Frysta ófrjóvgað egg í fyrsta sinn: „Ánægjulegt að hjálpa við að vernda frjósemi“ Þórdís Valsdóttir skrifar 5. janúar 2018 21:00 Fyrsta ófrjóvgaða eggið var fryst í dag. Snorri Einarsson segir að lengi hafi verið stefnt að þessu markmiði. Vísir/Anton Brink og IVF-klíníkin IVF-klíníkin í Reykjavík frysti í dag ófrjóvgað egg skjólstæðings sín til geymslu, í fyrsta sinn á Íslandi. „Þetta er búið að vera markmið hjá okkur lengi og við erum búin að vera að æfa okkur frá síðustu áramótum,“ segir Snorri Einarsson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og bætir við að IVF-klíníkin hafi stefnt að þessu frá því ný tæknifrjóvgunardeild sænska fyrirtækisins IVF Sverige var stofnuð á Íslandi. Starfsmenn klíníkurinnar hafa æft sig og þar að auki segir Snorri að nýr fósturfræðingur sem býr yfir mikilli reynslu hafi verið fenginn til að leiða deildina. „Við erum núna komin með getuna, hæfileikana og starfsfólk á rannsóknarstofunni sem getur gert þetta.“Leið til að vernda frjósemi Snorri segir frysting ófrjóvgaðra eggja sé til bóta þegar frjósemin er í hættu hjá konum vegna alvarlegra sjúkdóma, en að einnig sé þetta leið til þess að varðveita frjósemina af öðrum ástæðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fá hjálp við þetta og einhvernveginn líka að fá hjálp við að trúa á framtíðina.“ „Stuttu fyrir jól kom þetta svolítið bratt upp á. Við lentum í því að þurfa að hjálpa tveimur konum sem því miður greindust með illkynja sjúkdóm og þurftu afar hratt á þessari aðstoð að halda. Það var mjög ánægjulegt að geta hjálpað þeim að vernda frjósemi sína sem getur annars verið í hættu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar sem framundan er,“ segir Snorri. Hingað til hafa konur þurft að fara utan í þessu skyni því hérlendis hefur hingað til einungis staðið til boða að frysta frjóvguð egg. „Það eru alls ekki allar konur í þeirri stöðu að geta fryst frjóvguð egg. Sumar eru ekki með maka og aðrar í stöðugu sambandi við mann eða konu og þegar veikindi ber að garði þá þarf oft að taka ákvörðun mjög hratt um það hvort eigi að frjóvga eggið með sæði makans, eða með gjafasæði. Það er ekki beinlínis auðveld staða og þetta er leið til þess að varðveita frjósemi sína á annan hátt,“ segir Snorri. Frysting ófrjóvgaðra eggja er flóknari en frysting fósturvísa og einnig er mun auðveldara að frysta sæði karla að sögn Snorra. „Hingað til hafa karlar getað gert það að láta frysta sæðið, það eru mun aðgengilegri frumur og svo er líka mun auðveldara að frysta þær því þær eru miklum mun minni,“ segir Snorri og bendir á að egg kvenna eru um 0,1 millimetri að stærð og eru langsamlega stærstu stöku frumur líkamans af þessari tegund.Greiðsluþátttaka baráttumál fyrir sjúklinga Snorri segir að það sé mikið baráttumál fyrir þær konur sem vilja gangast undir þessa meðferð, vegna alvarlegra veikinda, að stjórnvöld taki þátt í greiðslum fyrir meðferðina. „Í dag er þetta greitt fyrir karla, það að frysta sæði, og hefur lengi verið gert. Núna er það möguleiki hér að frysta ófrjóvguð egg og ég finn að það er vilji hjá stjórnvöldum og stofnunum að gera eitthvað í þessu,“ segir Snorri. IVF-klíníkin er ekki búin að ákveða fast verð fyrir þessa meðferð en Snorri segir að meðferðin sé mjög sambærileg við glasafrjóvgun. „Í raun er þetta meirihlutinn af glasafrjóvgunarmeðferð og mun kosta hátt í það sem slík meðferð kostar.“ „Við vonum svo sannarlega að þetta verði greitt fyrir fólk í þessari stöðu. Þetta eru dýrar meðferðir, það er mikið að fólki sem kemur að þessu og flókin tæki, auk þess dýr lyf. Þessir sjúklingar eru í einstaklega viðkvæmri stöðu og það er ferlegt fyrir þetta fólk að lenda í því að þurfa að borga þetta líka,“ segir Snorri. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja Verð á frystingu ófrjóvgaðra eggja mun kosta í kringum 500 þúsund. 11. desember 2015 07:00 Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. 7. desember 2015 07:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
