Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 14:11 Frá samstöðufundi í Íran í dag. Vísir/AFP Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. Óeirðirnar í Íran eru þau umfangsmestu frá árinu 2009 og byrjuðu þau vegna óánægju almennings með stöðu vinnumarkaðs og efnahagslífs landsins. Fljótlega snerust þau gegn stjórnvöldum og klerkastjórninni í Íran. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Í dag hafa ríkisfjölmiðlar í Íran birt myndir af þúsundum styðja ríkisstjórn landsins. Leiðtogar ríkisins segja að mótmælin hafi verið skipulögð af andstæðingum Íran og markmiðið hafi verið að grafa undan stjórnvöldum. „Óvinirnir hafa sameinast gegn okkur og beita öllum sínum ráðum, peningum, vopnum, stefnumálum og öryggissveitum til að skapa vandamál fyrir stjórn Íran,“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, í gær. „Óvinirnir eru ávalt að leita að tækifærum til að koma höggi á þjóð Íran.“Hér má sjá mótmælendur fyrir utan vistarverur meðlima Basij sveitanna. Það eru hópar sjálfboðaliða sem lúta stjórn Byltingarvarða Íran.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við mótmælendur í Íran hafa stjórnvöld Bandaríkjanna kallað eftir því að Íranar opni aftur fyrir notkun samfélagsmiðla þar í landi. Stuðningur Trump hefur þó fallið í grýttan veg í Íran. Umbótasinnar hafa fordæmt bæði ofbeldi mótmælenda og ofbeldi gegn þeim. Þar að auki hafa þeir fordæmt stuðning Trump.Blaðamaður Guardian ræddi við einn af mótmælendunum í Íran sem sagði fólk hafa fengið nóg af því að vera atvinnulaust og fátækt.„Þessir mótmælendur hafa enga leiðtoga. Þetta er leiðtogalaus hreyfing og ég kalla það hreyfingu hinna hungruðu.“ Talið er að minnst 400 mótmælendur hafi verið handteknir. Samkvæmt frétt AP hefur yfirmaður Byltingarvarðanna í Teheran sagt að mögulega geti mótmælendur verið dæmdir til dauða fyrir „stríð gegn guði“. Mið-Austurlönd Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. Óeirðirnar í Íran eru þau umfangsmestu frá árinu 2009 og byrjuðu þau vegna óánægju almennings með stöðu vinnumarkaðs og efnahagslífs landsins. Fljótlega snerust þau gegn stjórnvöldum og klerkastjórninni í Íran. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Í dag hafa ríkisfjölmiðlar í Íran birt myndir af þúsundum styðja ríkisstjórn landsins. Leiðtogar ríkisins segja að mótmælin hafi verið skipulögð af andstæðingum Íran og markmiðið hafi verið að grafa undan stjórnvöldum. „Óvinirnir hafa sameinast gegn okkur og beita öllum sínum ráðum, peningum, vopnum, stefnumálum og öryggissveitum til að skapa vandamál fyrir stjórn Íran,“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, í gær. „Óvinirnir eru ávalt að leita að tækifærum til að koma höggi á þjóð Íran.“Hér má sjá mótmælendur fyrir utan vistarverur meðlima Basij sveitanna. Það eru hópar sjálfboðaliða sem lúta stjórn Byltingarvarða Íran.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við mótmælendur í Íran hafa stjórnvöld Bandaríkjanna kallað eftir því að Íranar opni aftur fyrir notkun samfélagsmiðla þar í landi. Stuðningur Trump hefur þó fallið í grýttan veg í Íran. Umbótasinnar hafa fordæmt bæði ofbeldi mótmælenda og ofbeldi gegn þeim. Þar að auki hafa þeir fordæmt stuðning Trump.Blaðamaður Guardian ræddi við einn af mótmælendunum í Íran sem sagði fólk hafa fengið nóg af því að vera atvinnulaust og fátækt.„Þessir mótmælendur hafa enga leiðtoga. Þetta er leiðtogalaus hreyfing og ég kalla það hreyfingu hinna hungruðu.“ Talið er að minnst 400 mótmælendur hafi verið handteknir. Samkvæmt frétt AP hefur yfirmaður Byltingarvarðanna í Teheran sagt að mögulega geti mótmælendur verið dæmdir til dauða fyrir „stríð gegn guði“.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira