnar á inneignarnótuna þó að útsala sé byrjuð,“ segir Brynhildur. Seljandi getur á móti sett það skilyrði að neytandinn nýti ekki inneignarnótuna á útsölunni heldur einungis eftir hana.
Costco Neytendur Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira