Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. janúar 2018 07:24 Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift. Franski mjólkurrisinn Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en þar fylgir kaupverðið ekki sögunni, einungis að Lactalis muni festa kaup á fyrirtæki Sigurðar. Fréttablaðið greindi frá viðræðum fyrirtækisins við fjárfesta í desember. Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna og er það með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Í frétt Reuters er jafnframt greint frá því að svissneska mjólkurfyrirtækið Emmi, sem átti um 22% hlut í fyrirtæki Sigurðar, hafi einnig ákveðið að selja allan sinn hlut til franska risans. Lactalis er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna. Heimildarmenn Fréttablaðsins sem þekktu til söluferlisins, sem leitt var af fjárfestingabankanum JP Morgan, áætla að söluverðið kunni að hafa verið í kringum 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna.Sjá einnig: Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða krónaThe Icelandic Milk and Skyr Corporation er í 75 prósent hluta í eigu Sigurðar og ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Eignarhlutur Sigurðar sjálfs er um 25 prósent. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið hraður á undanförnum árum og segir í tilkynningu Lactalis að Siggi's skyr sé nú meðal vinsælustu jógúrtvara í fjölmörgum verslunum vestanhafs. Talið er að velta The Icelandic Milk and Skyr Corporation aukist um liðlega 50 prósent á þessu ári og verði þá samtals um 200 milljónir dala, jafnvirði 21 milljarðs króna.Spenntur fyrir framhaldinuHaft er eftir Sigga í tilkynningunni að hann sé mjög spenntur að vera að ganga til liðs við „Lactalis-fjölskylduna,“ sem muni gefa fyrirtækinu færi á að vaxa enn frekar. „Grunngildi okkar um einfalda innihaldslýsingu og minni sykur verða 100% eins og þau voru. Neytendur alls staðar eru að reyna að minnka sykur í mataræði sínu þannig að markmið okkar á sér hljómgrunn um víða veröld.“ Aðalskrifstofur Siggi's verða áfram í New York og verður fyrirtækið áfram undir núverandi stjórn, þar með talið Sigurðar Kjartans Hilmarssonar. Í viðtali í janúar 2014 lýsti Sigurður því hvernig fyrirtækið hefði vaxið og dafnað út frá uppskrift að skyri frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði hann við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. The Icelandic Milk and Skyr Corporation selur í dag um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnuog mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. Tengdar fréttir Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45 Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36 Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Franski mjólkurrisinn Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en þar fylgir kaupverðið ekki sögunni, einungis að Lactalis muni festa kaup á fyrirtæki Sigurðar. Fréttablaðið greindi frá viðræðum fyrirtækisins við fjárfesta í desember. Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna og er það með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Í frétt Reuters er jafnframt greint frá því að svissneska mjólkurfyrirtækið Emmi, sem átti um 22% hlut í fyrirtæki Sigurðar, hafi einnig ákveðið að selja allan sinn hlut til franska risans. Lactalis er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna. Heimildarmenn Fréttablaðsins sem þekktu til söluferlisins, sem leitt var af fjárfestingabankanum JP Morgan, áætla að söluverðið kunni að hafa verið í kringum 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna.Sjá einnig: Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða krónaThe Icelandic Milk and Skyr Corporation er í 75 prósent hluta í eigu Sigurðar og ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Eignarhlutur Sigurðar sjálfs er um 25 prósent. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið hraður á undanförnum árum og segir í tilkynningu Lactalis að Siggi's skyr sé nú meðal vinsælustu jógúrtvara í fjölmörgum verslunum vestanhafs. Talið er að velta The Icelandic Milk and Skyr Corporation aukist um liðlega 50 prósent á þessu ári og verði þá samtals um 200 milljónir dala, jafnvirði 21 milljarðs króna.Spenntur fyrir framhaldinuHaft er eftir Sigga í tilkynningunni að hann sé mjög spenntur að vera að ganga til liðs við „Lactalis-fjölskylduna,“ sem muni gefa fyrirtækinu færi á að vaxa enn frekar. „Grunngildi okkar um einfalda innihaldslýsingu og minni sykur verða 100% eins og þau voru. Neytendur alls staðar eru að reyna að minnka sykur í mataræði sínu þannig að markmið okkar á sér hljómgrunn um víða veröld.“ Aðalskrifstofur Siggi's verða áfram í New York og verður fyrirtækið áfram undir núverandi stjórn, þar með talið Sigurðar Kjartans Hilmarssonar. Í viðtali í janúar 2014 lýsti Sigurður því hvernig fyrirtækið hefði vaxið og dafnað út frá uppskrift að skyri frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði hann við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. The Icelandic Milk and Skyr Corporation selur í dag um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnuog mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar.
Tengdar fréttir Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45 Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36 Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45
Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36
Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30