IVF-klíníkin í Reykjavík frysti í dag ófrjóvgað egg skjólstæðings sín til geymslu, í fyrsta sinn á Íslandi. „Þetta er búið að vera markmið hjá okkur lengi og við erum búin að vera að æfa okkur frá síðustu áramótum,“ segir Snorri Einarsson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og bætir við að IVF-klíníkin hafi stefnt að þessu frá því ný tæknifrjóvgunardeild sænska fyrirtækisins IVF Sverige var stofnuð á Íslandi. Starfsmenn klíníkurinnar hafa æft sig og þar að auki segir Snorri að nýr fósturfræðingur sem býr yfir mikilli reynslu hafi verið fenginn til að leiða deildina. „Við erum núna komin með getuna, hæfileikana og starfsfólk á rannsóknarstofunni sem getur gert þetta.“Leið til að vernda frjósemi Snorri segir frysting ófrjóvgaðra eggja sé til bóta þegar frjósemin er í hættu hjá konum vegna alvarlegra sjúkdóma, en að einnig sé þetta leið til þess að varðveita frjósemina af öðrum ástæðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fá hjálp við þetta og einhvernveginn líka að fá hjálp við að trúa á framtíðina.“ „Stuttu fyrir jól kom þetta svolítið bratt upp á. Við lentum í því að þurfa að hjálpa tveimur konum sem því miður greindust með illkynja sjúkdóm og þurftu afar hratt á þessari aðstoð að halda. Það var mjög ánægjulegt að geta hjálpað þeim að vernda frjósemi sína sem getur annars verið í hættu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar sem framundan er,“ segir Snorri. Hingað til hafa konur þurft að fara utan í þessu skyni því hérlendis hefur hingað til einungis staðið til boða að frysta frjóvguð egg. „Það eru alls ekki allar konur í þeirri stöðu að geta fryst frjóvguð egg. Sumar eru ekki með maka og aðrar í stöðugu sambandi við mann eða konu og þegar veikindi ber að garði þá þarf oft að taka ákvörðun mjög hratt um það hvort eigi að frjóvga eggið með sæði makans, eða með gjafasæði. Það er ekki beinlínis auðveld staða og þetta er leið til þess að varðveita frjósemi sína á annan hátt,“ segir Snorri. Frysting ófrjóvgaðra eggja er flóknari en frysting fósturvísa og einnig er mun auðveldara að frysta sæði karla að sögn Snorra. „Hingað til hafa karlar getað gert það að láta frysta sæðið, það eru mun aðgengilegri frumur og svo er líka mun auðveldara að frysta þær því þær eru miklum mun minni,“ segir Snorri og bendir á að egg kvenna eru um 0,1 millimetri að stærð og eru langsamlega stærstu stöku frumur líkamans af þessari tegund.Greiðsluþátttaka baráttumál fyrir sjúklinga Snorri segir að það sé mikið baráttumál fyrir þær konur sem vilja gangast undir þessa meðferð, vegna alvarlegra veikinda, að stjórnvöld taki þátt í greiðslum fyrir meðferðina. „Í dag er þetta greitt fyrir karla, það að frysta sæði, og hefur lengi verið gert. Núna er það möguleiki hér að frysta ófrjóvguð egg og ég finn að það er vilji hjá stjórnvöldum og stofnunum að gera eitthvað í þessu,“ segir Snorri. IVF-klíníkin er ekki búin að ákveða fast verð fyrir þessa meðferð en Snorri segir að meðferðin sé mjög sambærileg við glasafrjóvgun. „Í raun er þetta meirihlutinn af glasafrjóvgunarmeðferð og mun kosta hátt í það sem slík meðferð kostar.“ „Við vonum svo sannarlega að þetta verði greitt fyrir fólk í þessari stöðu. Þetta eru dýrar meðferðir, það er mikið að fólki sem kemur að þessu og flókin tæki, auk þess dýr lyf. Þessir sjúklingar eru í einstaklega viðkvæmri stöðu og það er ferlegt fyrir þetta fólk að lenda í því að þurfa að borga þetta líka,“ segir Snorri.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja Verð á frystingu ófrjóvgaðra eggja mun kosta í kringum 500 þúsund. 11. desember 2015 07:00 Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. 7. desember 2015 07:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja Verð á frystingu ófrjóvgaðra eggja mun kosta í kringum 500 þúsund. 11. desember 2015 07:00
Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. 7. desember 2015 07:00