Vetur hagræðingar fram undan að mati Samtaka atvinnulífsins Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. janúar 2018 11:48 Halldór Benjamín segir að stundum sé mikið svigrúm til launahækkana og stundum lítið. Vísir/GVA „Í mínum huga verður þessi vetur vetur hagræðingar hjá mörgum fyrirtækjum,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), á hádegisfundi samtakanna með fjölmiðlum í gær. Fram kom í máli hans að eftir undraverðan hagvöxt á umliðnum árum væri íslenska hagkerfið að breyta um takt. Hægt hefði á vexti þess. Eftir ríflega sjö prósenta hagvöxt á síðasta ári gera greinendur ráð fyrir þriggja til fjögurra prósenta vexti í ár. „Við fundum fyrir þessu í fundaherferð SA um landið á haustmánuðum síðasta árs þar sem við ræddum við hundruð manna og tugi fyrirtækja. Sagan var alltaf efnislega sú sama: Það hefur gengið vel en við finnum að launakostnaðurinn er farinn að taka í,“ sagði hann. Halldór Benjamín benti á að raungengi á mælikvarða launa hefði hækkað verulega undanfarin ár og væri nú álíka hátt og 2007. Hækkunin væri til marks um þverrandi samkeppnishæfni íslenskra útflutningsgreina. „Ef launaþróunin verður áfram sú sama næstu þrjú ár eins og hún hefur verið síðustu þrjú ár teiknast upp einhvers konar ómöguleiki þar sem íslenskir útflutningsatvinnuvegir verða svo gott sem fullkomlega ósamkeppnishæfir á erlendri grundu. Stundum er mikið svigrúm til launahækkana og stundum lítið. Nú er það lítið og við verðum að laga okkur að því. Við höfum farið í gegnum gríðarlega miklar launahækkanir til alls þorra manna sem hafa skilað sér nánast að fullu í vaxandi kaupmætti þar sem verðbólga hefur á sama tíma verið lág. Við getum ekki treyst á þessa aðferð aftur vegna þess að við verðum ekki svo heppin aftur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
„Í mínum huga verður þessi vetur vetur hagræðingar hjá mörgum fyrirtækjum,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), á hádegisfundi samtakanna með fjölmiðlum í gær. Fram kom í máli hans að eftir undraverðan hagvöxt á umliðnum árum væri íslenska hagkerfið að breyta um takt. Hægt hefði á vexti þess. Eftir ríflega sjö prósenta hagvöxt á síðasta ári gera greinendur ráð fyrir þriggja til fjögurra prósenta vexti í ár. „Við fundum fyrir þessu í fundaherferð SA um landið á haustmánuðum síðasta árs þar sem við ræddum við hundruð manna og tugi fyrirtækja. Sagan var alltaf efnislega sú sama: Það hefur gengið vel en við finnum að launakostnaðurinn er farinn að taka í,“ sagði hann. Halldór Benjamín benti á að raungengi á mælikvarða launa hefði hækkað verulega undanfarin ár og væri nú álíka hátt og 2007. Hækkunin væri til marks um þverrandi samkeppnishæfni íslenskra útflutningsgreina. „Ef launaþróunin verður áfram sú sama næstu þrjú ár eins og hún hefur verið síðustu þrjú ár teiknast upp einhvers konar ómöguleiki þar sem íslenskir útflutningsatvinnuvegir verða svo gott sem fullkomlega ósamkeppnishæfir á erlendri grundu. Stundum er mikið svigrúm til launahækkana og stundum lítið. Nú er það lítið og við verðum að laga okkur að því. Við höfum farið í gegnum gríðarlega miklar launahækkanir til alls þorra manna sem hafa skilað sér nánast að fullu í vaxandi kaupmætti þar sem verðbólga hefur á sama tíma verið lág. Við getum ekki treyst á þessa aðferð aftur vegna þess að við verðum ekki svo heppin aftur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira