Brýnt að uppfæra stýrikerfi þegar í stað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Gallar í meginþorra örgjörva valda áhyggjum. Þessi mynd er sviðsett en vandinn er raunverulegur. Nordicphotos/Getty Mikilvægt er fyrir eigendur næstum hvaða tölvu eða snjallsíma sem er að uppfæra stýrikerfi sín sem allra fyrst, það er að segja ef slíkar uppfærslur hafa verið gefnar út. Ættu þeir sem nota Windows, Android, ChromeOS eða stýrikerfi Apple því til að mynda að huga að uppfærslum. Ástæðan er sú að alvarlegir öryggisgallar finnast í nærri öllum nýjum örgjörvum. Þessir öryggisgallar hafa verið nýttir í svokallaðar Meltdown- og Spectre-árásir. Fyrrnefnd árás er þó einungis möguleg sé örgjörvinn úr smiðju Apple eða Intel, ekki AMD. „Gallarnir eru fólgnir í útfærslu á svokallaðri „speculative execution“ tækni sem er notuð til að auka vinnsluhraða nútíma örgjörva,“ segir í tilkynningu íslensku netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Í tilkynningunni er mælt með því að notendur fylgist með nýjum öryggisuppfærslum og uppfæri sem fyrst. Hugbúnaðaruppfærslur séu eina þekkta mótvægisaðgerðin gegn bæði Meltdown og Spectre. „Árásirnar keyra sem notendaforrit á tölvunni sem ráðist er á. Til dæmis með því að blekkja notandann til að keyra spillikóða. Því er vert að benda á góðar venjur við umgengni tölvukerfa, sem sagt uppfæra varnir (meðal annars vírusvarnir) og forðast að keyra óþekkt forrit. Einnig er mögulegt að útfæra spillikóðann á vefsíðu, til dæmis sem JavaScript, þannig að heimsókn á spillt vefsvæði gæti valdið skaða,“ segir enn fremur í tilkynningu CERT-ÍS. Báðar árásirnar miða að því að stela upplýsingum. Hin fyrrnefnda „speculative execution“ tækni er fólgin í því að örgjörvar giska á nokkrar mögulegar aðgerðaslóðir og keyra samhliða til að flýta vinnslu sinni. Að öllu öðru óbreyttu er röngu slóðinni síðan eytt. Við þetta getur vinnslutími sparast. Örgjörvar Intel og Apple sem nýta þessa tækni aðgreina hins vegar ekki minnissvæði stýrikerfisins og notendaforrita. Er því hægt að þvinga örgjörvann til að vinna of lengi á ágiskaðri slóð og sækja þannig gögn í minni sem viðkomandi ferli á ekki að hafa aðgang að. Að mati Jane Wakefield, tækniblaðamanns BBC, eru áhyggjur þó óþarfar, uppfæri maður stýrikerfi sín og smelli ekki á ókunnuga hlekki. „Hægt er að ráðast á hvaða tölvu sem er sem er með örgjörva sem hefur þennan galla. Hins vegar er talsvert líklegra að ráðist verði á fyrirtæki en einstaklinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Mikilvægt er fyrir eigendur næstum hvaða tölvu eða snjallsíma sem er að uppfæra stýrikerfi sín sem allra fyrst, það er að segja ef slíkar uppfærslur hafa verið gefnar út. Ættu þeir sem nota Windows, Android, ChromeOS eða stýrikerfi Apple því til að mynda að huga að uppfærslum. Ástæðan er sú að alvarlegir öryggisgallar finnast í nærri öllum nýjum örgjörvum. Þessir öryggisgallar hafa verið nýttir í svokallaðar Meltdown- og Spectre-árásir. Fyrrnefnd árás er þó einungis möguleg sé örgjörvinn úr smiðju Apple eða Intel, ekki AMD. „Gallarnir eru fólgnir í útfærslu á svokallaðri „speculative execution“ tækni sem er notuð til að auka vinnsluhraða nútíma örgjörva,“ segir í tilkynningu íslensku netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Í tilkynningunni er mælt með því að notendur fylgist með nýjum öryggisuppfærslum og uppfæri sem fyrst. Hugbúnaðaruppfærslur séu eina þekkta mótvægisaðgerðin gegn bæði Meltdown og Spectre. „Árásirnar keyra sem notendaforrit á tölvunni sem ráðist er á. Til dæmis með því að blekkja notandann til að keyra spillikóða. Því er vert að benda á góðar venjur við umgengni tölvukerfa, sem sagt uppfæra varnir (meðal annars vírusvarnir) og forðast að keyra óþekkt forrit. Einnig er mögulegt að útfæra spillikóðann á vefsíðu, til dæmis sem JavaScript, þannig að heimsókn á spillt vefsvæði gæti valdið skaða,“ segir enn fremur í tilkynningu CERT-ÍS. Báðar árásirnar miða að því að stela upplýsingum. Hin fyrrnefnda „speculative execution“ tækni er fólgin í því að örgjörvar giska á nokkrar mögulegar aðgerðaslóðir og keyra samhliða til að flýta vinnslu sinni. Að öllu öðru óbreyttu er röngu slóðinni síðan eytt. Við þetta getur vinnslutími sparast. Örgjörvar Intel og Apple sem nýta þessa tækni aðgreina hins vegar ekki minnissvæði stýrikerfisins og notendaforrita. Er því hægt að þvinga örgjörvann til að vinna of lengi á ágiskaðri slóð og sækja þannig gögn í minni sem viðkomandi ferli á ekki að hafa aðgang að. Að mati Jane Wakefield, tækniblaðamanns BBC, eru áhyggjur þó óþarfar, uppfæri maður stýrikerfi sín og smelli ekki á ókunnuga hlekki. „Hægt er að ráðast á hvaða tölvu sem er sem er með örgjörva sem hefur þennan galla. Hins vegar er talsvert líklegra að ráðist verði á fyrirtæki en einstaklinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49