Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 14:11 Frá samstöðufundi í Íran í dag. Vísir/AFP Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. Óeirðirnar í Íran eru þau umfangsmestu frá árinu 2009 og byrjuðu þau vegna óánægju almennings með stöðu vinnumarkaðs og efnahagslífs landsins. Fljótlega snerust þau gegn stjórnvöldum og klerkastjórninni í Íran. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Í dag hafa ríkisfjölmiðlar í Íran birt myndir af þúsundum styðja ríkisstjórn landsins. Leiðtogar ríkisins segja að mótmælin hafi verið skipulögð af andstæðingum Íran og markmiðið hafi verið að grafa undan stjórnvöldum. „Óvinirnir hafa sameinast gegn okkur og beita öllum sínum ráðum, peningum, vopnum, stefnumálum og öryggissveitum til að skapa vandamál fyrir stjórn Íran,“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, í gær. „Óvinirnir eru ávalt að leita að tækifærum til að koma höggi á þjóð Íran.“Hér má sjá mótmælendur fyrir utan vistarverur meðlima Basij sveitanna. Það eru hópar sjálfboðaliða sem lúta stjórn Byltingarvarða Íran.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við mótmælendur í Íran hafa stjórnvöld Bandaríkjanna kallað eftir því að Íranar opni aftur fyrir notkun samfélagsmiðla þar í landi. Stuðningur Trump hefur þó fallið í grýttan veg í Íran. Umbótasinnar hafa fordæmt bæði ofbeldi mótmælenda og ofbeldi gegn þeim. Þar að auki hafa þeir fordæmt stuðning Trump.Blaðamaður Guardian ræddi við einn af mótmælendunum í Íran sem sagði fólk hafa fengið nóg af því að vera atvinnulaust og fátækt.„Þessir mótmælendur hafa enga leiðtoga. Þetta er leiðtogalaus hreyfing og ég kalla það hreyfingu hinna hungruðu.“ Talið er að minnst 400 mótmælendur hafi verið handteknir. Samkvæmt frétt AP hefur yfirmaður Byltingarvarðanna í Teheran sagt að mögulega geti mótmælendur verið dæmdir til dauða fyrir „stríð gegn guði“. Mið-Austurlönd Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. Óeirðirnar í Íran eru þau umfangsmestu frá árinu 2009 og byrjuðu þau vegna óánægju almennings með stöðu vinnumarkaðs og efnahagslífs landsins. Fljótlega snerust þau gegn stjórnvöldum og klerkastjórninni í Íran. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Í dag hafa ríkisfjölmiðlar í Íran birt myndir af þúsundum styðja ríkisstjórn landsins. Leiðtogar ríkisins segja að mótmælin hafi verið skipulögð af andstæðingum Íran og markmiðið hafi verið að grafa undan stjórnvöldum. „Óvinirnir hafa sameinast gegn okkur og beita öllum sínum ráðum, peningum, vopnum, stefnumálum og öryggissveitum til að skapa vandamál fyrir stjórn Íran,“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, í gær. „Óvinirnir eru ávalt að leita að tækifærum til að koma höggi á þjóð Íran.“Hér má sjá mótmælendur fyrir utan vistarverur meðlima Basij sveitanna. Það eru hópar sjálfboðaliða sem lúta stjórn Byltingarvarða Íran.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við mótmælendur í Íran hafa stjórnvöld Bandaríkjanna kallað eftir því að Íranar opni aftur fyrir notkun samfélagsmiðla þar í landi. Stuðningur Trump hefur þó fallið í grýttan veg í Íran. Umbótasinnar hafa fordæmt bæði ofbeldi mótmælenda og ofbeldi gegn þeim. Þar að auki hafa þeir fordæmt stuðning Trump.Blaðamaður Guardian ræddi við einn af mótmælendunum í Íran sem sagði fólk hafa fengið nóg af því að vera atvinnulaust og fátækt.„Þessir mótmælendur hafa enga leiðtoga. Þetta er leiðtogalaus hreyfing og ég kalla það hreyfingu hinna hungruðu.“ Talið er að minnst 400 mótmælendur hafi verið handteknir. Samkvæmt frétt AP hefur yfirmaður Byltingarvarðanna í Teheran sagt að mögulega geti mótmælendur verið dæmdir til dauða fyrir „stríð gegn guði“.
Mið-Austurlönd Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira