Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. desember 2017 21:00 Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Héraðsdóm Reykjavíkur er sökuð um ómálefnaleg vinnubrögð vegna mats á umsækjendum. Settur dómsmálaráðherra sendi dómnefndinni bréf þar sem hann gagnrýnir aðferðir dómnefndarinnar. Lögum samkvæmt var skipuð fimm manna dómnefnd til að meta hæfi umsækjenda um dómarastöður við héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Vestfjarða sem auglýstar voru lausar til umsóknar í september. Lögum samkvæmt er ráðherra að jafnaði bundinn af niðurstöðu nefndarinnar við skipun í stöðurnar. Nefndin skilaði umsögn sinni þann 22. desember síðastliðinn, 10 dögum áður en hinir nýju dómarar áttu að hefja störf. Þar voru tíundaðir átta umsækjendur sem nefndin taldi hæfasta. Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. Jónas er einn 23 umsækjenda sem hafa skilað andmælum vegna umsagnar nefndarinnar, sem hann telur sæta mikilli furðu. Nefndin notaðist aðallega við þrjú viðmið í mati sínu, reynslu af dómarastörfum, lögmannsstörfum og stjórnsýslustörfum. Í tilfelli Jónasar var hann hins vegar metinn lægra en umsækjandi sem sinnt hefur starfi setts héraðsdómara í um átta ár. Hann segir ómögulegt að átta sig á ástæðum þessa, enda sé engan haldbæran rökstuðning að finna í niðurstöðu nefndarinnar. Jónas lét af dómsstörfum í árslok 2011 og hefur sinnt lögmennsku undanfarin sex ár. Í mati dómnefndarinn er hins vegar einungis hluti þessara lögmannsstarfa metinn honum til tekna. Er í því samhengi m.a. vísað til þess að hann sé að hluta búsettur í Brussel þaðan sem hann vinni fjarvinnu og að hann sé einungis fulltrúi á lögmannsstofu. „Ég er svo gáttaður á þessu. Ég veit ekki hvað ég á að segja við mína skjólstæðinga. Að ég hafi ekki unnið fyrir þá síðustu ár?“ Þá tiltekur dómnefndin það jafnframt að Jónas hafi í störfum sínum gjarnan sætt mál, frekar en að reka þau fyrir dómstólum. „Þannig að í staðinn fyrir það að virða það að ég hafi sætt flest þau mál, bæði sem dómari og sem lögmaður, þá virðist það vera mínus í kladdann hjá mér.“ Guðlaugur Þór Þórðarson er settur dómsmálaráðherra í málinu. Ráðuneyti hans sendi í gær bréf til dómnefndarinnar þar sem umsögnin er gagnrýnd nokkuð harðlega. Þar er óskað aukins rökstuðnings og útlistaðar athugasemdir í tíu liðum, m.a. er snúa að dómarareynslu umsækjenda og sérstökum viðtölum sem nefndin tók. Þá segir að skýringar nefndarinnar séu óljósar og gefi litlar sem engar upplýsingar um það hvernig mati nefndarinnar var háttað. Jakob R. Möller formaður dómnefndarinnar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Sömu sögu er að segja um Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formann dómarafélags Íslands, sem baðst undan viðtali.Þorbjörn Þórðarson ræddi málið við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spjall þeirra má horfa á í lok klippunnar sem fylgir fréttinni hér að ofan. Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Héraðsdóm Reykjavíkur er sökuð um ómálefnaleg vinnubrögð vegna mats á umsækjendum. Settur dómsmálaráðherra sendi dómnefndinni bréf þar sem hann gagnrýnir aðferðir dómnefndarinnar. Lögum samkvæmt var skipuð fimm manna dómnefnd til að meta hæfi umsækjenda um dómarastöður við héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Vestfjarða sem auglýstar voru lausar til umsóknar í september. Lögum samkvæmt er ráðherra að jafnaði bundinn af niðurstöðu nefndarinnar við skipun í stöðurnar. Nefndin skilaði umsögn sinni þann 22. desember síðastliðinn, 10 dögum áður en hinir nýju dómarar áttu að hefja störf. Þar voru tíundaðir átta umsækjendur sem nefndin taldi hæfasta. Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. Jónas er einn 23 umsækjenda sem hafa skilað andmælum vegna umsagnar nefndarinnar, sem hann telur sæta mikilli furðu. Nefndin notaðist aðallega við þrjú viðmið í mati sínu, reynslu af dómarastörfum, lögmannsstörfum og stjórnsýslustörfum. Í tilfelli Jónasar var hann hins vegar metinn lægra en umsækjandi sem sinnt hefur starfi setts héraðsdómara í um átta ár. Hann segir ómögulegt að átta sig á ástæðum þessa, enda sé engan haldbæran rökstuðning að finna í niðurstöðu nefndarinnar. Jónas lét af dómsstörfum í árslok 2011 og hefur sinnt lögmennsku undanfarin sex ár. Í mati dómnefndarinn er hins vegar einungis hluti þessara lögmannsstarfa metinn honum til tekna. Er í því samhengi m.a. vísað til þess að hann sé að hluta búsettur í Brussel þaðan sem hann vinni fjarvinnu og að hann sé einungis fulltrúi á lögmannsstofu. „Ég er svo gáttaður á þessu. Ég veit ekki hvað ég á að segja við mína skjólstæðinga. Að ég hafi ekki unnið fyrir þá síðustu ár?“ Þá tiltekur dómnefndin það jafnframt að Jónas hafi í störfum sínum gjarnan sætt mál, frekar en að reka þau fyrir dómstólum. „Þannig að í staðinn fyrir það að virða það að ég hafi sætt flest þau mál, bæði sem dómari og sem lögmaður, þá virðist það vera mínus í kladdann hjá mér.“ Guðlaugur Þór Þórðarson er settur dómsmálaráðherra í málinu. Ráðuneyti hans sendi í gær bréf til dómnefndarinnar þar sem umsögnin er gagnrýnd nokkuð harðlega. Þar er óskað aukins rökstuðnings og útlistaðar athugasemdir í tíu liðum, m.a. er snúa að dómarareynslu umsækjenda og sérstökum viðtölum sem nefndin tók. Þá segir að skýringar nefndarinnar séu óljósar og gefi litlar sem engar upplýsingar um það hvernig mati nefndarinnar var háttað. Jakob R. Möller formaður dómnefndarinnar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Sömu sögu er að segja um Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formann dómarafélags Íslands, sem baðst undan viðtali.Þorbjörn Þórðarson ræddi málið við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spjall þeirra má horfa á í lok klippunnar sem fylgir fréttinni hér að ofan.
Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira