Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 21:00 Á myndunum má sjá hversu illa farinn jakki mannsins og sæti bílsins eru eftir brunann. Vísir/aðsend Íslenskur maður sem notar rafrettu var á ferð í bíl sínum, með rafrettuna í vasanum þegar tækið sprakk. Eldur logaði í vasa mannsins og brenndi sig í gegnum jakkavasa hans og skemmdi leðursæti bílsins. Rafhlaða rafrettunnar hafði nýlega verið keypt í söluturninum Póló á Bústaðavegi og starfsmaður verslunarinnar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist með vöru selda hjá þeim. Kristvin Guðmundsson, maður tengdur þeim sem lenti í atvikinu, furðar sig á því regluleysi sem ríkir í kringum notkun rafretta og sölu á þeim. „Þetta er vara sem er á gráu svæði og ekkert eftirlit með þessu. Það virðist hver sem er geta gengið þarna inn og keypt sér vökva eða tæki, börn og aðrir. Það er mikið áhyggjuefni að ungt fólk og aðrir sem reykja rafsígarettur séu með þetta í hleðslu við hliðina á rúmum sínum ef það er þekkt að svona lagað springi eða það kvikni í því,“ segir Kristvin. Eigandi rafrettunnar stökk út úr bílnum þegar hann varð var við sprenginguna til þess að reyna að slökkva eldinn sem hafði fest sig í jakka hans. Jakkinn er ónýtur og sætið í bílnum er einnig sviðið og skemmt. „Þetta eru tímasprengjur. Hvað ef þetta hefði sprungið í andlitið á unglingi? Eða bara einhverjum einstaklingi? Þessi batterí sem eru í þessu eru stórhættuleg. Fólk er með þetta við rúmið sitt eða jafnvel uppi í rúmi rétt eins með símana sína,“ segir Kristvin. Kristvin segir að þetta sé sorglegt. „Það þarf alltaf eitthvað slys til þess að fólk vakni og geri sér grein fyrir hættunni. Svona lagað gerist líka á Íslandi.“ Starfsmaður Póló sem Vísir náði tali af segir að maðurinn muni fá þetta að fullu bætt og að verslunin muni hafa samband við sitt tryggingafélag eftir helgi. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að slíkt tæki springi svaraði starfsmaðurinn því að öll raftæki geti sprungið. „Ég nenni ekki að svara þessu í síma, þú getur bara farið á netið og googlað það. Það geta öll raftæki sprungið. Ég er ekki búinn að sjá rettuna þannig að það er erfitt að tjá mig um þetta eins og er.“ Rafrettur Tengdar fréttir Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Íslenskur maður sem notar rafrettu var á ferð í bíl sínum, með rafrettuna í vasanum þegar tækið sprakk. Eldur logaði í vasa mannsins og brenndi sig í gegnum jakkavasa hans og skemmdi leðursæti bílsins. Rafhlaða rafrettunnar hafði nýlega verið keypt í söluturninum Póló á Bústaðavegi og starfsmaður verslunarinnar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist með vöru selda hjá þeim. Kristvin Guðmundsson, maður tengdur þeim sem lenti í atvikinu, furðar sig á því regluleysi sem ríkir í kringum notkun rafretta og sölu á þeim. „Þetta er vara sem er á gráu svæði og ekkert eftirlit með þessu. Það virðist hver sem er geta gengið þarna inn og keypt sér vökva eða tæki, börn og aðrir. Það er mikið áhyggjuefni að ungt fólk og aðrir sem reykja rafsígarettur séu með þetta í hleðslu við hliðina á rúmum sínum ef það er þekkt að svona lagað springi eða það kvikni í því,“ segir Kristvin. Eigandi rafrettunnar stökk út úr bílnum þegar hann varð var við sprenginguna til þess að reyna að slökkva eldinn sem hafði fest sig í jakka hans. Jakkinn er ónýtur og sætið í bílnum er einnig sviðið og skemmt. „Þetta eru tímasprengjur. Hvað ef þetta hefði sprungið í andlitið á unglingi? Eða bara einhverjum einstaklingi? Þessi batterí sem eru í þessu eru stórhættuleg. Fólk er með þetta við rúmið sitt eða jafnvel uppi í rúmi rétt eins með símana sína,“ segir Kristvin. Kristvin segir að þetta sé sorglegt. „Það þarf alltaf eitthvað slys til þess að fólk vakni og geri sér grein fyrir hættunni. Svona lagað gerist líka á Íslandi.“ Starfsmaður Póló sem Vísir náði tali af segir að maðurinn muni fá þetta að fullu bætt og að verslunin muni hafa samband við sitt tryggingafélag eftir helgi. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að slíkt tæki springi svaraði starfsmaðurinn því að öll raftæki geti sprungið. „Ég nenni ekki að svara þessu í síma, þú getur bara farið á netið og googlað það. Það geta öll raftæki sprungið. Ég er ekki búinn að sjá rettuna þannig að það er erfitt að tjá mig um þetta eins og er.“
Rafrettur Tengdar fréttir Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00