Óttinn við fordæmingu og illt umtal umlykur hópinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2018 12:00 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/Stöð 2 Þrjú af hverjum fjórum nauðgunarmálum sem sakfellt er fyrir í Hæstarétti eru kærð innan tveggja sólarhringa frá því að brotið á sér stað. Þetta segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Svala sat fyrir svörum ásamt Jóni H.B. Snorrasyni, saksóknara hjá ríkissaksóknara og fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í Morgunútvarpinu í dag. Þögnin, skömmin og kerfið er yfirskrift ráðstefnu um nauðgun sem fram fer í HR á morgun og eru Jón og Svala á meðal fyrirlesara. Ætlar Jón að varpa fram spurningunni: „Pressar lögreglan um of á þolendur að kæra?“ og leitast við að svara henni. Svala segir mikilvægt að halda áfram umræðu um nauðgun. Rannsóknir sýni að þolendur í nauðgunarmálum upplifa pressu til þess að kæra málin þegar leitað er á Neyðarmóttöku. „Það verður að horfa á það að allar rannsóknir sýna að þolendur nauðgana glíma við sjálfsásökun, skömm, sektarkennd og samviskubit umfram allt. Það skýrir ekki síst hversu sjaldan er kært,“ segir Svala.Margt batnað í gegnum árin „Þegar maður skoðar rannsóknir og dóma í ofbeldismálum og refsimálum almennt þá einkennir þetta þolendur kynferðisbrota og heimilisofbeldi umfram aðra þolendur,“ segir Svala. Það verði til umræðu á ráðstefnunni á morgun. „Hvernig getum við fært þessa ábyrgð frá þolendum nauðgana svo þeir þori að stíga fram, leita sér hjálpar, því óttinn við fordæmingu og illt umtal umlykur þennan þolendahóp.“ Jón H.B. bendir á að margt hafi breyst til batnaðar í kynferðisbrotamálum undanfarin tuttugu ár eða svo. Staða brotaþola hafi batnað mikið. „Núna fær brotaþoli kost á réttargæslumanni. Á neyðarmóttöku Landspítalans, sem er eingöngu fyrir þolendur kynferðisbrota, er fagfólk sem er sérstaklega sérhæft í þessari vinnu sem tekur á móti brotaþolanum. Móttaka þeirra og umönnun verður miklu markvissari og faglegri en var áður. Það er stærsta breytingin,“ segir Jón. Auk þess sinni sérhæfðir lögreglumenn málunum en ekki þeir sem eru á vakt hverju sinni eins og var áður. „Þeir kunnu ekki sérstaklega til verka til að mæta þeim einstaklingum sem hafa orðið fyrir þessum brotum.“ Árið 2011 hafi sérstök deild verið stofnuð innan lögreglu til að rannsaka þessi mál. Búið sé að stíga skref fram á við, allir séu að leggja sig fram en um leið sé hægt að gera meira.Jón H. B. Snorrason er saksóknari hjá ríkissaksóknara.Vísir/E.Ól.Verði ekki sjúklingar til framtíðar Svala tekur undir með Jóni H.B. og nefnir einnig til sögunnar reglur um málshraða, tilkomu Drekaslóðar, Stígamóta og Aflsins. Þar skipti mestu mestu að þolendur þori að leita sér hjálpar til að vinna úr afleiðingunum, svo þeir verði ekki sjúklingar framtíðarinnar. Upplifa þeir, eins og áður var komið inn á, pressu frá lögreglu og neyðarmóttöku á að kæra. Hingað til hefur lögreglunni verið legið á hálsi fyrir seinagang í kynferðisbrotamálum. En pressar lögreglan um of á brotaþola? „Það er spurning sem við þurfum að velta fyrir okkur,“ segir Jón.Framlenging á ógnarástandi Býsna margar rannsóknir bendi til þess. Þar komi fram að brotaþola finnist eftir áfallið, þegar fólk er með andlega sem líkamlega áverka, að sér sótt að vera spurður út úr. Að þurfa að rifja upp atburðinn svo lögregla geti fengið upplýsingar til að hefja rannsókn. „Það hefur komið fram í könnunum að sumum finnst þetta vera framlenging á þessum ógnarástandi þar sem völdin eru tekin af þeim.“ Aftur á móti sé það þannig að þau mál, þar sem lögregla fær upplýsingar skömmu eftir að brot á sér stað og getur hafið rannsókn, leiða frekar til ákæru og sakfellingar. „Tíminn er óvinurinn. Um leið og fer að líða frá broti fjarlægist ýmislegt. Sönnun, sönnunargögn, e.t.v. vitni og möguleiki á að ná til brotamanns og brotamanna.