Forseti Alþingis hittir forseta Kína á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 9. janúar 2018 19:30 Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Forseti Alþingis segir eðlilegt að Íslendingar haldi uppi góðum samskiptum við Kína sem á næstu árum muni búa yfir stærsta hagkerfi heims. Það þýði þó ekki að menn þurfi að vera sammála öllu sem Kínverjar geri. Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Heimsókin hófst í gær og stendur fram á laugardag en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þjóðirnar áður hafa staðið að sameiginlegum heimsóknum meðal annars til Georgíu og Washington. Hópurinn hafi fengið höfðinglegar móttökur og til standi að hann hitti Xi Jinping forseta Kína á morgun. Kína er vaxandi stórveldi en stjórnarfarið mjög ólíkt því sem er í lýðræðisríkjum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. „Öll þessi lönd eru í stjórnmálasambandi við Kína og hafa verið um áratuga skeið, þar á meðal við. Auðvitað ræða menn málin í hreinskilni og eru ekki alltaf sammála. En það breytir ekki því að menn viðhalda og eru í pólitískum og diplomatískum tengslum. Kína er auðvitað sífellt mikilvægari leikari á þessu stóra sviði og ekki hvað síst núna til dæmis í loftlagsmálunum þegar Bandaríkjamenn eru að draga sig út úr því,“ sagði Steingrímur í símaviðtali frá Beijing í dag.Kínverjar tilbúnir að stíga inn Steingrímur segir Kínverja vera að taka fram úr öðrum löndum á ýmsum sviðum. Efnahagskerfi Kína verði væntanlega orðið stærsta hagkerfi heims í kringum árið 2025. „Þannig að ég held nú að menn hljóti að verða að hafa í huga að það skiptir miklu máli að vera í eins góðu sambandi og hægt er við þetta rísandi stórveldi,“ sagði Steingrímur. Það þýði hins vegar ekki að menn verði að vera sammála öllu sem Kínverjar geri og því sé hægt að koma á framfæri á réttan hátt. Nú þegar stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta sé að draga sig út úr ýmsu alþjóðlegu samstarfi vaxi áhrif Kína á alþjóðavettvangi meðal annars í loftlagsmálum. „Og reyndar á mörgum öðrum sviðum er Kína að fylla í skarðið sem einangrunarstefna og undarlegheit Bandaríkjaforseta er að skapa í heiminum. Kínverjar eru alveg tilbúnir að stíga inn þar sem Bandaríkjamenn hverfa á brott,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Forseti Alþingis segir eðlilegt að Íslendingar haldi uppi góðum samskiptum við Kína sem á næstu árum muni búa yfir stærsta hagkerfi heims. Það þýði þó ekki að menn þurfi að vera sammála öllu sem Kínverjar geri. Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Heimsókin hófst í gær og stendur fram á laugardag en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þjóðirnar áður hafa staðið að sameiginlegum heimsóknum meðal annars til Georgíu og Washington. Hópurinn hafi fengið höfðinglegar móttökur og til standi að hann hitti Xi Jinping forseta Kína á morgun. Kína er vaxandi stórveldi en stjórnarfarið mjög ólíkt því sem er í lýðræðisríkjum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. „Öll þessi lönd eru í stjórnmálasambandi við Kína og hafa verið um áratuga skeið, þar á meðal við. Auðvitað ræða menn málin í hreinskilni og eru ekki alltaf sammála. En það breytir ekki því að menn viðhalda og eru í pólitískum og diplomatískum tengslum. Kína er auðvitað sífellt mikilvægari leikari á þessu stóra sviði og ekki hvað síst núna til dæmis í loftlagsmálunum þegar Bandaríkjamenn eru að draga sig út úr því,“ sagði Steingrímur í símaviðtali frá Beijing í dag.Kínverjar tilbúnir að stíga inn Steingrímur segir Kínverja vera að taka fram úr öðrum löndum á ýmsum sviðum. Efnahagskerfi Kína verði væntanlega orðið stærsta hagkerfi heims í kringum árið 2025. „Þannig að ég held nú að menn hljóti að verða að hafa í huga að það skiptir miklu máli að vera í eins góðu sambandi og hægt er við þetta rísandi stórveldi,“ sagði Steingrímur. Það þýði hins vegar ekki að menn verði að vera sammála öllu sem Kínverjar geri og því sé hægt að koma á framfæri á réttan hátt. Nú þegar stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta sé að draga sig út úr ýmsu alþjóðlegu samstarfi vaxi áhrif Kína á alþjóðavettvangi meðal annars í loftlagsmálum. „Og reyndar á mörgum öðrum sviðum er Kína að fylla í skarðið sem einangrunarstefna og undarlegheit Bandaríkjaforseta er að skapa í heiminum. Kínverjar eru alveg tilbúnir að stíga inn þar sem Bandaríkjamenn hverfa á brott,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent