Segir afleitt að ríkið leiði verðbólguna Kristján Már Unnarsson skrifar 3. janúar 2018 20:37 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir afleitt að ríkið skuli leiða verðlagshækkanir, sem valdi keðjuverkun og ýti þannig undir verðbólgu. Verið sé að hverfa frá fyrri stefnu um að ríkið haldi aftur af hækkunum. Rætt var við Sigmund Davíð í fréttum Stöðvar 2. Landsmenn sjá skattahækkun á eldsneyti um áramót birtast á bensínstöðvunum en samtímis tók gildi fjöldi annarra gjaldskrárhækkana hjá ríkinu. Sigmundur Davíð rifjar upp að í sinni forsætisráðherratíð hafi verið mörkuð sú stefna að stöðva ríkið í að leiða sjálfvirkar verðlagshækkanir. „Þegar loksins, loksins er í fyrsta sinn tækifæri til að koma í veg fyrir þessa endalausu keðjuverkun á verðbólgu á Íslandi, þá skuli ríkið aftur ætla að verða leiðandi í að viðhalda keðjuverkuninni. Það er í raun alveg afleitt að menn skuli vera að hverfa af þeirri braut, sem hafði verið mörkuð, - af þeirri stefnu sem hafði verið mörkuð, - um það að ríkið, hið opinbera, héldi aftur af verðlagshækkunum. Nú eru menn aftur komnir í það að ríkið leiði verðlagshækkanir,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir verðhækkun eldsneytis hafa margföldunaráhrif, allir flutningar verði dýrari. Hann nefnir sem dæmi að fólk á landsbyggðinni þurfi yfirleitt að borga mikið fyrir flutning á vörum og þær vörur væntanlega hækki. Sama eigi við um bændur, sem þurfi að borga fyrir að mjólkin sé sótt til þeirra. Sú þjónusta sé þegar búin að hækka vegna þessara verðlagshækkana. „Svoleiðis að allt verðlag, meira og minna, hækkar þegar menn hækka verð á flutningum. Það þarf að flytja allar vörur, það þarf að flytja þjónustu, og þar af leiðandi veltist þetta áfram og raunin á endanum verður miklu meiri hækkun.“ Hann hafnar þeim rökum að þessi skattahækkun á eldsneyti minnki kolefnislosun. „Fólk þarf að komast leiðar sinnar, og ekki hvað síst á landsbyggðinni, þar sem er oft um langan veg að fara. Svoleiðis að fimm krónu hækkun, sjö krónu hækkun, hún kemur ekki í veg fyrir aksturinn. Hún bara eykur útgjöld eða kostnað heimilanna af því að lifa, - og um leið hækkar það lánin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir afleitt að ríkið skuli leiða verðlagshækkanir, sem valdi keðjuverkun og ýti þannig undir verðbólgu. Verið sé að hverfa frá fyrri stefnu um að ríkið haldi aftur af hækkunum. Rætt var við Sigmund Davíð í fréttum Stöðvar 2. Landsmenn sjá skattahækkun á eldsneyti um áramót birtast á bensínstöðvunum en samtímis tók gildi fjöldi annarra gjaldskrárhækkana hjá ríkinu. Sigmundur Davíð rifjar upp að í sinni forsætisráðherratíð hafi verið mörkuð sú stefna að stöðva ríkið í að leiða sjálfvirkar verðlagshækkanir. „Þegar loksins, loksins er í fyrsta sinn tækifæri til að koma í veg fyrir þessa endalausu keðjuverkun á verðbólgu á Íslandi, þá skuli ríkið aftur ætla að verða leiðandi í að viðhalda keðjuverkuninni. Það er í raun alveg afleitt að menn skuli vera að hverfa af þeirri braut, sem hafði verið mörkuð, - af þeirri stefnu sem hafði verið mörkuð, - um það að ríkið, hið opinbera, héldi aftur af verðlagshækkunum. Nú eru menn aftur komnir í það að ríkið leiði verðlagshækkanir,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir verðhækkun eldsneytis hafa margföldunaráhrif, allir flutningar verði dýrari. Hann nefnir sem dæmi að fólk á landsbyggðinni þurfi yfirleitt að borga mikið fyrir flutning á vörum og þær vörur væntanlega hækki. Sama eigi við um bændur, sem þurfi að borga fyrir að mjólkin sé sótt til þeirra. Sú þjónusta sé þegar búin að hækka vegna þessara verðlagshækkana. „Svoleiðis að allt verðlag, meira og minna, hækkar þegar menn hækka verð á flutningum. Það þarf að flytja allar vörur, það þarf að flytja þjónustu, og þar af leiðandi veltist þetta áfram og raunin á endanum verður miklu meiri hækkun.“ Hann hafnar þeim rökum að þessi skattahækkun á eldsneyti minnki kolefnislosun. „Fólk þarf að komast leiðar sinnar, og ekki hvað síst á landsbyggðinni, þar sem er oft um langan veg að fara. Svoleiðis að fimm krónu hækkun, sjö krónu hækkun, hún kemur ekki í veg fyrir aksturinn. Hún bara eykur útgjöld eða kostnað heimilanna af því að lifa, - og um leið hækkar það lánin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00