“ Fáist engar upplýsingar frá brotaþola sé erfitt að rannsaka málið enda í mörgum tilfellum þannig að aðeins tveir eru til frásagnir. „Staðan er bara mjög erfið. Það er mjög mikilvægt að geta fengið einhverjar grundvallarupplýsingar til að hefja rannsókn. Það verður ekki litið fram hjá því að lögreglan þarf oftast nær á grunnupplýsingum að halda frá brotaþolum,“ segir Jón.Svala Ísfeld Ólafsdóttir,dósent við Háskólann í Reykjavík.vísir/valliLykilatriði að fá fram upplýsingar snemma Undir þetta tekur Svala sem hefur rannsakað sakfellingar í nauðgunarmálum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. „Það sem einkennir dómana, þar sem sönnun tekst, er að þessi brot eru almennt kærð umsvifalaust.“ Í 40% málanna leitaði fólk rakleiðis til lögreglu, í 64% málanna innan sólarhrings og í 76% málanna innan tveggja sólarhringa. „Þannig að það er alveg ljóst mikilvægi þess að kæra hratt og örugglega til að tryggja sönnun í þessum málum. Auðvitað hefur lögregla hagsmuni af því að fá upplýsingar fram fyrr en seinna, eigi að vera hægt að styðja við rannsókn.“ Ráðstefnan er á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi við HA, lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og Aflið - Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Hún hefst klukkan 13 en dagskrána má sjá hér. Lögreglumál Tengdar fréttir Konur eru gerendur í átta prósentum tilvika Aldrei hefur kona verið dæmd á Íslandi fyrir að brjóta kynferðislega á barni. Í um átta prósentum tilvika eru konur gerendur samkvæmt íslenskum rannsóknum. Ein kona var dæmd fyrir brot gegn annarri árið 2007 í fyrsta sinn síðan 1838. 15. febrúar 2013 06:00 Átján prósent tilkynntra nauðgana enduðu fyrir dómi Af þeim 164 nauðgunum sem tilkynntar voru til lögreglu á árunum 2008 til 2009 var aðeins ákært í 29 málum. Sakfellt var í 75 prósent þeirra og var meðalþyngd dóms 3 ár. 3. desember 2015 18:00 Upplifa sömu sálrænu líðan óháð því hvort þær kæri nauðgun Svala segir að málin sé öll umlukin sjálfsásökunum, skömm og ótta við illt umtal. 16. desember 2017 21:37 Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Þrjú af hverjum fjórum nauðgunarmálum sem sakfellt er fyrir í Hæstarétti eru kærð innan tveggja sólarhringa frá því að brotið á sér stað. Þetta segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Svala sat fyrir svörum ásamt Jóni H.B. Snorrasyni, saksóknara hjá ríkissaksóknara og fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í Morgunútvarpinu í dag. Þögnin, skömmin og kerfið er yfirskrift ráðstefnu um nauðgun sem fram fer í HR á morgun og eru Jón og Svala á meðal fyrirlesara. Ætlar Jón að varpa fram spurningunni: „Pressar lögreglan um of á þolendur að kæra?“ og leitast við að svara henni. Svala segir mikilvægt að halda áfram umræðu um nauðgun. Rannsóknir sýni að þolendur í nauðgunarmálum upplifa pressu til þess að kæra málin þegar leitað er á Neyðarmóttöku. „Það verður að horfa á það að allar rannsóknir sýna að þolendur nauðgana glíma við sjálfsásökun, skömm, sektarkennd og samviskubit umfram allt. Það skýrir ekki síst hversu sjaldan er kært,“ segir Svala.Margt batnað í gegnum árin „Þegar maður skoðar rannsóknir og dóma í ofbeldismálum og refsimálum almennt þá einkennir þetta þolendur kynferðisbrota og heimilisofbeldi umfram aðra þolendur,“ segir Svala. Það verði til umræðu á ráðstefnunni á morgun. „Hvernig getum við fært þessa ábyrgð frá þolendum nauðgana svo þeir þori að stíga fram, leita sér hjálpar, því óttinn við fordæmingu og illt umtal umlykur þennan þolendahóp.“ Jón H.B. bendir á að margt hafi breyst til batnaðar í kynferðisbrotamálum undanfarin tuttugu ár eða svo. Staða brotaþola hafi batnað mikið. „Núna fær brotaþoli kost á réttargæslumanni. Á neyðarmóttöku Landspítalans, sem er eingöngu fyrir þolendur kynferðisbrota, er fagfólk sem er sérstaklega sérhæft í þessari vinnu sem tekur á móti brotaþolanum. Móttaka þeirra og umönnun verður miklu markvissari og faglegri en var áður. Það er stærsta breytingin,“ segir Jón. Auk þess sinni sérhæfðir lögreglumenn málunum en ekki þeir sem eru á vakt hverju sinni eins og var áður. „Þeir kunnu ekki sérstaklega til verka til að mæta þeim einstaklingum sem hafa orðið fyrir þessum brotum.“ Árið 2011 hafi sérstök deild verið stofnuð innan lögreglu til að rannsaka þessi mál. Búið sé að stíga skref fram á við, allir séu að leggja sig fram en um leið sé hægt að gera meira.Jón H. B. Snorrason er saksóknari hjá ríkissaksóknara.Vísir/E.