Mjölnismaður og lögreglumenn opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 11:41 Jón Viðar Arnþórsson og félagar stefna að opnun síðar í mánuðinum. vísir Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi formaður og einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis, mun í þessum mánuði opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð við Stórhöfða 17 ásamt félögum sínum úr lögreglunni. Stöðin hefur fengið heitið TÝR eftir hinum norræna hernaðarguði. Þetta staðfestir hann á Facebook-síðu sinni og í samtali við Vísi. Í samtali við Vísi segir hann stöðina ekki vera aðra útgáfu af Mjölni og að áherslan verði önnur. Þá verði einkum notast við svokallað ISR Matrix-kerfi sem er angi út úr lifandi baradagaíþróttum og hefur verið í stanslausri þróun í yfir tuttugu ár hjá sérsveitarmönnum, hermönnum, BJJ-svartbeltingum og hnefaleikamönnum.Kennslan tekur mið af raunverulegum hættuaðstæðumJón segir að tekið verði mið af raunverulegum aðstæðum á námskeiðum stöðvarinnar því oft þurfi að notast við neyðarvörn í erfiðu umhverfi. Þannig verði boðið upp á kennslu í sérútbúnum herbergjum og jafnvel bifreiðum fyrir utan stöðina til þess að hafa kennsluna sem raunverulegasta. Lögreglumönnum, öryggisvörðum, dyravörðum og öðrum sem starfa við hættulegar aðstæður býðst því að sækja námskeið hjá Tý en einnig verður í boði grunnnámskeið í neyðarvörn fyrir fólk utan þess geira. Til þess að veita fagmannlega og persónulega þjónustu mun TÝR takmarka fjölda viðskiptavina að sögn Jóns Viðars. Hann segir að nú sé unnið dag og nótt að undirbúningi opnunarinnar og að grunnnámskeið muni hefjast um miðjan mánuð. Mikil aðsókn hafi nú þegar myndast og finnur hann fyrir miklum áhuga. Í færslunni greinir hann einnig frá þrekæfinganámskeiði sem fer af stað í febrúar og ber nafnið „Hermóður“. Meira komi í ljós um það þegar fram líða stundir og hvetur hann fólk til þess að fylgjast með.Munu leika eftir átök í bifreið fyrir utan stöðina Inni í stöðinni verður hægt að finna bardagaíþróttasal, lyftingasvæði, gerviíbúð fyrir kennslu í neyðarvörn, öryggisherbergi með veggdýnum og fyrir utan stöðina bifreið sem verður sérstaklega útbúin fyrir æfingar og átök. Jón Viðar er, sem fyrr segir, einn af stofnendum Mjölnis en hann gegndi einnig stöðu formanns íþróttafélagsins um tíma. Eftir deilur innan félagsins ákvað hann þó að segja starfi sínu lausu og snúa sér að nýjum verkefnum.Lesa má Facebook-færslu Jóns Viðars í heild hér fyrir neðan. Neytendur Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi formaður og einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis, mun í þessum mánuði opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð við Stórhöfða 17 ásamt félögum sínum úr lögreglunni. Stöðin hefur fengið heitið TÝR eftir hinum norræna hernaðarguði. Þetta staðfestir hann á Facebook-síðu sinni og í samtali við Vísi. Í samtali við Vísi segir hann stöðina ekki vera aðra útgáfu af Mjölni og að áherslan verði önnur. Þá verði einkum notast við svokallað ISR Matrix-kerfi sem er angi út úr lifandi baradagaíþróttum og hefur verið í stanslausri þróun í yfir tuttugu ár hjá sérsveitarmönnum, hermönnum, BJJ-svartbeltingum og hnefaleikamönnum.Kennslan tekur mið af raunverulegum hættuaðstæðumJón segir að tekið verði mið af raunverulegum aðstæðum á námskeiðum stöðvarinnar því oft þurfi að notast við neyðarvörn í erfiðu umhverfi. Þannig verði boðið upp á kennslu í sérútbúnum herbergjum og jafnvel bifreiðum fyrir utan stöðina til þess að hafa kennsluna sem raunverulegasta. Lögreglumönnum, öryggisvörðum, dyravörðum og öðrum sem starfa við hættulegar aðstæður býðst því að sækja námskeið hjá Tý en einnig verður í boði grunnnámskeið í neyðarvörn fyrir fólk utan þess geira. Til þess að veita fagmannlega og persónulega þjónustu mun TÝR takmarka fjölda viðskiptavina að sögn Jóns Viðars. Hann segir að nú sé unnið dag og nótt að undirbúningi opnunarinnar og að grunnnámskeið muni hefjast um miðjan mánuð. Mikil aðsókn hafi nú þegar myndast og finnur hann fyrir miklum áhuga. Í færslunni greinir hann einnig frá þrekæfinganámskeiði sem fer af stað í febrúar og ber nafnið „Hermóður“. Meira komi í ljós um það þegar fram líða stundir og hvetur hann fólk til þess að fylgjast með.Munu leika eftir átök í bifreið fyrir utan stöðina Inni í stöðinni verður hægt að finna bardagaíþróttasal, lyftingasvæði, gerviíbúð fyrir kennslu í neyðarvörn, öryggisherbergi með veggdýnum og fyrir utan stöðina bifreið sem verður sérstaklega útbúin fyrir æfingar og átök. Jón Viðar er, sem fyrr segir, einn af stofnendum Mjölnis en hann gegndi einnig stöðu formanns íþróttafélagsins um tíma. Eftir deilur innan félagsins ákvað hann þó að segja starfi sínu lausu og snúa sér að nýjum verkefnum.Lesa má Facebook-færslu Jóns Viðars í heild hér fyrir neðan.
Neytendur Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58