Frysta ófrjóvgað egg í fyrsta sinn: „Ánægjulegt að hjálpa við að vernda frjósemi“ Þórdís Valsdóttir skrifar 5. janúar 2018 21:00 Fyrsta ófrjóvgaða eggið var fryst í dag. Snorri Einarsson segir að lengi hafi verið stefnt að þessu markmiði. Vísir/Anton Brink og IVF-klíníkin IVF-klíníkin í Reykjavík frysti í dag ófrjóvgað egg skjólstæðings sín til geymslu, í fyrsta sinn á Íslandi. „Þetta er búið að vera markmið hjá okkur lengi og við erum búin að vera að æfa okkur frá síðustu áramótum,“ segir Snorri Einarsson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og bætir við að IVF-klíníkin hafi stefnt að þessu frá því ný tæknifrjóvgunardeild sænska fyrirtækisins IVF Sverige var stofnuð á Íslandi. Starfsmenn klíníkurinnar hafa æft sig og þar að auki segir Snorri að nýr fósturfræðingur sem býr yfir mikilli reynslu hafi verið fenginn til að leiða deildina. „Við erum núna komin með getuna, hæfileikana og starfsfólk á rannsóknarstofunni sem getur gert þetta.“Leið til að vernda frjósemi Snorri segir frysting ófrjóvgaðra eggja sé til bóta þegar frjósemin er í hættu hjá konum vegna alvarlegra sjúkdóma, en að einnig sé þetta leið til þess að varðveita frjósemina af öðrum ástæðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fá hjálp við þetta og einhvernveginn líka að fá hjálp við að trúa á framtíðina.“ „Stuttu fyrir jól kom þetta svolítið bratt upp á. Við lentum í því að þurfa að hjálpa tveimur konum sem því miður greindust með illkynja sjúkdóm og þurftu afar hratt á þessari aðstoð að halda. Það var mjög ánægjulegt að geta hjálpað þeim að vernda frjósemi sína sem getur annars verið í hættu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar sem framundan er,“ segir Snorri. Hingað til hafa konur þurft að fara utan í þessu skyni því hérlendis hefur hingað til einungis staðið til boða að frysta frjóvguð egg. „Það eru alls ekki allar konur í þeirri stöðu að geta fryst frjóvguð egg. Sumar eru ekki með maka og aðrar í stöðugu sambandi við mann eða konu og þegar veikindi ber að garði þá þarf oft að taka ákvörðun mjög hratt um það hvort eigi að frjóvga eggið með sæði makans, eða með gjafasæði. Það er ekki beinlínis auðveld staða og þetta er leið til þess að varðveita frjósemi sína á annan hátt,“ segir Snorri. Frysting ófrjóvgaðra eggja er flóknari en frysting fósturvísa og einnig er mun auðveldara að frysta sæði karla að sögn Snorra. „Hingað til hafa karlar getað gert það að láta frysta sæðið, það eru mun aðgengilegri frumur og svo er líka mun auðveldara að frysta þær því þær eru miklum mun minni,“ segir Snorri og bendir á að egg kvenna eru um 0,1 millimetri að stærð og eru langsamlega stærstu stöku frumur líkamans af þessari tegund.Greiðsluþátttaka baráttumál fyrir sjúklinga Snorri segir að það sé mikið baráttumál fyrir þær konur sem vilja gangast undir þessa meðferð, vegna alvarlegra veikinda, að stjórnvöld taki þátt í greiðslum fyrir meðferðina. „Í dag er þetta greitt fyrir karla, það að frysta sæði, og hefur lengi verið gert. Núna er það möguleiki hér að frysta ófrjóvguð egg og ég finn að það er vilji hjá stjórnvöldum og stofnunum að gera eitthvað í þessu,“ segir Snorri. IVF-klíníkin er ekki búin að ákveða fast verð fyrir þessa meðferð en Snorri segir að meðferðin sé mjög sambærileg við glasafrjóvgun. „Í raun er þetta meirihlutinn af glasafrjóvgunarmeðferð og mun kosta hátt í það sem slík meðferð kostar.“ „Við vonum svo sannarlega að þetta verði greitt fyrir fólk í þessari stöðu. Þetta eru dýrar meðferðir, það er mikið að fólki sem kemur að þessu og flókin tæki, auk þess dýr lyf. Þessir sjúklingar eru í einstaklega viðkvæmri stöðu og það er ferlegt fyrir þetta fólk að lenda í því að þurfa að borga þetta líka,“ segir Snorri. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja Verð á frystingu ófrjóvgaðra eggja mun kosta í kringum 500 þúsund. 11. desember 2015 07:00 Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. 7. desember 2015 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
IVF-klíníkin í Reykjavík frysti í dag ófrjóvgað egg skjólstæðings sín til geymslu, í fyrsta sinn á Íslandi. „Þetta er búið að vera markmið hjá okkur lengi og við erum búin að vera að æfa okkur frá síðustu áramótum,“ segir Snorri Einarsson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og bætir við að IVF-klíníkin hafi stefnt að þessu frá því ný tæknifrjóvgunardeild sænska fyrirtækisins IVF Sverige var stofnuð á Íslandi. Starfsmenn klíníkurinnar hafa æft sig og þar að auki segir Snorri að nýr fósturfræðingur sem býr yfir mikilli reynslu hafi verið fenginn til að leiða deildina. „Við erum núna komin með getuna, hæfileikana og starfsfólk á rannsóknarstofunni sem getur gert þetta.“Leið til að vernda frjósemi Snorri segir frysting ófrjóvgaðra eggja sé til bóta þegar frjósemin er í hættu hjá konum vegna alvarlegra sjúkdóma, en að einnig sé þetta leið til þess að varðveita frjósemina af öðrum ástæðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fá hjálp við þetta og einhvernveginn líka að fá hjálp við að trúa á framtíðina.“ „Stuttu fyrir jól kom þetta svolítið bratt upp á. Við lentum í því að þurfa að hjálpa tveimur konum sem því miður greindust með illkynja sjúkdóm og þurftu afar hratt á þessari aðstoð að halda. Það var mjög ánægjulegt að geta hjálpað þeim að vernda frjósemi sína sem getur annars verið í hættu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar sem framundan er,“ segir Snorri. Hingað til hafa konur þurft að fara utan í þessu skyni því hérlendis hefur hingað til einungis staðið til boða að frysta frjóvguð egg. „Það eru alls ekki allar konur í þeirri stöðu að geta fryst frjóvguð egg. Sumar eru ekki með maka og aðrar í stöðugu sambandi við mann eða konu og þegar veikindi ber að garði þá þarf oft að taka ákvörðun mjög hratt um það hvort eigi að frjóvga eggið með sæði makans, eða með gjafasæði. Það er ekki beinlínis auðveld staða og þetta er leið til þess að varðveita frjósemi sína á annan hátt,“ segir Snorri. Frysting ófrjóvgaðra eggja er flóknari en frysting fósturvísa og einnig er mun auðveldara að frysta sæði karla að sögn Snorra. „Hingað til hafa karlar getað gert það að láta frysta sæðið, það eru mun aðgengilegri frumur og svo er líka mun auðveldara að frysta þær því þær eru miklum mun minni,“ segir Snorri og bendir á að egg kvenna eru um 0,1 millimetri að stærð og eru langsamlega stærstu stöku frumur líkamans af þessari tegund.Greiðsluþátttaka baráttumál fyrir sjúklinga Snorri segir að það sé mikið baráttumál fyrir þær konur sem vilja gangast undir þessa meðferð, vegna alvarlegra veikinda, að stjórnvöld taki þátt í greiðslum fyrir meðferðina. „Í dag er þetta greitt fyrir karla, það að frysta sæði, og hefur lengi verið gert. Núna er það möguleiki hér að frysta ófrjóvguð egg og ég finn að það er vilji hjá stjórnvöldum og stofnunum að gera eitthvað í þessu,“ segir Snorri. IVF-klíníkin er ekki búin að ákveða fast verð fyrir þessa meðferð en Snorri segir að meðferðin sé mjög sambærileg við glasafrjóvgun. „Í raun er þetta meirihlutinn af glasafrjóvgunarmeðferð og mun kosta hátt í það sem slík meðferð kostar.“ „Við vonum svo sannarlega að þetta verði greitt fyrir fólk í þessari stöðu. Þetta eru dýrar meðferðir, það er mikið að fólki sem kemur að þessu og flókin tæki, auk þess dýr lyf. Þessir sjúklingar eru í einstaklega viðkvæmri stöðu og það er ferlegt fyrir þetta fólk að lenda í því að þurfa að borga þetta líka,“ segir Snorri.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja Verð á frystingu ófrjóvgaðra eggja mun kosta í kringum 500 þúsund. 11. desember 2015 07:00 Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. 7. desember 2015 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja Verð á frystingu ófrjóvgaðra eggja mun kosta í kringum 500 þúsund. 11. desember 2015 07:00
Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. 7. desember 2015 07:00