Ól.Verði ekki sjúklingar til framtíðar Svala tekur undir með Jóni H.B. og nefnir einnig til sögunnar reglur um málshraða, tilkomu Drekaslóðar, Stígamóta og Aflsins. Þar skipti mestu mestu að þolendur þori að leita sér hjálpar til að vinna úr afleiðingunum, svo þeir verði ekki sjúklingar framtíðarinnar. Upplifa þeir, eins og áður var komið inn á, pressu frá lögreglu og neyðarmóttöku á að kæra. Hingað til hefur lögreglunni verið legið á hálsi fyrir seinagang í kynferðisbrotamálum. En pressar lögreglan um of á brotaþola? „Það er spurning sem við þurfum að velta fyrir okkur,“ segir Jón.Framlenging á ógnarástandi Býsna margar rannsóknir bendi til þess. Þar komi fram að brotaþola finnist eftir áfallið, þegar fólk er með andlega sem líkamlega áverka, að sér sótt að vera spurður út úr. Að þurfa að rifja upp atburðinn svo lögregla geti fengið upplýsingar til að hefja rannsókn. „Það hefur komið fram í könnunum að sumum finnst þetta vera framlenging á þessum ógnarástandi þar sem völdin eru tekin af þeim.“ Aftur á móti sé það þannig að þau mál, þar sem lögregla fær upplýsingar skömmu eftir að brot á sér stað og getur hafið rannsókn, leiða frekar til ákæru og sakfellingar. „Tíminn er óvinurinn. Um leið og fer að líða frá broti fjarlægist ýmislegt. Sönnun, sönnunargögn, e.t.v. vitni og möguleiki á að ná til brotamanns og brotamanna.“ Fáist engar upplýsingar frá brotaþola sé erfitt að rannsaka málið enda í mörgum tilfellum þannig að aðeins tveir eru til frásagnir. „Staðan er bara mjög erfið. Það er mjög mikilvægt að geta fengið einhverjar grundvallarupplýsingar til að hefja rannsókn. Það verður ekki litið fram hjá því að lögreglan þarf oftast nær á grunnupplýsingum að halda frá brotaþolum,“ segir Jón.Svala Ísfeld Ólafsdóttir,dósent við Háskólann í Reykjavík.vísir/valliLykilatriði að fá fram upplýsingar snemma Undir þetta tekur Svala sem hefur rannsakað sakfellingar í nauðgunarmálum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. „Það sem einkennir dómana, þar sem sönnun tekst, er að þessi brot eru almennt kærð umsvifalaust.“ Í 40% málanna leitaði fólk rakleiðis til lögreglu, í 64% málanna innan sólarhrings og í 76% málanna innan tveggja sólarhringa. „Þannig að það er alveg ljóst mikilvægi þess að kæra hratt og örugglega til að tryggja sönnun í þessum málum. Auðvitað hefur lögregla hagsmuni af því að fá upplýsingar fram fyrr en seinna, eigi að vera hægt að styðja við rannsókn.“ Ráðstefnan er á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi við HA, lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og Aflið - Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Hún hefst klukkan 13 en dagskrána má sjá hér.
Lögreglumál Tengdar fréttir Konur eru gerendur í átta prósentum tilvika Aldrei hefur kona verið dæmd á Íslandi fyrir að brjóta kynferðislega á barni. Í um átta prósentum tilvika eru konur gerendur samkvæmt íslenskum rannsóknum. Ein kona var dæmd fyrir brot gegn annarri árið 2007 í fyrsta sinn síðan 1838. 15. febrúar 2013 06:00 Átján prósent tilkynntra nauðgana enduðu fyrir dómi Af þeim 164 nauðgunum sem tilkynntar voru til lögreglu á árunum 2008 til 2009 var aðeins ákært í 29 málum. Sakfellt var í 75 prósent þeirra og var meðalþyngd dóms 3 ár. 3. desember 2015 18:00 Upplifa sömu sálrænu líðan óháð því hvort þær kæri nauðgun Svala segir að málin sé öll umlukin sjálfsásökunum, skömm og ótta við illt umtal. 16. desember 2017 21:37 Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Konur eru gerendur í átta prósentum tilvika Aldrei hefur kona verið dæmd á Íslandi fyrir að brjóta kynferðislega á barni. Í um átta prósentum tilvika eru konur gerendur samkvæmt íslenskum rannsóknum. Ein kona var dæmd fyrir brot gegn annarri árið 2007 í fyrsta sinn síðan 1838. 15. febrúar 2013 06:00
Átján prósent tilkynntra nauðgana enduðu fyrir dómi Af þeim 164 nauðgunum sem tilkynntar voru til lögreglu á árunum 2008 til 2009 var aðeins ákært í 29 málum. Sakfellt var í 75 prósent þeirra og var meðalþyngd dóms 3 ár. 3. desember 2015 18:00
Upplifa sömu sálrænu líðan óháð því hvort þær kæri nauðgun Svala segir að málin sé öll umlukin sjálfsásökunum, skömm og ótta við illt umtal. 16. desember 2017 21:37
Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00