Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2018 20:00 Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar á þessu ári. Rætt var við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. 37 ára karlmaður, Einar Þór Einarsson, búsettur á Akranesi, lét lífið í gær í árekstri á Vesturlandsvegi við Esjuberg þegar fólksbíll hans rakst framan á flutningabíl. „Þetta var náttúrlega hörmulegur atburður en kannski ekkert mjög óvæntur á þessum vegum í kringum höfuðborgina. Þar hefur umferðaraukningin verið svo mikil að þar sem ekki er búið að aðskilja akstursstefnur þá er alltaf hætta á stórslysum eins og þessu,“ segir vegamálastjóri. „Þannig að við metum Kjalarnesið klárlega sem hættulegan veg, eins og reyndar þessar miklu umferðaræðar hérna í kringum höfuðborgina.“ Spurningar vakna um aðgerðir stjórnvalda til að bæta öryggi þeirra sem aka um þjóðvegina. Í samgönguáætlun, sem samþykkt var á Alþingi fyrir aðeins fimmtán mánuðum, var gert ráð fyrir að 700 milljónum króna yrði varið til að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Ekki verður staðið við það. Samgönguráðherrann afgreiddi samgönguáætlunina sem óheppilegan óskalista í viðtali á Stöð 2 fyrir tveimur vikum. „Því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ sagði ráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson. Vegamálastjóri gerir ráð fyrir að fá 30 prósent af því sem búið var að lofa í veginn um Kjalarnes í ár, eða 200 milljónir króna. Sú fjárveiting verði nýtt til að gera eitt hringtorg á Esjumelum. „Það er verið að undirbúa breikkun vegarins í 2+1 veg á sjálfu Kjalarnesinu upp að Hvalfjarðargöngum.“ Því fylgi bæði skipulags- og hönnunarvinna sem ekki sé lokið. „Ég á heldur ekki von á því að það verði fjárveiting á þessu ári. Ég er að vonast til þess að við endurskoðun á samgönguáætlun þá verði ekki langt í að bíða að við getum farið í alvöru aðgerðir í breikkun vegarins á Kjalarnesi,“ segir Hreinn. Greinilegt er að ríkisstjórnin lítur á meiri samgöngubætur sem ógn við stöðugleikann, miðað við skýringar samgönguráðherra á Stöð 2 fyrir tveimur vikum á því hversvegna ekki megi gera meira. Þar sagði hann að við forgangsröðun yrði að horfa til þensluáhrifa á næstu árum, á meðan við værum enn í uppsveiflu. Þjóðvegurinn um Kjalarnes er ekki eini þéttbýlisvegurinn suðvestanlands sem vegamálastjóri segir hættulega og brýnt að bæta með því að breikka og aðskilja akstursstefnur. Hann nefnir Reykjanesbraut við Hafnarfjörð, Suðurlandsveg, bæði næst Reykjavík og milli Hveragerðis og Selfoss, og Grindavíkurveg. Það eina sem fæst í úrbætur þessara vega í ár eru 200 milljónir króna í Grindavíkurveg. „Og hinir vegirnir koma örugglega líka á næstu árum. Hversu mikið og hversu hratt vitum við ekki fyrr en Alþingi hefur samþykkt nýja samgönguáætlun og fjármálaáætlun fyrir næstu ár,“ segir Hreinn Haraldsson. Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar á þessu ári. Rætt var við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. 37 ára karlmaður, Einar Þór Einarsson, búsettur á Akranesi, lét lífið í gær í árekstri á Vesturlandsvegi við Esjuberg þegar fólksbíll hans rakst framan á flutningabíl. „Þetta var náttúrlega hörmulegur atburður en kannski ekkert mjög óvæntur á þessum vegum í kringum höfuðborgina. Þar hefur umferðaraukningin verið svo mikil að þar sem ekki er búið að aðskilja akstursstefnur þá er alltaf hætta á stórslysum eins og þessu,“ segir vegamálastjóri. „Þannig að við metum Kjalarnesið klárlega sem hættulegan veg, eins og reyndar þessar miklu umferðaræðar hérna í kringum höfuðborgina.“ Spurningar vakna um aðgerðir stjórnvalda til að bæta öryggi þeirra sem aka um þjóðvegina. Í samgönguáætlun, sem samþykkt var á Alþingi fyrir aðeins fimmtán mánuðum, var gert ráð fyrir að 700 milljónum króna yrði varið til að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Ekki verður staðið við það. Samgönguráðherrann afgreiddi samgönguáætlunina sem óheppilegan óskalista í viðtali á Stöð 2 fyrir tveimur vikum. „Því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ sagði ráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson. Vegamálastjóri gerir ráð fyrir að fá 30 prósent af því sem búið var að lofa í veginn um Kjalarnes í ár, eða 200 milljónir króna. Sú fjárveiting verði nýtt til að gera eitt hringtorg á Esjumelum. „Það er verið að undirbúa breikkun vegarins í 2+1 veg á sjálfu Kjalarnesinu upp að Hvalfjarðargöngum.“ Því fylgi bæði skipulags- og hönnunarvinna sem ekki sé lokið. „Ég á heldur ekki von á því að það verði fjárveiting á þessu ári. Ég er að vonast til þess að við endurskoðun á samgönguáætlun þá verði ekki langt í að bíða að við getum farið í alvöru aðgerðir í breikkun vegarins á Kjalarnesi,“ segir Hreinn. Greinilegt er að ríkisstjórnin lítur á meiri samgöngubætur sem ógn við stöðugleikann, miðað við skýringar samgönguráðherra á Stöð 2 fyrir tveimur vikum á því hversvegna ekki megi gera meira. Þar sagði hann að við forgangsröðun yrði að horfa til þensluáhrifa á næstu árum, á meðan við værum enn í uppsveiflu. Þjóðvegurinn um Kjalarnes er ekki eini þéttbýlisvegurinn suðvestanlands sem vegamálastjóri segir hættulega og brýnt að bæta með því að breikka og aðskilja akstursstefnur. Hann nefnir Reykjanesbraut við Hafnarfjörð, Suðurlandsveg, bæði næst Reykjavík og milli Hveragerðis og Selfoss, og Grindavíkurveg. Það eina sem fæst í úrbætur þessara vega í ár eru 200 milljónir króna í Grindavíkurveg. „Og hinir vegirnir koma örugglega líka á næstu árum. Hversu mikið og hversu hratt vitum við ekki fyrr en Alþingi hefur samþykkt nýja samgönguáætlun og fjármálaáætlun fyrir næstu ár,“ segir Hreinn Haraldsson.
Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15